Grettistak Ármann Jakobsson skrifar 9. nóvember 2022 08:30 Öld fílaminnisins er á enda runnin en upp risin öld hinna aðgengilegu gagnagrunna. Aldrei hefur verið léttara að skrifa góða íslensku með aðstoð netsins en þó virðist margir sem vinna við tungumálið stundum í vandræðum með það og þá skellur stundum á hvass bylur gagnrýnisradda, eins og t.d. þegar einn fjölmiðillinn dró orðið „grettistak“ úr pússi sínum og notaði ranglega. Slík mistök gætu við fyrstu sýn virst vera þekkingarleysi en líklega er nær að kenna þau við leti. Fæstir kunna stafsetningu eða beygingarmyndir svo vel að þeir þurfi aldrei að fletta neinu upp. Það hefur hins vegar aldrei verið léttara en núna að vinna bug á gleymskunni. Stofnun Árna Magnússonar rekur gagnagrunninn Málið (malid.is) sem er í raun safn gagnagrunna – og raunar mætti kalla þann góða vef sannkallað grettistak sem nú er búið að hefja á loft. Þar má finna Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, Íslenska stafsetningarorðabók, Íslenskt orðanet, Ritmálssafn Orðabókar Háskólans, Orðabók Blöndals og Íslenska orðsifjabók og fjölmörg fleiri orðasöfn. Óhætt er að mæla með þeim öllum því að engin ein bók geymir allt sem fólk sem tjáir sig á opinberum vettvangi þarf að kunna. Saman eru þær hins vegar býsna öflugt verkfæri allra skrifandi manna. Ef við höldum okkur við orðið grettistak má í Ritmálssafni finna 25 dæmi um orðið frá 17. öld til nútímans sem öll veita hugmynd um hvernig það er notað. En einnig má á Málinu finna skilgreiningu orðsins í Íslenskri nútímamálsorðabók og þegar farið er í Íslenskt orðanet má finna 64 orð sem tengjast því. Líka má finna grein í Málfarsbankanum um orðið sem kemur að gagni þegar ákveða skal hvort það eigi við í fyrirsögn fréttar. En auðvitað þarf enginn að halda sig við fróðleik frá Árnastofnun. Á tímaritavef Landsbókasafns er líka hægt að slá inn orðið „grettistak“ og verða margs vísari og auðvitað gerir leitarvélin í vafranum einnig sitt gagn. Það er svo víða hægt að finna fróðleik um þetta orð og fleiri að það er nánast óleyfileg andleg leti að skoða ekki málið (eða malid.is). Það verður alltaf svolítið tímafrekt að vanda sig en hefur þó aldrei verið léttara en nú. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda og formaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ármann Jakobsson Íslensk tunga Íslensk fræði Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Öld fílaminnisins er á enda runnin en upp risin öld hinna aðgengilegu gagnagrunna. Aldrei hefur verið léttara að skrifa góða íslensku með aðstoð netsins en þó virðist margir sem vinna við tungumálið stundum í vandræðum með það og þá skellur stundum á hvass bylur gagnrýnisradda, eins og t.d. þegar einn fjölmiðillinn dró orðið „grettistak“ úr pússi sínum og notaði ranglega. Slík mistök gætu við fyrstu sýn virst vera þekkingarleysi en líklega er nær að kenna þau við leti. Fæstir kunna stafsetningu eða beygingarmyndir svo vel að þeir þurfi aldrei að fletta neinu upp. Það hefur hins vegar aldrei verið léttara en núna að vinna bug á gleymskunni. Stofnun Árna Magnússonar rekur gagnagrunninn Málið (malid.is) sem er í raun safn gagnagrunna – og raunar mætti kalla þann góða vef sannkallað grettistak sem nú er búið að hefja á loft. Þar má finna Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, Íslenska stafsetningarorðabók, Íslenskt orðanet, Ritmálssafn Orðabókar Háskólans, Orðabók Blöndals og Íslenska orðsifjabók og fjölmörg fleiri orðasöfn. Óhætt er að mæla með þeim öllum því að engin ein bók geymir allt sem fólk sem tjáir sig á opinberum vettvangi þarf að kunna. Saman eru þær hins vegar býsna öflugt verkfæri allra skrifandi manna. Ef við höldum okkur við orðið grettistak má í Ritmálssafni finna 25 dæmi um orðið frá 17. öld til nútímans sem öll veita hugmynd um hvernig það er notað. En einnig má á Málinu finna skilgreiningu orðsins í Íslenskri nútímamálsorðabók og þegar farið er í Íslenskt orðanet má finna 64 orð sem tengjast því. Líka má finna grein í Málfarsbankanum um orðið sem kemur að gagni þegar ákveða skal hvort það eigi við í fyrirsögn fréttar. En auðvitað þarf enginn að halda sig við fróðleik frá Árnastofnun. Á tímaritavef Landsbókasafns er líka hægt að slá inn orðið „grettistak“ og verða margs vísari og auðvitað gerir leitarvélin í vafranum einnig sitt gagn. Það er svo víða hægt að finna fróðleik um þetta orð og fleiri að það er nánast óleyfileg andleg leti að skoða ekki málið (eða malid.is). Það verður alltaf svolítið tímafrekt að vanda sig en hefur þó aldrei verið léttara en nú. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda og formaður Íslenskrar málnefndar.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun