„Það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 21:38 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar var sáttur með sigurinn í kvöld Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var sérstaklega sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld. Stjarnan var ellefu mörkum yfir í hálfleik 21-10 en misstu forskotið niður í seinni hálfleik. Leikurinn endaði með fimm marka sigri Stjörnunnar 33-28. „Fyrri hálfleikurinn var frábær, við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik. Rosalega einbeiting og kraftur. Það var mikið um rétta og góða hluti hjá okkur, seinni hálfleikur var skelfilegur. Það var margt lélegt og ég er fúll með það en auðvitað er ég ánægður að vinna. Við höfðum svo sem engu að tapa, ellefu mörk undir í hálfleik. Mér finnst að það eigi að vera meiri gæði, hausinn fer frá mönnum og þetta er eitthvað sem á ekkert að gerast. Þú ert að spila flottan leik og þú átt að halda áfram en það var eins og menn slökuðu aðeins á og ég er óánægður með það.“ Patrekur telur að strákarnir hafi slakað aðeins of mikið á í seinni hálfleik í ljósi þess að vera með ellefu marka forystu. Hann segist vera óánægður með það og vill að strákarnir spili góðan leik í meira en þrjátíu mínútur. „Þú ferð inn í hálfleik með ellefu mörk og það er frábært, það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram. Það sem ÍR-ingarnir gerðu að þeir keyrðu á okkur og við vorum að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik, þetta er bara hugafar. Fyrir norðan vorum við góðir í 35 mínútur núna vorum við góðir í 30 mínútur. Ég veit alveg hvað býr í þessu liði hjá mér eins og við sýndum í fyrri hálfleik, fínan handbolta, mikil orka og vorum andlega sterkir. Ég veit líka eins og við sýndum hérna að síðustu tuttugu mínúturnar var ömurlegt.“ Arnór Freyr Stefánsson kom aðeins inn á í vítum í kvöld. Gunnar Steinn Jónsson og Brynjar Hólm Grétarsson spiluðu ekkert í kvöld. Aðspurður hvort þeir væru komnir á meiðslalistann sagðist Patrekur vera að búa til breidd og að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið. „Ég treysti mínum mönnum sem eru að æfa og annar fékk að spila meira núna. Ef þú ætlar að búa til breidd þá þurfa þeir að fara inn á völlinn. Gunnar Steinn var frábær fyrir norðan, átti einn sinn besta leik þar. Ég ákvað þetta bara.“ Næsti leikur er við Selfoss og vill Patrekur að strákarnir sýni góðan leik í meira en þrjátíu mínútur „Það er á móti Selfoss, það er nýr leikur og þeir eru hörkugóðir og við vitum það alveg. Við þurfum eins og ég segi, ég veit að við náum kannski ekki alltaf sextíu mínútum eins og við vorum í fyrri hálfleik. En það má ekki botninn detta svona algjörlega úr þessu og við þurfum áfram hægt og rólega að bæta okkur í því. Ég hljóma kannski neikvæður en við sýndum flotta takta í fyrri hálfleik en í næsta leik þurfum við meiri gæði í lengri tíma, ekki bara þrjátíu mínútur.“ Stjarnan Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. 6. nóvember 2022 21:15 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var frábær, við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik. Rosalega einbeiting og kraftur. Það var mikið um rétta og góða hluti hjá okkur, seinni hálfleikur var skelfilegur. Það var margt lélegt og ég er fúll með það en auðvitað er ég ánægður að vinna. Við höfðum svo sem engu að tapa, ellefu mörk undir í hálfleik. Mér finnst að það eigi að vera meiri gæði, hausinn fer frá mönnum og þetta er eitthvað sem á ekkert að gerast. Þú ert að spila flottan leik og þú átt að halda áfram en það var eins og menn slökuðu aðeins á og ég er óánægður með það.“ Patrekur telur að strákarnir hafi slakað aðeins of mikið á í seinni hálfleik í ljósi þess að vera með ellefu marka forystu. Hann segist vera óánægður með það og vill að strákarnir spili góðan leik í meira en þrjátíu mínútur. „Þú ferð inn í hálfleik með ellefu mörk og það er frábært, það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram. Það sem ÍR-ingarnir gerðu að þeir keyrðu á okkur og við vorum að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik, þetta er bara hugafar. Fyrir norðan vorum við góðir í 35 mínútur núna vorum við góðir í 30 mínútur. Ég veit alveg hvað býr í þessu liði hjá mér eins og við sýndum í fyrri hálfleik, fínan handbolta, mikil orka og vorum andlega sterkir. Ég veit líka eins og við sýndum hérna að síðustu tuttugu mínúturnar var ömurlegt.“ Arnór Freyr Stefánsson kom aðeins inn á í vítum í kvöld. Gunnar Steinn Jónsson og Brynjar Hólm Grétarsson spiluðu ekkert í kvöld. Aðspurður hvort þeir væru komnir á meiðslalistann sagðist Patrekur vera að búa til breidd og að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið. „Ég treysti mínum mönnum sem eru að æfa og annar fékk að spila meira núna. Ef þú ætlar að búa til breidd þá þurfa þeir að fara inn á völlinn. Gunnar Steinn var frábær fyrir norðan, átti einn sinn besta leik þar. Ég ákvað þetta bara.“ Næsti leikur er við Selfoss og vill Patrekur að strákarnir sýni góðan leik í meira en þrjátíu mínútur „Það er á móti Selfoss, það er nýr leikur og þeir eru hörkugóðir og við vitum það alveg. Við þurfum eins og ég segi, ég veit að við náum kannski ekki alltaf sextíu mínútum eins og við vorum í fyrri hálfleik. En það má ekki botninn detta svona algjörlega úr þessu og við þurfum áfram hægt og rólega að bæta okkur í því. Ég hljóma kannski neikvæður en við sýndum flotta takta í fyrri hálfleik en í næsta leik þurfum við meiri gæði í lengri tíma, ekki bara þrjátíu mínútur.“
Stjarnan Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. 6. nóvember 2022 21:15 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. 6. nóvember 2022 21:15