FH hefur gengið illa í deildarleikjum sínum fyrir norðan undanfarin ár og hefur ekki enn tekist að vinna KA í KA-heimilinu eftir að liðið hóf að spila á ný í efstu deild undir eigin formerkjum tímabilið 2018-19 eftir að hafa komist upp í efstu deild í fyrstu tilraun árið áður.
FH sigraði Þór á þarsíðasta tímabili í Höllinni á Akureyri en ef horft á leiki FH gegn KA og Akureyri Handboltafélagi kemur í ljós að síðasti sigur liðsins norðan heiða gegn þessum liðum kom þann 30. mars 2015 gegn Akureyri Handboltafélagi en lokatölur urðu þá 19-27 fyrir FH.
Það er komið meira en sjö og hálft ár frá þessum sigri og verður því áhugavert að sjá hvernig leikar fara í dag.
Yfirlit frá útileikjum FH gegn norðanliðunum má sjá hér að neðan.
Tímabil: Úrslit
- 2021-22: 32-27 sigur KA
- 2020-21: 30-29 sigur KA | FH sigrar Þór 20-24
- 2019-20: 31-27 sigur KA
- 2018-19: 29-26 sigur KA | 27-26 sigur Akureyri Handboltafélags
- 2017-18: Ekkert lið að norðan í efstu deild
- 2016-17: 24-24 jafntefli við Akureyri Handboltafélag
- 2015-16: 25-20 sigur Akureyri Handboltafélags
- 2014-15: 19-27 sigur FH á Akureyri Handboltafélagi
Leikur KA og FH verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending hefst 15.50. Leikurinn verður einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi.