„Það sem ég er ánægðastur með er frammistaðan“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 22:00 Bjarni Fritzson þjálfari ÍR, var sáttur með eitt stig gegn Aftureldingu í kvöld Vísir: Vilhelm „Þetta var virkilega góður handboltaleikur og ég er ánægður með mína stráka,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR sáttur eftir jafntefli gegn Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Við erum að spila á móti mjög góður liði og vorum að spila mjög góðan leik. Þeir fengu fimm sekúndur til að vera sjö á fimm og hann er náttúrulega frábær í horninu, Igor og gerði hrikalega vel. Þetta var kannski færi sem að mér sýndist ekki vera frábært en hann er í mjög háum gæðaklassa eins og flestir eru í Aftureldingarliðinu og náði að sækja þetta jafntefli fyrir þá.“ Í síðasta leik gegn Stjörnunni áttu ÍR-ingar erfitt uppdráttar varnarlega í fyrri hálfleik en það small í seinni hálfleik. Bjarni segir varnarleikinn líta betur út með hverjum deginum en það þurfi að fá betri lausnir í sóknarleikinn. „Í síðasta leik var ég ánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik og hann small vel hjá okkur. Það sem hefur verið seinustu tvo leiki á móti Selfoss og Stjörnunni, þá hef ég ekki verið ánægður með ákefðina og kannski lausnirnar sóknarlega, fyrir mig persónulega sjálfan. Við erum að leggja áherslu áfram á að þróa varnarleikinn sem að mér finnst líta betur og betur út með hverjum deginum. En við þurfum að fá betra tempó í sóknarleikinn og aðeins betri lausnir og líka betri árásir. Ég var sérsaklega ánægður með það því að ef þú ert að leggja hart að þér að það skili sér inn á gólfið, þá er það náttúrulega alltaf gott.“ Bjarni ætlar að leggja áherslu áfram á varnarleikinn og skoða það sem betur mátti fara varnarlega. „Þetta verður áframhaldandi vinna, þetta er eitt gott stig. Það sem ég er ánægðastur með er frammistaðan og að strákarnir fóru svolítið út úr skelinni eins og ég talaði um eftir síðasta leik. Þetta er þrotlaus vinna alla daga í öllu. Nú skoðum við að það er ýmislegt sem að við getum gert betur og við verðum betri í því.“ ÍR Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Afturelding 31-31| Jafntefli niðurstaðan í æsispennandi leik ÍR-ingar áttu erfitt verkefni að höndum er þeir tóku á móti Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar með forystu bróðurpart leiksins en misstu hana niður þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og 31-31 varð því niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. nóvember 2022 21:30 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
„Við erum að spila á móti mjög góður liði og vorum að spila mjög góðan leik. Þeir fengu fimm sekúndur til að vera sjö á fimm og hann er náttúrulega frábær í horninu, Igor og gerði hrikalega vel. Þetta var kannski færi sem að mér sýndist ekki vera frábært en hann er í mjög háum gæðaklassa eins og flestir eru í Aftureldingarliðinu og náði að sækja þetta jafntefli fyrir þá.“ Í síðasta leik gegn Stjörnunni áttu ÍR-ingar erfitt uppdráttar varnarlega í fyrri hálfleik en það small í seinni hálfleik. Bjarni segir varnarleikinn líta betur út með hverjum deginum en það þurfi að fá betri lausnir í sóknarleikinn. „Í síðasta leik var ég ánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik og hann small vel hjá okkur. Það sem hefur verið seinustu tvo leiki á móti Selfoss og Stjörnunni, þá hef ég ekki verið ánægður með ákefðina og kannski lausnirnar sóknarlega, fyrir mig persónulega sjálfan. Við erum að leggja áherslu áfram á að þróa varnarleikinn sem að mér finnst líta betur og betur út með hverjum deginum. En við þurfum að fá betra tempó í sóknarleikinn og aðeins betri lausnir og líka betri árásir. Ég var sérsaklega ánægður með það því að ef þú ert að leggja hart að þér að það skili sér inn á gólfið, þá er það náttúrulega alltaf gott.“ Bjarni ætlar að leggja áherslu áfram á varnarleikinn og skoða það sem betur mátti fara varnarlega. „Þetta verður áframhaldandi vinna, þetta er eitt gott stig. Það sem ég er ánægðastur með er frammistaðan og að strákarnir fóru svolítið út úr skelinni eins og ég talaði um eftir síðasta leik. Þetta er þrotlaus vinna alla daga í öllu. Nú skoðum við að það er ýmislegt sem að við getum gert betur og við verðum betri í því.“
ÍR Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Afturelding 31-31| Jafntefli niðurstaðan í æsispennandi leik ÍR-ingar áttu erfitt verkefni að höndum er þeir tóku á móti Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar með forystu bróðurpart leiksins en misstu hana niður þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og 31-31 varð því niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. nóvember 2022 21:30 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Afturelding 31-31| Jafntefli niðurstaðan í æsispennandi leik ÍR-ingar áttu erfitt verkefni að höndum er þeir tóku á móti Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar með forystu bróðurpart leiksins en misstu hana niður þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og 31-31 varð því niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. nóvember 2022 21:30