Vatnsþétting olli brotlendingu á Keflavíkurflugvelli Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2022 11:29 Vélin er af gerðinni Thrush S2R-H80. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi flugvélar C-GWRJ olli því að hún brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli. Vatn fannst í eldsneytissíu vélarinnar þegar hún var skoðuð eftir brotlendingu. Þetta eru niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Vélin C-GWRJ brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli þann 1. júní árið 2021. Flugmaður vélarinnar var einn í vélinni og slasaðist hann ekki. Vélin var á leið til Kanada og hafði komið hingað til lands frá Skotlandi fimm dögum áður. Flugmaður vélarinnar var, ásamt einum öðrum flugmanni, á leið til Kanada frá Kenía og stoppuðu þeir nokkrum sinnum á leið sinni. Áður en vélin lagði af stað fyllti flugmaðurinn á eldsneyti vélarinnar sem er af gerðinni Thrush S2R-H80. Flugið til Kanada átti að taka tíu og hálfa klukkustund og var vélin tilbúin í að fljúga í allt að tólf og hálfa klukkustund. Missti vélarafl stuttu eftir flugtak Flugmaðurinn tók sýnishorn úr eldsneyti vélarinnar og þá voru nokkrir dropar fljótandi á sýnishorninu. Honum datt í hug að droparnir væru vatn en hann vissi að vatn myndi ekki fljóta á eldsneytinu. Þá datt honum í hug að mögulega væri allt í sýnishorninu vatn þar sem það hafði mikið rignt þegar þeir flugu frá Skotlandi til Íslands. Flugmaðurinn potaði í dropana og þeir hurfu nánast allir. Þá þefaði hann af fingri sínum og lyktaði hann eins og þotueldsneyti. Hann gerði þá ráð fyrir að þetta væri allt eldsneyti og hellti innihaldinu aftur í eldsneytistankinn. Flugmennirnir lögðu því af stað. Vélarnar fóru báðar á sama tíma í loftið. Stuttu eftir að vélarnar voru komnar í rúmlega 150 metra hæð missti flugmaður vélar C-GWRJ vélarafl. Hann tók eftir því að grár reykur kom úr vélinni. Neyddist til að brotlenda vélinni Hann kveikti á neyðareldsneytisdælunni en samt sem áður fór flughæð vélarinnar lækkandi. Hann vissi að hann myndi ekki ná að nauðlenda á flugbrautinni þannig hann einbeitti sér að því að finna stað til að brotlenda á. Flugbrautin á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn brotlenti vélinni þar sem rauði kassinn í vinstra neðra horninu er. Honum var bent á svæði í umsjá Keflavíkurflugvallar rétt við flugbrautina og brotlenti hann þar. Svæðið er þakið steinum og rann vélin 280 metra áfram á jörðinni áður en hún stöðvaði loksins. Við rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom í ljós að bæði eldsneytisdæla og neyðareldsneytisdæla vélarinnar voru í lagi. Enginn leki fannst í eldsneytiskerfi vélarinnar. Þó fannst vatn í boltum og róm vélarinnar, í eldsneytissíunni og í sýnishorni sem var tekið var af eldsneyti vélarinnar. Hér má sjá vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi vélarinnar. Líklegt þykir að vatnsgufa hafi myndast í eldsneytiskerfi vélarinnar þegar hún var í Kenía. Vatnsgufa er ekki hættuleg fyrir starfsemi vélarinnar en þegar vélin var komin í kaldara loftslag á Íslandi er mögulegt að vatnið hafi þést. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að vatnið hafi valdið vélarbiluninni. Engar öryggisráðleggingar til að koma í veg fyrir að svona gerist koma fram í skýrslunni en flugmenn eru minntir á mikilvægi þess að vera sýna árvekni þegar sýnishorn úr eldsneytinu eru skoðuð. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira
Þetta eru niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Vélin C-GWRJ brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli þann 1. júní árið 2021. Flugmaður vélarinnar var einn í vélinni og slasaðist hann ekki. Vélin var á leið til Kanada og hafði komið hingað til lands frá Skotlandi fimm dögum áður. Flugmaður vélarinnar var, ásamt einum öðrum flugmanni, á leið til Kanada frá Kenía og stoppuðu þeir nokkrum sinnum á leið sinni. Áður en vélin lagði af stað fyllti flugmaðurinn á eldsneyti vélarinnar sem er af gerðinni Thrush S2R-H80. Flugið til Kanada átti að taka tíu og hálfa klukkustund og var vélin tilbúin í að fljúga í allt að tólf og hálfa klukkustund. Missti vélarafl stuttu eftir flugtak Flugmaðurinn tók sýnishorn úr eldsneyti vélarinnar og þá voru nokkrir dropar fljótandi á sýnishorninu. Honum datt í hug að droparnir væru vatn en hann vissi að vatn myndi ekki fljóta á eldsneytinu. Þá datt honum í hug að mögulega væri allt í sýnishorninu vatn þar sem það hafði mikið rignt þegar þeir flugu frá Skotlandi til Íslands. Flugmaðurinn potaði í dropana og þeir hurfu nánast allir. Þá þefaði hann af fingri sínum og lyktaði hann eins og þotueldsneyti. Hann gerði þá ráð fyrir að þetta væri allt eldsneyti og hellti innihaldinu aftur í eldsneytistankinn. Flugmennirnir lögðu því af stað. Vélarnar fóru báðar á sama tíma í loftið. Stuttu eftir að vélarnar voru komnar í rúmlega 150 metra hæð missti flugmaður vélar C-GWRJ vélarafl. Hann tók eftir því að grár reykur kom úr vélinni. Neyddist til að brotlenda vélinni Hann kveikti á neyðareldsneytisdælunni en samt sem áður fór flughæð vélarinnar lækkandi. Hann vissi að hann myndi ekki ná að nauðlenda á flugbrautinni þannig hann einbeitti sér að því að finna stað til að brotlenda á. Flugbrautin á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn brotlenti vélinni þar sem rauði kassinn í vinstra neðra horninu er. Honum var bent á svæði í umsjá Keflavíkurflugvallar rétt við flugbrautina og brotlenti hann þar. Svæðið er þakið steinum og rann vélin 280 metra áfram á jörðinni áður en hún stöðvaði loksins. Við rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom í ljós að bæði eldsneytisdæla og neyðareldsneytisdæla vélarinnar voru í lagi. Enginn leki fannst í eldsneytiskerfi vélarinnar. Þó fannst vatn í boltum og róm vélarinnar, í eldsneytissíunni og í sýnishorni sem var tekið var af eldsneyti vélarinnar. Hér má sjá vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi vélarinnar. Líklegt þykir að vatnsgufa hafi myndast í eldsneytiskerfi vélarinnar þegar hún var í Kenía. Vatnsgufa er ekki hættuleg fyrir starfsemi vélarinnar en þegar vélin var komin í kaldara loftslag á Íslandi er mögulegt að vatnið hafi þést. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að vatnið hafi valdið vélarbiluninni. Engar öryggisráðleggingar til að koma í veg fyrir að svona gerist koma fram í skýrslunni en flugmenn eru minntir á mikilvægi þess að vera sýna árvekni þegar sýnishorn úr eldsneytinu eru skoðuð.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira