Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Reita fasteignafélags. Reitir áætla að nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar opni á næstu vikum. Svæðið hefur fengið nafnið Kúmen og tekur við af hinu goðsagnakennda Stjörnutorgi.
Hér má sjá myndband um breytingarnar sem Kringlan framleiddi í samstarfi við Sir Arnar Gauta og birti hér á Vísi.
Sautján veitingastaðir verða á Kúmen. Sumir þeirra voru einnig á Stjörnutorgi og í mathöll Kringlunnar, líkt og Sbarro, Te og Kaffi, Serrano, Subway, Kore, Kringlukráin, Finnsson Bistro, Rikki Chan og Local. Þá opna nýir staðir eins og Ali Baba, Yuzu, Pastagerðin, Takkó og Flatey.
Ævintýraland Kringlunnar hefur verið endurnýjað og verður opnað bráðlega á nýjum stað. Þá hafa einnig verið gerðar breytingar á Kringlubíó og gert er ráð fyrir því að bíóið opni á næstu vikum.