Hvað svo? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 15. nóvember 2022 16:30 Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70 milljarða söluandvirði þess hluta sem ríkið á enn í Íslandsbanka. Þessi staða er að mínu mati líklegasta skýringin á því að stjórnarliðar sem í vor fordæmdu klúðrið við sölu á hluta Íslandsbanka og sögðu ekki koma til greina að ganga lengra, virðast nú orðnir verulega volgir fyrir því að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þrátt fyrir verulega harða gagnrýni í nýbirti skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir að skýrslan hafi staðfest það sem vitað var, að athugun Ríkisendurskoðunar gat aldrei tekið til mikilvægra atriða í ferlinu. Þrátt fyrir að í vor hafi verið samstaða um að rannsóknarnefnd skoðaði það sem út af stæði í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það þarf enga snilligáfu til að lesa úr skýrslu Ríkisendurskoðunar að ríkisstjórninni tókst ekki að selja þennan hlut í Íslandsbanka þannig að um það ferli ríkti traust. Né þannig að hámarksverð rynni í ríkissjóð. Það vita það allir sem eru eldri en tvævetur að pólitíkin skuldar almenningi það að hér ríki traust á fjármálamarkaði. Og er ríkissjóður í vanda? Já! Vaxtagjöld ríkissjóðs eru þegar gríðarleg og þau fara hækkandi. Þetta eru fáheyrðar byrðar á skattgreiðendur í samanburði þjóða. Og eins og sést í fjárlagafrumvarpinu sem er nú til umræðu, veikir þessi staða meðal annars heilbrigðiskerfið okkar þar sem staðan er þegar orðin grafalvarleg. Í stuttri ræðu á þingi fyrr í dag spurði ég hvert planið væri. Ég held að nákvæmlega þetta sé planið. Að halda áfram með söluna eins og ekkert sé þrátt fyrir hvernig til hefur tekist til þessa. Að kafa ekki ofan í framkvæmdina, læra ekki af reynslunni, axla ekki ábyrgð. Af því að sárlasinn ríkissjóður í umsjá ríkisstjórnarinnar hreinlega öskrar á 70 milljarðana. Viðreisn hefur stutt sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka að gefinni þeirri forsendu að sala væri á grund-velli almannahagsmuna með gegnsæi, jafnræði og traust í fyrirrúmi. Það er orðið virkilega erfitt að trúa því að ríkisstjórnarflokkarnir þrír deili þeirri forsendu með okkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Stjórnsýsla Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70 milljarða söluandvirði þess hluta sem ríkið á enn í Íslandsbanka. Þessi staða er að mínu mati líklegasta skýringin á því að stjórnarliðar sem í vor fordæmdu klúðrið við sölu á hluta Íslandsbanka og sögðu ekki koma til greina að ganga lengra, virðast nú orðnir verulega volgir fyrir því að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þrátt fyrir verulega harða gagnrýni í nýbirti skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir að skýrslan hafi staðfest það sem vitað var, að athugun Ríkisendurskoðunar gat aldrei tekið til mikilvægra atriða í ferlinu. Þrátt fyrir að í vor hafi verið samstaða um að rannsóknarnefnd skoðaði það sem út af stæði í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það þarf enga snilligáfu til að lesa úr skýrslu Ríkisendurskoðunar að ríkisstjórninni tókst ekki að selja þennan hlut í Íslandsbanka þannig að um það ferli ríkti traust. Né þannig að hámarksverð rynni í ríkissjóð. Það vita það allir sem eru eldri en tvævetur að pólitíkin skuldar almenningi það að hér ríki traust á fjármálamarkaði. Og er ríkissjóður í vanda? Já! Vaxtagjöld ríkissjóðs eru þegar gríðarleg og þau fara hækkandi. Þetta eru fáheyrðar byrðar á skattgreiðendur í samanburði þjóða. Og eins og sést í fjárlagafrumvarpinu sem er nú til umræðu, veikir þessi staða meðal annars heilbrigðiskerfið okkar þar sem staðan er þegar orðin grafalvarleg. Í stuttri ræðu á þingi fyrr í dag spurði ég hvert planið væri. Ég held að nákvæmlega þetta sé planið. Að halda áfram með söluna eins og ekkert sé þrátt fyrir hvernig til hefur tekist til þessa. Að kafa ekki ofan í framkvæmdina, læra ekki af reynslunni, axla ekki ábyrgð. Af því að sárlasinn ríkissjóður í umsjá ríkisstjórnarinnar hreinlega öskrar á 70 milljarðana. Viðreisn hefur stutt sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka að gefinni þeirri forsendu að sala væri á grund-velli almannahagsmuna með gegnsæi, jafnræði og traust í fyrirrúmi. Það er orðið virkilega erfitt að trúa því að ríkisstjórnarflokkarnir þrír deili þeirri forsendu með okkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar