Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2022 22:44 Þorstein Sigmundsson er bóndi í Elliðahvammi. Arnar Halldórsson Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var Þorsteinn Sigmundsson, bóndi í Elliðahvammi, heimsóttur. Það voru bara nokkrir sumarbústaðir við sunnanvert Elliðavatn þegar Þorsteinn og eiginkona hans, Guðrún Alísa Hansen, hófu þar búskap árið 1964. Þorsteinn segir að þá hafi allt snúist um sauðkindina. Elliðavatn árið 1963. Húsið Elliðahvammur til hægri. Það stendur enn.Arnar Halldórsson „Ég var með kindur hérna, átti nokkrar kindur. Ég nennti því nú ekki of lengi. Það var svo mikið vesen í kringum þetta að smala þessu hérna uppi á Hellisheiði,“ segir Þorsteinn. Þau ákváðu í staðinn að fara í eggja- og kjúklingaframleiðslu. Núna er byggðin í Kópavogi komin þétt upp að lögbýlinu Elliðahvammi. Þorsteinn segist samt ennþá teljast bóndi. „Já, ég er bóndi í borg. Í Kópavogi. Þetta er eiginlega eina starfandi býlið í Kópavogi. Vatnsendi líka,“ segir Þorsteinn. Bóndabærinn Elliðahvammur stendur við sunnanvert Elliðavatn. Gamla íbúðarhúsið til vinstri.Arnar Halldórsson Í Elliðahvammi eru seld egg beint frá býli en varphænurnar eru hátt í tíu þúsund talsins, að sögn Þorsteins, en einnig segist hann framleiða einhver hundruð tonn af kjúklingakjöti á ári. -Er hægt að vera bóndi í borg? „Já, já, já. Sko, meirihlutinn af öllum matvælum Íslendinga er framleiddur í Reykjavík. Menn gleyma því. Á Kjalarnesinu er stærsta eggjabúið og stærsta svínabúið. Og í Mosfellssveit. Kjúklingaræktin er þar meira og minna. Þetta er allt meira og minna í Reykjavík. Og svo garðyrkjustöðvarnar. Uppi á Lambhaga. Þetta er allt í Reykjavík. Þetta er ekki allt bara úti á landi. Ég held að það sé stór hluti af matvælum, landbúnaðarvörunum, framleiddur hérna á stór-höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þorsteinn Sigmundsson, bóndi við Elliðavatn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þátturinn Um land allt um Elliðavatn verður endursýndur á Stöð 2 á sunnudag klukkan 15:05. Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum: Síðari þátturinn um Elliðavatn og vatnasvið þess er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. 14. september 2022 21:42 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var Þorsteinn Sigmundsson, bóndi í Elliðahvammi, heimsóttur. Það voru bara nokkrir sumarbústaðir við sunnanvert Elliðavatn þegar Þorsteinn og eiginkona hans, Guðrún Alísa Hansen, hófu þar búskap árið 1964. Þorsteinn segir að þá hafi allt snúist um sauðkindina. Elliðavatn árið 1963. Húsið Elliðahvammur til hægri. Það stendur enn.Arnar Halldórsson „Ég var með kindur hérna, átti nokkrar kindur. Ég nennti því nú ekki of lengi. Það var svo mikið vesen í kringum þetta að smala þessu hérna uppi á Hellisheiði,“ segir Þorsteinn. Þau ákváðu í staðinn að fara í eggja- og kjúklingaframleiðslu. Núna er byggðin í Kópavogi komin þétt upp að lögbýlinu Elliðahvammi. Þorsteinn segist samt ennþá teljast bóndi. „Já, ég er bóndi í borg. Í Kópavogi. Þetta er eiginlega eina starfandi býlið í Kópavogi. Vatnsendi líka,“ segir Þorsteinn. Bóndabærinn Elliðahvammur stendur við sunnanvert Elliðavatn. Gamla íbúðarhúsið til vinstri.Arnar Halldórsson Í Elliðahvammi eru seld egg beint frá býli en varphænurnar eru hátt í tíu þúsund talsins, að sögn Þorsteins, en einnig segist hann framleiða einhver hundruð tonn af kjúklingakjöti á ári. -Er hægt að vera bóndi í borg? „Já, já, já. Sko, meirihlutinn af öllum matvælum Íslendinga er framleiddur í Reykjavík. Menn gleyma því. Á Kjalarnesinu er stærsta eggjabúið og stærsta svínabúið. Og í Mosfellssveit. Kjúklingaræktin er þar meira og minna. Þetta er allt meira og minna í Reykjavík. Og svo garðyrkjustöðvarnar. Uppi á Lambhaga. Þetta er allt í Reykjavík. Þetta er ekki allt bara úti á landi. Ég held að það sé stór hluti af matvælum, landbúnaðarvörunum, framleiddur hérna á stór-höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þorsteinn Sigmundsson, bóndi við Elliðavatn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þátturinn Um land allt um Elliðavatn verður endursýndur á Stöð 2 á sunnudag klukkan 15:05. Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum: Síðari þátturinn um Elliðavatn og vatnasvið þess er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. 14. september 2022 21:42 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53
Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21
Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. 14. september 2022 21:42