Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 21:31 Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í vikunni af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra. Aðsend Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. Stjórnarráðið birti tilkynningu fyrr í kvöld í tilefni af aðgerðum lögreglu við brottvísun hælisleitenda aðfaranótt 3. nóvember. „Útlendingi sem fær endanlega synjun á umsókn um vernd á stjórnsýslustigi ber lögum samkvæmt að yfirgefa landið enda er hann þá í ólögmætri dvöl […] Að jafnaði stendur útlendingum í þessari stöðu til boða að fara sjálfviljugir úr landi, án aðkomu lögreglu, eftir atvikum með aðstoð stjórnvalda svo sem með greiðslu fargjalda. Fari einstaklingur ekki sjálfviljugur er flutningur úr landi í fylgd lögreglu eina úrræði stjórnvalda til að framfylgja frávísun eða brottvísun.“ Stjórnarráðið rekur aðstæður í hælisleitenda í Grikklandi og segir að stjórnvöld og dómstólar hafi hafnað því að endursendingar til Grikklands brjóti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu og lög um útlendinga. Fjölskylda, sem var meðal þeirra sem vísað var úr landi í vikunni, átti von á því að skorið yrði mjög bráðlega úr því hvort þau fengju efnislega meðferð hér á landi. Stjórnarráðið áréttar að efnisleg úrlausn fresti ekki réttaráhrifum. „Þannig verður framkvæmd ákvörðunar um brottvísun eða frávísun ekki frestað með því að höfða mál fyrir dómi nema kærunefnd útlendingamála fallist á slíkt. Að sama skapi frestar það ekki framkvæmd ákvörðunar að leggja fram beiðni um endurupptöku máls.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26 Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Stjórnarráðið birti tilkynningu fyrr í kvöld í tilefni af aðgerðum lögreglu við brottvísun hælisleitenda aðfaranótt 3. nóvember. „Útlendingi sem fær endanlega synjun á umsókn um vernd á stjórnsýslustigi ber lögum samkvæmt að yfirgefa landið enda er hann þá í ólögmætri dvöl […] Að jafnaði stendur útlendingum í þessari stöðu til boða að fara sjálfviljugir úr landi, án aðkomu lögreglu, eftir atvikum með aðstoð stjórnvalda svo sem með greiðslu fargjalda. Fari einstaklingur ekki sjálfviljugur er flutningur úr landi í fylgd lögreglu eina úrræði stjórnvalda til að framfylgja frávísun eða brottvísun.“ Stjórnarráðið rekur aðstæður í hælisleitenda í Grikklandi og segir að stjórnvöld og dómstólar hafi hafnað því að endursendingar til Grikklands brjóti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu og lög um útlendinga. Fjölskylda, sem var meðal þeirra sem vísað var úr landi í vikunni, átti von á því að skorið yrði mjög bráðlega úr því hvort þau fengju efnislega meðferð hér á landi. Stjórnarráðið áréttar að efnisleg úrlausn fresti ekki réttaráhrifum. „Þannig verður framkvæmd ákvörðunar um brottvísun eða frávísun ekki frestað með því að höfða mál fyrir dómi nema kærunefnd útlendingamála fallist á slíkt. Að sama skapi frestar það ekki framkvæmd ákvörðunar að leggja fram beiðni um endurupptöku máls.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26 Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26
Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55
Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50