Sannfæringin eða lífið? Stefanía Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2022 12:02 Það er alltaf best að standa með sannfæringu sinni þótt það sé erfiðara en að sigla með straumnum. Ef þú gerir það áttu bæði betra með að sofa á nóttunni og horfa í spegilinn. Þessu trúi ég og get leyft mér að trúa vegna þess hvar ég bý – í landi þar sem blessunarlega ríkir skoðanafrelsi. Ég bý í landi þar sem ár eftir ár mælist mesta jafnrétti í heimi, þrátt fyrir að hér sé jafnrétti ekki náð. Annars staðar í heiminum er fólk ekki svo heppið, konur eru ekki jafn heppnar. Annars staðar í heiminum er fólk skotið til bana fyrir það eitt að standa fyrir sannfæringu sinni. Hugsun sem er okkur svo fjarri. Í Íran á sér stað bylting, akkúrat núna. Bylting sem hófst því Masha Amini, 22 ára kona, var drepinn af siðgæðislögreglunni fyrir að bera slæðu sína ekki rétt á höfði. Svo virtist sem það hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá þjóðinni. Og íranska þjóðin hefur fyrir vikið fyllt göturnar í mótmælum. Konur, börn og karlar sameinast í mótmælunum. Þau hætta lífi sínu daglega til að berjast fyrir grunnréttindum. Grundvallarmannréttindum eins og að mega klæða sig eins og þau vilja. Heimafólk segir að þótt aðrar mótmælaöldur hafi áður átt sér stað þá sé þessi öðruvísi. Þessi er ekki borin uppi af einni manneskju, af einum leiðtoga, heldur er þetta fjöldinn sem segir: „Við höfum fengið nóg!“ Fólkið segir að það hafi trú á að þetta sé byltingin sem muni fella stjórnina og hleypa grunnmannréttindum inn í landið. Íranska stjórnin er greinilega meðvituð um þetta og orðin hrædd því fyrr í vikunni barst dómstólum þar í landi bréf frá 227 þingmönnum af 290 með þeim skilaboðum að þeir skuli kenna mótmælendum lexíu með því að beita dauðrefsingum gegn þeim. Stjórnin er hrædd um framtíð sína þar sem mögulega gætu mannréttin og réttlætið sigrað – en það verður blóðugt. Stjórnin er logandi hrædd við að hafa ekki lengur ægivald yfir frelsi og lífi kvenna. Mótmælendurnir sem standa með sannfæringu sinni í Íran þurfa að taka þá ákvörðun vitandi að það geti kostað þá lífið. En þau berjast samt áfram. Kona. Líf. Frelsi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íran Jafnréttismál Stefanía Sigurðardóttir Mótmælaalda í Íran Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf best að standa með sannfæringu sinni þótt það sé erfiðara en að sigla með straumnum. Ef þú gerir það áttu bæði betra með að sofa á nóttunni og horfa í spegilinn. Þessu trúi ég og get leyft mér að trúa vegna þess hvar ég bý – í landi þar sem blessunarlega ríkir skoðanafrelsi. Ég bý í landi þar sem ár eftir ár mælist mesta jafnrétti í heimi, þrátt fyrir að hér sé jafnrétti ekki náð. Annars staðar í heiminum er fólk ekki svo heppið, konur eru ekki jafn heppnar. Annars staðar í heiminum er fólk skotið til bana fyrir það eitt að standa fyrir sannfæringu sinni. Hugsun sem er okkur svo fjarri. Í Íran á sér stað bylting, akkúrat núna. Bylting sem hófst því Masha Amini, 22 ára kona, var drepinn af siðgæðislögreglunni fyrir að bera slæðu sína ekki rétt á höfði. Svo virtist sem það hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá þjóðinni. Og íranska þjóðin hefur fyrir vikið fyllt göturnar í mótmælum. Konur, börn og karlar sameinast í mótmælunum. Þau hætta lífi sínu daglega til að berjast fyrir grunnréttindum. Grundvallarmannréttindum eins og að mega klæða sig eins og þau vilja. Heimafólk segir að þótt aðrar mótmælaöldur hafi áður átt sér stað þá sé þessi öðruvísi. Þessi er ekki borin uppi af einni manneskju, af einum leiðtoga, heldur er þetta fjöldinn sem segir: „Við höfum fengið nóg!“ Fólkið segir að það hafi trú á að þetta sé byltingin sem muni fella stjórnina og hleypa grunnmannréttindum inn í landið. Íranska stjórnin er greinilega meðvituð um þetta og orðin hrædd því fyrr í vikunni barst dómstólum þar í landi bréf frá 227 þingmönnum af 290 með þeim skilaboðum að þeir skuli kenna mótmælendum lexíu með því að beita dauðrefsingum gegn þeim. Stjórnin er hrædd um framtíð sína þar sem mögulega gætu mannréttin og réttlætið sigrað – en það verður blóðugt. Stjórnin er logandi hrædd við að hafa ekki lengur ægivald yfir frelsi og lífi kvenna. Mótmælendurnir sem standa með sannfæringu sinni í Íran þurfa að taka þá ákvörðun vitandi að það geti kostað þá lífið. En þau berjast samt áfram. Kona. Líf. Frelsi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun