Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 08:02 Jóhann Helgi lenti í kostulegum samskiptum við svindlara. „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. Jóhann er einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa orðið fyrir barðinu á Messenger svikum undanfarnar vikur en fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Nokkuð hefur borið því að undanförnu að óprúttnir aðilar komast yfir fésbókarsíður Íslendinga og sendi á þá skeyti um leiki og verðlaun í þeim tilgangi að hafa af þeim fé eða hakka sig inn á aðgang viðkomandi. Dæmi eru um tilfelli þar sem einstaklingar hafa tapað allt að milljón krónum. Lögreglan brýnir fyrir fólki að hafa varann á og gefa aldrei upp kortaupplýsingar á samfélagsmiðlum. Svikin ganga út á að tölvuþrjótar taka yfir Facebook Messenger aðgang einstaklinga og senda þaðan skilaboð til vina viðkomandi. Vinirnir eru þá beðnir um að gefa upp símanúmer og gögnin eru síðan notuð til að fá aðgang að netbanka og bankaappi. Vinirnir eru einnig beðnir um að senda ljósmyndir af greiðslukortum og vegabréfum og eru kortin þá notuð til að kaupa vörur hjá erlendum söluaðilum. Tölvuþrjótarnir láta líta út eins og um leik eða sms keppni sé að ræða og þörf sé á þessum upplýsingum til að greiða út vinninga. Vitanlega er þó enginn slíkur leikur í gangi. Grunlaus í fyrstu Jóhann greindi frá hrakningum sínum í Facebook færslu á dögunum. Honum bárust skilaboð sem virtust koma frá vini hans. Var hann beðinn um símanúmer og þvínæst að gefa upp kóða sem barst í númerið með sms skilaboðum. Vinurinn sem um ræðir er smiður sem Jóhann þekkti fyrir 30 árum.„Svo hitti ég hann fyrir tilviljun í bakaríi einhvern tímann fyrr í haust og þegar ég sá þessi skilaboð sem áttu að vera frá honum þá setti ég það í samhengi við þennan hitting, hélt að hann vildi þá kannski heyra í mér aftur,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Þannig að ég bara sendi honum númerið mitt og svo þessa talnarunu og var eiginlega ekkert að pæla í þessu, var bara eitthvað að vinna í tölvunni og var annarshugar,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann bætir við að skilaboðin hafi verið skrifuð á nánast lýtalausri íslensku og því fyrst um sinn gefið lítið tilefni til grunsemda.Það runnu síðan tvær grímur á Jóhann þegar „vinurinn“ sendi skilaboð til baka og tilkynnti honum um 810 þúsund króna vinning sem þeir tveir hefðu unnið í keppni. „Ég las í skyndi hvað ég hefði sent honum og komst þá að þeirri skelfilegu staðreynd að ég var að gefa honum Andlitsbókina mína með öllum 5000 vinum mínum ásamt sjálfunum,“ ritar Jóhann í færslunni.Það var Jóhanni til happs að frændi hans er tölvunarfræðingur og gat brugðist hratt við.„Ég var nú alveg hálfpartinn að fríka út þarna. En hann vissi sem betur fer hvaða leiðir voru til að bjarga síðunni minni og gat endurstillt lykilorðið. Þannig að ég var mjög heppinn“. Síðar kom á daginn að fleiri höfðu fengið sambærileg skilaboð sem litu út fyrir að koma frá umræddum vini. Líkt og sjá má á skjáskotunum sem fylgja færslu Jóhanns þá enduðu samskipti hans og tölvuþrjótsins á nokkuð spauglegan hátt og hinn óprúttni aðili sat eftir með sárt ennið. Jóhann endar færsluna á að hvetja fólk til að vera á verði. Algengt að brotaþolar séu yfir fimmtugt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni á dögunum: Við erum að sjá nokkrar atlögur nú um helgina þar sem óprúttnir aðilar komast yfir fésbókarsíður Íslendinga og senda á þá skeyti um leiki og verðlaun.Sérstaklega eldra fólk er grandlaust og heldur að vinur sé í sambandi og sendir símanúmer, myndir af greiðslukortum og staðfestir kóða. En það sem er að gerast er að glæpamenn eru að misnota samskiptin, þeir fara inn á heimabanka, hækka heimild á greiðslukort og fara og versla vörur í öðrum löndum. Þetta tekur um 15 mínútur og tapið í nokkrum nýlegum málum er um milljón. Fram kemur í tilkynningunni að margar leiðir eru til að „hakka“ sig inn á Facebook reikninga og því er þessi samskiptamáti afar ótraustur. Brotaþolar eru oftast yfir 50 ára og mikilvægt er að vara fólk í þessum aldurshópi við svikum af þessu tagi. Sífellt fleiri verða fyrir barðinu á netþjótumMYND/Getty Images Í tilkynningunni er jafnframt bent á nokkrar reglur sem gott er að hafa í huga í þessu sambandi: Verið tortryggin á skrýtin skilaboð frá vinum. Alls ekki taka myndir af kortum og setja það á samfélagsmiðla. Ekki staðfesta kóða í síma sem leiða frá svona spjalli. Ef þetta er skrítið, hættið þessum samskiptum og hringið í vin ykkar og kannið hvað er í gangi. Textamyndir (emoji) eru hættumerki, nema frá börnum. Ef þið fáið þau frá vinum sem eru ekki vön að nota þau, þá eru það líklega aðrir sem eru búnir að stela reikningi þeirra. Allur er varinn góður á netinu Íslandsbanki birti sömuleiðis tilkynningu fyrr á árinu þar sem varað er við tilraunum til svokallaðra vefveiða og fólk hvatt til að hafa varann á í netsamskiptum. „Netþrjótar finna sér sífellt nýjar leiðir til vefveiða, SMSveiða, símasvika og annarrar svikastarfsemi. Gott er að hafa sem reglu að allur sé varinn góður á netinu og ganga úr skugga um að samskipti séu raunverulega við þann aðila sem við teljum að um sé að ræða.“ Fólk er jafnframt hvatt til að taka sér andartak og hugsa málin þegar skilaboð berast. „Dæmi um svikamál sem borið hefur á að undanförnu eru samskipti á Messenger þar sem fólk villir á sér heimildir, þykist vera vinafólk og óskar eftir millifærslu og jafnvel stofnun reikninga. Þá eru dæmi þess að þrjótar óski eftir að fá að yfirtaka tölvu viðkomandi, að því er virðist til að aðstoða. Sömuleiðis hefur borið á Facebook leikjum sem krefjast ákveðins framlags svo afhenda megi vinninga. Hringt er í fólk og því boðið að kaupa bréf í erlendum kauphöllum, rafmyntum og fleira.“ Facebook Netglæpir Tengdar fréttir „Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16 Lögreglan varar við netveiðum Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar segir að margar tilraunir til svokallaðra netveiða hafi verið framkvæmdar hér á landi. 11. desember 2016 08:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Jóhann er einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa orðið fyrir barðinu á Messenger svikum undanfarnar vikur en fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Nokkuð hefur borið því að undanförnu að óprúttnir aðilar komast yfir fésbókarsíður Íslendinga og sendi á þá skeyti um leiki og verðlaun í þeim tilgangi að hafa af þeim fé eða hakka sig inn á aðgang viðkomandi. Dæmi eru um tilfelli þar sem einstaklingar hafa tapað allt að milljón krónum. Lögreglan brýnir fyrir fólki að hafa varann á og gefa aldrei upp kortaupplýsingar á samfélagsmiðlum. Svikin ganga út á að tölvuþrjótar taka yfir Facebook Messenger aðgang einstaklinga og senda þaðan skilaboð til vina viðkomandi. Vinirnir eru þá beðnir um að gefa upp símanúmer og gögnin eru síðan notuð til að fá aðgang að netbanka og bankaappi. Vinirnir eru einnig beðnir um að senda ljósmyndir af greiðslukortum og vegabréfum og eru kortin þá notuð til að kaupa vörur hjá erlendum söluaðilum. Tölvuþrjótarnir láta líta út eins og um leik eða sms keppni sé að ræða og þörf sé á þessum upplýsingum til að greiða út vinninga. Vitanlega er þó enginn slíkur leikur í gangi. Grunlaus í fyrstu Jóhann greindi frá hrakningum sínum í Facebook færslu á dögunum. Honum bárust skilaboð sem virtust koma frá vini hans. Var hann beðinn um símanúmer og þvínæst að gefa upp kóða sem barst í númerið með sms skilaboðum. Vinurinn sem um ræðir er smiður sem Jóhann þekkti fyrir 30 árum.„Svo hitti ég hann fyrir tilviljun í bakaríi einhvern tímann fyrr í haust og þegar ég sá þessi skilaboð sem áttu að vera frá honum þá setti ég það í samhengi við þennan hitting, hélt að hann vildi þá kannski heyra í mér aftur,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Þannig að ég bara sendi honum númerið mitt og svo þessa talnarunu og var eiginlega ekkert að pæla í þessu, var bara eitthvað að vinna í tölvunni og var annarshugar,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann bætir við að skilaboðin hafi verið skrifuð á nánast lýtalausri íslensku og því fyrst um sinn gefið lítið tilefni til grunsemda.Það runnu síðan tvær grímur á Jóhann þegar „vinurinn“ sendi skilaboð til baka og tilkynnti honum um 810 þúsund króna vinning sem þeir tveir hefðu unnið í keppni. „Ég las í skyndi hvað ég hefði sent honum og komst þá að þeirri skelfilegu staðreynd að ég var að gefa honum Andlitsbókina mína með öllum 5000 vinum mínum ásamt sjálfunum,“ ritar Jóhann í færslunni.Það var Jóhanni til happs að frændi hans er tölvunarfræðingur og gat brugðist hratt við.„Ég var nú alveg hálfpartinn að fríka út þarna. En hann vissi sem betur fer hvaða leiðir voru til að bjarga síðunni minni og gat endurstillt lykilorðið. Þannig að ég var mjög heppinn“. Síðar kom á daginn að fleiri höfðu fengið sambærileg skilaboð sem litu út fyrir að koma frá umræddum vini. Líkt og sjá má á skjáskotunum sem fylgja færslu Jóhanns þá enduðu samskipti hans og tölvuþrjótsins á nokkuð spauglegan hátt og hinn óprúttni aðili sat eftir með sárt ennið. Jóhann endar færsluna á að hvetja fólk til að vera á verði. Algengt að brotaþolar séu yfir fimmtugt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni á dögunum: Við erum að sjá nokkrar atlögur nú um helgina þar sem óprúttnir aðilar komast yfir fésbókarsíður Íslendinga og senda á þá skeyti um leiki og verðlaun.Sérstaklega eldra fólk er grandlaust og heldur að vinur sé í sambandi og sendir símanúmer, myndir af greiðslukortum og staðfestir kóða. En það sem er að gerast er að glæpamenn eru að misnota samskiptin, þeir fara inn á heimabanka, hækka heimild á greiðslukort og fara og versla vörur í öðrum löndum. Þetta tekur um 15 mínútur og tapið í nokkrum nýlegum málum er um milljón. Fram kemur í tilkynningunni að margar leiðir eru til að „hakka“ sig inn á Facebook reikninga og því er þessi samskiptamáti afar ótraustur. Brotaþolar eru oftast yfir 50 ára og mikilvægt er að vara fólk í þessum aldurshópi við svikum af þessu tagi. Sífellt fleiri verða fyrir barðinu á netþjótumMYND/Getty Images Í tilkynningunni er jafnframt bent á nokkrar reglur sem gott er að hafa í huga í þessu sambandi: Verið tortryggin á skrýtin skilaboð frá vinum. Alls ekki taka myndir af kortum og setja það á samfélagsmiðla. Ekki staðfesta kóða í síma sem leiða frá svona spjalli. Ef þetta er skrítið, hættið þessum samskiptum og hringið í vin ykkar og kannið hvað er í gangi. Textamyndir (emoji) eru hættumerki, nema frá börnum. Ef þið fáið þau frá vinum sem eru ekki vön að nota þau, þá eru það líklega aðrir sem eru búnir að stela reikningi þeirra. Allur er varinn góður á netinu Íslandsbanki birti sömuleiðis tilkynningu fyrr á árinu þar sem varað er við tilraunum til svokallaðra vefveiða og fólk hvatt til að hafa varann á í netsamskiptum. „Netþrjótar finna sér sífellt nýjar leiðir til vefveiða, SMSveiða, símasvika og annarrar svikastarfsemi. Gott er að hafa sem reglu að allur sé varinn góður á netinu og ganga úr skugga um að samskipti séu raunverulega við þann aðila sem við teljum að um sé að ræða.“ Fólk er jafnframt hvatt til að taka sér andartak og hugsa málin þegar skilaboð berast. „Dæmi um svikamál sem borið hefur á að undanförnu eru samskipti á Messenger þar sem fólk villir á sér heimildir, þykist vera vinafólk og óskar eftir millifærslu og jafnvel stofnun reikninga. Þá eru dæmi þess að þrjótar óski eftir að fá að yfirtaka tölvu viðkomandi, að því er virðist til að aðstoða. Sömuleiðis hefur borið á Facebook leikjum sem krefjast ákveðins framlags svo afhenda megi vinninga. Hringt er í fólk og því boðið að kaupa bréf í erlendum kauphöllum, rafmyntum og fleira.“
Facebook Netglæpir Tengdar fréttir „Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16 Lögreglan varar við netveiðum Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar segir að margar tilraunir til svokallaðra netveiða hafi verið framkvæmdar hér á landi. 11. desember 2016 08:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
„Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16
Lögreglan varar við netveiðum Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar segir að margar tilraunir til svokallaðra netveiða hafi verið framkvæmdar hér á landi. 11. desember 2016 08:11