Málið undirstriki að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2022 20:31 Runólfur Þórhallsson er aðstoðardeildarstjóri greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Stöð 2/Arnar Koma hátt í þrjátíu meðlima vélhjólaklúbbsins Hells Angels til landsins undirstrikar að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Fimm verður vísað frá landinu í fyrramálið til viðbótar við þá tuttugu og tvo sem gert var að yfirgefa landið í morgun. Tuttugu og tveimur meðlimum samtakanna var vísað frá landi í morgun eftir mikinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem lögregla taldi þá ógn við þjóðaröryggi. Allir komu þeir til landsins með flugi frá Þýskalandi og Svíþjóð til þess að vera viðstaddir gleðskap með klúbbi samtakanna sem starfræktur er hér á landi. Lögregla var með fimm til viðbótar til skoðunar í dag. Þeir flugu hingað til lands í gegnum Kaupmannahöfn seint í gær en fjórir þeirra tilheyra samtökunum sem starfrækt eru í Þýskalandi. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki þeirra en sá fimmti sem var með þeim í för mun yfirgefa landið sjálfviljugur. Allir fara þeir af landinu á morgun. Starfsemin orðin alþjóðlegri Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir komu meðlimanna til landsins undirstrika að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Margir brotahópar séu starfandi hér á landi. „Þetta er orðið miklu alþjóðlegri starfsemi sem virðir engin landamæri þannig að þörfin fyrir samvinnu og upplýsingaskipti á milli löggæslustofnanna í Evrópu og á Norðurlöndunum er stór þáttur í þessu. Við sjáum að Norðurlöndin eru að berjast við skipulagða brotastarfsemi og þessa vélhjólaklúbba.“ Lögreglan glími við manneklu Fyrir ári síðan greindum við frá því að vélhjólasamtökin Bandidos, sem skilgreind eru sem glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum, væru að sækja í sig veðrið hér á landi. Runólfur segir að lögreglan gæti gert betur varðandi frumkvæðisrannsóknir þegar kemur að málaflokknum en embættin glími við manneklu. „Það þarf að forgangsraða verkefnum en við sjáum það núna á undanförnum mánuðum að það hafa verið í fjölmiðlum mjög stór mál sem tengjast þessum málaflokki þannig að ég tel að miðað við efni og aðstæður þá sé lögreglan að gera sitt allra besta í þessum málaflokki.“ Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Tuttugu og tveimur meðlimum samtakanna var vísað frá landi í morgun eftir mikinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem lögregla taldi þá ógn við þjóðaröryggi. Allir komu þeir til landsins með flugi frá Þýskalandi og Svíþjóð til þess að vera viðstaddir gleðskap með klúbbi samtakanna sem starfræktur er hér á landi. Lögregla var með fimm til viðbótar til skoðunar í dag. Þeir flugu hingað til lands í gegnum Kaupmannahöfn seint í gær en fjórir þeirra tilheyra samtökunum sem starfrækt eru í Þýskalandi. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki þeirra en sá fimmti sem var með þeim í för mun yfirgefa landið sjálfviljugur. Allir fara þeir af landinu á morgun. Starfsemin orðin alþjóðlegri Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir komu meðlimanna til landsins undirstrika að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Margir brotahópar séu starfandi hér á landi. „Þetta er orðið miklu alþjóðlegri starfsemi sem virðir engin landamæri þannig að þörfin fyrir samvinnu og upplýsingaskipti á milli löggæslustofnanna í Evrópu og á Norðurlöndunum er stór þáttur í þessu. Við sjáum að Norðurlöndin eru að berjast við skipulagða brotastarfsemi og þessa vélhjólaklúbba.“ Lögreglan glími við manneklu Fyrir ári síðan greindum við frá því að vélhjólasamtökin Bandidos, sem skilgreind eru sem glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum, væru að sækja í sig veðrið hér á landi. Runólfur segir að lögreglan gæti gert betur varðandi frumkvæðisrannsóknir þegar kemur að málaflokknum en embættin glími við manneklu. „Það þarf að forgangsraða verkefnum en við sjáum það núna á undanförnum mánuðum að það hafa verið í fjölmiðlum mjög stór mál sem tengjast þessum málaflokki þannig að ég tel að miðað við efni og aðstæður þá sé lögreglan að gera sitt allra besta í þessum málaflokki.“
Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira