„Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 18:42 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segja fjármálaráðherra hafa borið ábyrgð með því að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á bankasölunni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrslu Ríkisendurskoðunnar sýna mikla annmarka á sölunni á Íslandsbanka. „Fyrst og fremst er ég bara vonsvikinn yfir sjálfri framkvæmdinni, eitt er verðið og hverjum munar í þeim efnum. En fyrst og fremst er ég vonsvikin yfir þeim áhrifum sem þetta getur haft á traust hér á landi,“ segor Katrín. Aðspurð hvort ráðherra beri ekki ábyrgð á ferlinu í heild svara Katrín. „Í fyrsta lagi kemur ekki fram að nein lög hafi verið verið brotin heldur snýst þetta fyrst og fremst um framkvæmdina og í öðru lagi við í ríkistjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð.“ Aðspurð hvað gerist ef rannsókn Fjármálaeftirlits sýni að lög hafi verið brotin svara Katrín: „Ég held að það sé varhugavert að fara að tjá sig um það fyrr en það liggur fyrir hvað kemur út úr því,“ segir Katrín. Ekki flókin sala Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra vakti athygli á því þegar Íslandsbanki var seldur að hún hafi haft efasemdir um söluleiðina sem var valin. Þá kom fram í viðtali í Morgunblaðinu að ekki ætti alfarið að skella skuldinni á því sem aflaga fór við söluna á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina. Lilja segir nú Bankasýsluna alfarið bera ábyrgð á þeim annmörkum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að okkar helstu sérfræðingar geti ekki staðið betur að framkvæmd sem á ekki að vera svo flókin.Framkvæmdin er ekki nægilega góð. Bankasýslan ber ábyrgð á framkvæmdinni,“ segir Lilja. Aðspurð um afstöðu sína frá því í sumar þar sem fram að hún teldi að stjórnvöld sem tóku ákvörðun um þetta fyrirkomulag þyrftu að bera einhverja ábyrgð. Svarar Lilja. „Fjármálaráðherra óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun færi yfir málið og hann er auðvitað þannig að bera ábyrgð á því.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrslu Ríkisendurskoðunnar sýna mikla annmarka á sölunni á Íslandsbanka. „Fyrst og fremst er ég bara vonsvikinn yfir sjálfri framkvæmdinni, eitt er verðið og hverjum munar í þeim efnum. En fyrst og fremst er ég vonsvikin yfir þeim áhrifum sem þetta getur haft á traust hér á landi,“ segor Katrín. Aðspurð hvort ráðherra beri ekki ábyrgð á ferlinu í heild svara Katrín. „Í fyrsta lagi kemur ekki fram að nein lög hafi verið verið brotin heldur snýst þetta fyrst og fremst um framkvæmdina og í öðru lagi við í ríkistjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð.“ Aðspurð hvað gerist ef rannsókn Fjármálaeftirlits sýni að lög hafi verið brotin svara Katrín: „Ég held að það sé varhugavert að fara að tjá sig um það fyrr en það liggur fyrir hvað kemur út úr því,“ segir Katrín. Ekki flókin sala Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra vakti athygli á því þegar Íslandsbanki var seldur að hún hafi haft efasemdir um söluleiðina sem var valin. Þá kom fram í viðtali í Morgunblaðinu að ekki ætti alfarið að skella skuldinni á því sem aflaga fór við söluna á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina. Lilja segir nú Bankasýsluna alfarið bera ábyrgð á þeim annmörkum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að okkar helstu sérfræðingar geti ekki staðið betur að framkvæmd sem á ekki að vera svo flókin.Framkvæmdin er ekki nægilega góð. Bankasýslan ber ábyrgð á framkvæmdinni,“ segir Lilja. Aðspurð um afstöðu sína frá því í sumar þar sem fram að hún teldi að stjórnvöld sem tóku ákvörðun um þetta fyrirkomulag þyrftu að bera einhverja ábyrgð. Svarar Lilja. „Fjármálaráðherra óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun færi yfir málið og hann er auðvitað þannig að bera ábyrgð á því.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11