Leikur Rúmeníu og Spánverja var gríðarlega spennandi frá upphafi til enda og virtist sem jafntefli yrði niðurstaðan þegar Bianca Bazalui skoraði sigurmarkið fyrir Rúmeníu með þrumuskoti lengst utan af velli, lokatölur 28-27.
!! Bianca Bazaliu gives Romania the win on the buzzer!! What a moment! #ehfeuro2022 | #playwithheart pic.twitter.com/xOlDjibeeg
— EHF EURO (@EHFEURO) November 11, 2022
Crina Pintea var markahæst í liði Rúmeníu með sjö mörk á meðan Jennifer Gutiérrez Bermejo og Lara Gonzalez Ortega skoruðu fjögur mörk í liði Spánar.
Fyrr í dag vann Þýskaland sannfærandi átta marka sigur á Hollandi, lokatölur 36-28. Antje Angela Malestein var markahæst í liði Hollands með átta mörk á meðan Alina Grijseels var markahæst hjá Þýskalandi, einnig með átta mörk.
Var það fyrsti sigur Þýskalands í milliriðlinum staðan í riðlinum er þannig að Frakkland og Svartfjallaland eru með fjögur stig eftir tvo leiki á meðan Þýskaland, Spánn, Holland og Rúmenía eru með tvö stig að loknum þremur leikjum.