Engin laun í leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 22:13 Landsréttur sagði að eftir gildistöku laga um kynrænt sjálfræði teldist kynmisræmi ekki sjúkdómur í skilningi laga. Vísir/Vilhelm Landsréttur segir að kynmisræmi teljist ekki sjúkdómur í skilningi laga. Trans manneskja sem fór í brjóstnámsaðgerð eigi því ekki rétt á launum í leyfi í kjölfar aðgerðarinnar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í vikunni. Manneskjan vann sem hlutastarfsmaður í verslun í fimm ár, frá 2015-2020. Verslunareigandi ákvað að segja starfsmanninum upp árið 2020 með vísan til samdráttar og bágrar frammistöðu starfsmannsins. Óskað var eftir því að starfsmaðurinn ynni út uppsagnarfrest en tekið var fram að leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar hafi verið launalaust. Starfsmaðurinn fyrrverandi taldi sig eiga rétt á launum vegna leyfisins krafðist tæprar hálfrar milljónar í ógreidd laun. Það væri í samræmi við veikindarétt á grundvelli kjarasamnings og laga um rétt verkafólks. Héraðsdómur sammála starfsmanninum Vinnuveitandinn hélt því fram að starfsmaðurinn hafi ekki verið óvinnufær vegna sjúkdóms í skilningi laga. Brjóstnámsaðgerðin hafi ekki nauðsynleg og aðkallandi til að draga úr eða eyða afleiðingum sjúkdóms sem fyrirsjáanlegt væri að leitt gætu til óvinnufærni. Héraðsdómur féllst á kröfu starfsmannsins og sagði honum hafa tekist með læknisvottorði að sanna að hann hafi verið haldinn sjúkdóminum "transsexualism." Greininguna gaf geðlæknir á vegum Landspítala. Í vottorði frá lýtalækni sagði einnig að starfsmaðurinn hafi verið haldinn sjúkdómnum „kynáttunarvanda.“ Brýna nauðsyn bæri til þess að starfsmaðurinn undirgengist brjóstnámsaðgerðina sem fyrst. Sjúkdómsgreiningin byggði á Alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála, sem notað er við skráningu sjúkraupplýsinga í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Brjóstnámsaðgerð ekki leitt af sjúkdómi Landsréttur rakti forsögu laga um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019. Áður en lögin tóku gildi var skilyrði þess að manneskja, sem hygðist breyta kynskráningu í Þjóðskrá, hefði hlotið sjúkdómsgreiningu og meðferð hjá Landspítala. Með nýju lögunum væri hins vegar búið að fella skilyrðin á brott og kynmisræmi teldist ekki lengur sjúkdómur í skilningi laga. Af því leiddi að ekki væri hægt að líta svo á að brjóstnámsaðgerðin hafi leitt af sjúkdómi, og þar af leiðandi ætti manneskjan ekki rétt á launum vegna veikindaforfalla. Dómsmál Málefni trans fólks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Manneskjan vann sem hlutastarfsmaður í verslun í fimm ár, frá 2015-2020. Verslunareigandi ákvað að segja starfsmanninum upp árið 2020 með vísan til samdráttar og bágrar frammistöðu starfsmannsins. Óskað var eftir því að starfsmaðurinn ynni út uppsagnarfrest en tekið var fram að leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar hafi verið launalaust. Starfsmaðurinn fyrrverandi taldi sig eiga rétt á launum vegna leyfisins krafðist tæprar hálfrar milljónar í ógreidd laun. Það væri í samræmi við veikindarétt á grundvelli kjarasamnings og laga um rétt verkafólks. Héraðsdómur sammála starfsmanninum Vinnuveitandinn hélt því fram að starfsmaðurinn hafi ekki verið óvinnufær vegna sjúkdóms í skilningi laga. Brjóstnámsaðgerðin hafi ekki nauðsynleg og aðkallandi til að draga úr eða eyða afleiðingum sjúkdóms sem fyrirsjáanlegt væri að leitt gætu til óvinnufærni. Héraðsdómur féllst á kröfu starfsmannsins og sagði honum hafa tekist með læknisvottorði að sanna að hann hafi verið haldinn sjúkdóminum "transsexualism." Greininguna gaf geðlæknir á vegum Landspítala. Í vottorði frá lýtalækni sagði einnig að starfsmaðurinn hafi verið haldinn sjúkdómnum „kynáttunarvanda.“ Brýna nauðsyn bæri til þess að starfsmaðurinn undirgengist brjóstnámsaðgerðina sem fyrst. Sjúkdómsgreiningin byggði á Alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála, sem notað er við skráningu sjúkraupplýsinga í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Brjóstnámsaðgerð ekki leitt af sjúkdómi Landsréttur rakti forsögu laga um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019. Áður en lögin tóku gildi var skilyrði þess að manneskja, sem hygðist breyta kynskráningu í Þjóðskrá, hefði hlotið sjúkdómsgreiningu og meðferð hjá Landspítala. Með nýju lögunum væri hins vegar búið að fella skilyrðin á brott og kynmisræmi teldist ekki lengur sjúkdómur í skilningi laga. Af því leiddi að ekki væri hægt að líta svo á að brjóstnámsaðgerðin hafi leitt af sjúkdómi, og þar af leiðandi ætti manneskjan ekki rétt á launum vegna veikindaforfalla.
Dómsmál Málefni trans fólks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira