Tölum um skólamáltíðir á réttum forsendum Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir og Birgir Jónsson skrifa 12. nóvember 2022 08:01 Á fundi fræðslunefndar þann 26. október sl. báru fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks upp tillögu að því að hefja á ný gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar. Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Fjarðalistans höfnuðu tillögunni og bókuðu við það tilefni að með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar sé öllum börnum á grunnskólaaldri í Fjarðabyggð tryggt aðgengi að heitri máltíð óháð efnahag og félagslegri stöðu. Það sé mikilvægur liður í þeirri stefnu að Fjarðabyggð sé barnvænt samfélag. Tillagan ein og sér er góðra gjalda verð og lýsir afstöðu og stefnu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sýnir hver þeirra helstu áherslumál eru. Í kosningabaráttunni fór það eftir stað og stund hvort einstaka fulltrúar ætluðu að leggja gjaldfrelsið af eða ekki. Tillagan gerir ráð fyrir því að um 50 milljónir fáist í tekjur á ári við að taka upp 300 króna gjald fyrir máltíðina. Þegar dæmið er reiknað kemur hins vegar í ljós að þessar 50 milljónir rýrna ansi hratt. Það eru 715 börn í grunnskólum Fjarðabyggðar og skóladagarnir þar sem matast er, eru að hámarki 180. Hámarkstekjur við gjaldtökuna yrðu því um 38 milljónir. Þegar gjaldtaka var, voru ekki öll börn í mat og því væri hægt að gera ráð fyrir að þessar 38 milljónir yrðu enn færri þegar til kastanna kæmi. Enda kom fram í umræðu hjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn þann 8. nóvember sl. að dæmið hefði ekki verið reiknað í þaula sem er í besta falli óheppilegt. En af hverju skipta gjaldfrjálsar skólamáltíðir máli? Skólarnir eru vinnustaðir nemenda og góð næring skiptir höfuðmáli varðandi heilsu barna til lengri og skemmri tíma, og hefur þar af leiðandi góð áhrif á nám og vellíðan nemenda. Með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar er öllum börnum tryggt aðgengi að góðri næringu og öll börn sitja við sama borð. Heitur matur í hádeginu, grænmeti og ávexti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferðar. Börnin bera það ekki utan á sér hverjar aðstæður þeirra eru og ýmsar ástæður geta verið fyrir því að þau höfðu ekki aðgengi að skólamáltíðum þegar gjaldtaka var viðhöfð. Í þeim tilvikum sem ástæðurnar eru fjárhagslegar getur verið vandkvæðum bundið að ná til fólks þannig að það sæki aðstoðina. Þá þurfa ekki að vera fjárhagslegar ástæður að baki því að börn fái ekki máltíðir heldur geta þær einnig verið félagslegar. Í umræðunni hefur verið bent á að málið snúist um forgangsröðun sem er alveg rétt. Meirihluti Framsóknar og Fjarðalistans forgangsraðar meðal annars í þágu fjölskyldufólks og barna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig bent á að flestir foreldrar hafi efni á því að kaupa mat í skólanum handa börnunum sínum. Flestir er hér lykilatriði og því augljóst að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins huga ekki að öllum foreldrum og börnum, heldur aðeins flestum. Barnvænt sveitarfélag byggir á fimm grunnþáttum og einn af þeim er jafnræði, að horft sé til réttinda allra barna. En til þess að vera barnvænt sveitarfélag þarf að skoða mismunun út frá efnahagslegri stöðu foreldra t.d. í samhengi við skólamáltíðir eða leikskólagjöld. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eiga sinn þátt í því að gjöld fyrir grunnskólaþjónustu eru þau lægstu á Íslandi samkvæmt úttekt ASÍ á dögunum. Einnig eru leikskólagjöld og gjöld fyrir tónskóla með þeim lægstu á landinu. Markmiðið með því er að Fjarðabyggð sé barnvænt sveitarfélag og börnin okkar geti notið ákveðinna gæða óháð aðstæðum. Aðgerðir eins og þessar koma sér hvað best fyrir ungt fólk sem flest er með börn á sínu framfæri og á kannski hvað erfiðast í því efnahagsumhverfi sem nú er hér á landi. Með ódýrri skólaþjónustu er því róðurinn léttari og þannig sköpum við eftirsóknarvert samfélag til að búa í. Við viljum að Fjarðabyggð sé vænlegur kostur til búsetu fyrir okkur öll, líka fyrir fjölskyldufólk og börn. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður félagsmálanefndar Fjarðabyggðar. Birgir Jónsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á fundi fræðslunefndar þann 26. október sl. báru fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks upp tillögu að því að hefja á ný gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar. Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Fjarðalistans höfnuðu tillögunni og bókuðu við það tilefni að með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar sé öllum börnum á grunnskólaaldri í Fjarðabyggð tryggt aðgengi að heitri máltíð óháð efnahag og félagslegri stöðu. Það sé mikilvægur liður í þeirri stefnu að Fjarðabyggð sé barnvænt samfélag. Tillagan ein og sér er góðra gjalda verð og lýsir afstöðu og stefnu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sýnir hver þeirra helstu áherslumál eru. Í kosningabaráttunni fór það eftir stað og stund hvort einstaka fulltrúar ætluðu að leggja gjaldfrelsið af eða ekki. Tillagan gerir ráð fyrir því að um 50 milljónir fáist í tekjur á ári við að taka upp 300 króna gjald fyrir máltíðina. Þegar dæmið er reiknað kemur hins vegar í ljós að þessar 50 milljónir rýrna ansi hratt. Það eru 715 börn í grunnskólum Fjarðabyggðar og skóladagarnir þar sem matast er, eru að hámarki 180. Hámarkstekjur við gjaldtökuna yrðu því um 38 milljónir. Þegar gjaldtaka var, voru ekki öll börn í mat og því væri hægt að gera ráð fyrir að þessar 38 milljónir yrðu enn færri þegar til kastanna kæmi. Enda kom fram í umræðu hjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn þann 8. nóvember sl. að dæmið hefði ekki verið reiknað í þaula sem er í besta falli óheppilegt. En af hverju skipta gjaldfrjálsar skólamáltíðir máli? Skólarnir eru vinnustaðir nemenda og góð næring skiptir höfuðmáli varðandi heilsu barna til lengri og skemmri tíma, og hefur þar af leiðandi góð áhrif á nám og vellíðan nemenda. Með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar er öllum börnum tryggt aðgengi að góðri næringu og öll börn sitja við sama borð. Heitur matur í hádeginu, grænmeti og ávexti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferðar. Börnin bera það ekki utan á sér hverjar aðstæður þeirra eru og ýmsar ástæður geta verið fyrir því að þau höfðu ekki aðgengi að skólamáltíðum þegar gjaldtaka var viðhöfð. Í þeim tilvikum sem ástæðurnar eru fjárhagslegar getur verið vandkvæðum bundið að ná til fólks þannig að það sæki aðstoðina. Þá þurfa ekki að vera fjárhagslegar ástæður að baki því að börn fái ekki máltíðir heldur geta þær einnig verið félagslegar. Í umræðunni hefur verið bent á að málið snúist um forgangsröðun sem er alveg rétt. Meirihluti Framsóknar og Fjarðalistans forgangsraðar meðal annars í þágu fjölskyldufólks og barna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig bent á að flestir foreldrar hafi efni á því að kaupa mat í skólanum handa börnunum sínum. Flestir er hér lykilatriði og því augljóst að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins huga ekki að öllum foreldrum og börnum, heldur aðeins flestum. Barnvænt sveitarfélag byggir á fimm grunnþáttum og einn af þeim er jafnræði, að horft sé til réttinda allra barna. En til þess að vera barnvænt sveitarfélag þarf að skoða mismunun út frá efnahagslegri stöðu foreldra t.d. í samhengi við skólamáltíðir eða leikskólagjöld. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eiga sinn þátt í því að gjöld fyrir grunnskólaþjónustu eru þau lægstu á Íslandi samkvæmt úttekt ASÍ á dögunum. Einnig eru leikskólagjöld og gjöld fyrir tónskóla með þeim lægstu á landinu. Markmiðið með því er að Fjarðabyggð sé barnvænt sveitarfélag og börnin okkar geti notið ákveðinna gæða óháð aðstæðum. Aðgerðir eins og þessar koma sér hvað best fyrir ungt fólk sem flest er með börn á sínu framfæri og á kannski hvað erfiðast í því efnahagsumhverfi sem nú er hér á landi. Með ódýrri skólaþjónustu er því róðurinn léttari og þannig sköpum við eftirsóknarvert samfélag til að búa í. Við viljum að Fjarðabyggð sé vænlegur kostur til búsetu fyrir okkur öll, líka fyrir fjölskyldufólk og börn. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður félagsmálanefndar Fjarðabyggðar. Birgir Jónsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun