Grettistak Ármann Jakobsson skrifar 9. nóvember 2022 08:30 Öld fílaminnisins er á enda runnin en upp risin öld hinna aðgengilegu gagnagrunna. Aldrei hefur verið léttara að skrifa góða íslensku með aðstoð netsins en þó virðist margir sem vinna við tungumálið stundum í vandræðum með það og þá skellur stundum á hvass bylur gagnrýnisradda, eins og t.d. þegar einn fjölmiðillinn dró orðið „grettistak“ úr pússi sínum og notaði ranglega. Slík mistök gætu við fyrstu sýn virst vera þekkingarleysi en líklega er nær að kenna þau við leti. Fæstir kunna stafsetningu eða beygingarmyndir svo vel að þeir þurfi aldrei að fletta neinu upp. Það hefur hins vegar aldrei verið léttara en núna að vinna bug á gleymskunni. Stofnun Árna Magnússonar rekur gagnagrunninn Málið (malid.is) sem er í raun safn gagnagrunna – og raunar mætti kalla þann góða vef sannkallað grettistak sem nú er búið að hefja á loft. Þar má finna Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, Íslenska stafsetningarorðabók, Íslenskt orðanet, Ritmálssafn Orðabókar Háskólans, Orðabók Blöndals og Íslenska orðsifjabók og fjölmörg fleiri orðasöfn. Óhætt er að mæla með þeim öllum því að engin ein bók geymir allt sem fólk sem tjáir sig á opinberum vettvangi þarf að kunna. Saman eru þær hins vegar býsna öflugt verkfæri allra skrifandi manna. Ef við höldum okkur við orðið grettistak má í Ritmálssafni finna 25 dæmi um orðið frá 17. öld til nútímans sem öll veita hugmynd um hvernig það er notað. En einnig má á Málinu finna skilgreiningu orðsins í Íslenskri nútímamálsorðabók og þegar farið er í Íslenskt orðanet má finna 64 orð sem tengjast því. Líka má finna grein í Málfarsbankanum um orðið sem kemur að gagni þegar ákveða skal hvort það eigi við í fyrirsögn fréttar. En auðvitað þarf enginn að halda sig við fróðleik frá Árnastofnun. Á tímaritavef Landsbókasafns er líka hægt að slá inn orðið „grettistak“ og verða margs vísari og auðvitað gerir leitarvélin í vafranum einnig sitt gagn. Það er svo víða hægt að finna fróðleik um þetta orð og fleiri að það er nánast óleyfileg andleg leti að skoða ekki málið (eða malid.is). Það verður alltaf svolítið tímafrekt að vanda sig en hefur þó aldrei verið léttara en nú. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda og formaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ármann Jakobsson Íslensk tunga Íslensk fræði Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Öld fílaminnisins er á enda runnin en upp risin öld hinna aðgengilegu gagnagrunna. Aldrei hefur verið léttara að skrifa góða íslensku með aðstoð netsins en þó virðist margir sem vinna við tungumálið stundum í vandræðum með það og þá skellur stundum á hvass bylur gagnrýnisradda, eins og t.d. þegar einn fjölmiðillinn dró orðið „grettistak“ úr pússi sínum og notaði ranglega. Slík mistök gætu við fyrstu sýn virst vera þekkingarleysi en líklega er nær að kenna þau við leti. Fæstir kunna stafsetningu eða beygingarmyndir svo vel að þeir þurfi aldrei að fletta neinu upp. Það hefur hins vegar aldrei verið léttara en núna að vinna bug á gleymskunni. Stofnun Árna Magnússonar rekur gagnagrunninn Málið (malid.is) sem er í raun safn gagnagrunna – og raunar mætti kalla þann góða vef sannkallað grettistak sem nú er búið að hefja á loft. Þar má finna Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, Íslenska stafsetningarorðabók, Íslenskt orðanet, Ritmálssafn Orðabókar Háskólans, Orðabók Blöndals og Íslenska orðsifjabók og fjölmörg fleiri orðasöfn. Óhætt er að mæla með þeim öllum því að engin ein bók geymir allt sem fólk sem tjáir sig á opinberum vettvangi þarf að kunna. Saman eru þær hins vegar býsna öflugt verkfæri allra skrifandi manna. Ef við höldum okkur við orðið grettistak má í Ritmálssafni finna 25 dæmi um orðið frá 17. öld til nútímans sem öll veita hugmynd um hvernig það er notað. En einnig má á Málinu finna skilgreiningu orðsins í Íslenskri nútímamálsorðabók og þegar farið er í Íslenskt orðanet má finna 64 orð sem tengjast því. Líka má finna grein í Málfarsbankanum um orðið sem kemur að gagni þegar ákveða skal hvort það eigi við í fyrirsögn fréttar. En auðvitað þarf enginn að halda sig við fróðleik frá Árnastofnun. Á tímaritavef Landsbókasafns er líka hægt að slá inn orðið „grettistak“ og verða margs vísari og auðvitað gerir leitarvélin í vafranum einnig sitt gagn. Það er svo víða hægt að finna fróðleik um þetta orð og fleiri að það er nánast óleyfileg andleg leti að skoða ekki málið (eða malid.is). Það verður alltaf svolítið tímafrekt að vanda sig en hefur þó aldrei verið léttara en nú. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda og formaður Íslenskrar málnefndar.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun