Kostulegt myndasafn úr Góða hirðinum: „Ég er náttúrulega bara áhrifavaldur“ Snorri Másson skrifar 4. nóvember 2022 09:29 Í Íslandi í dag kynnumst við Maríu Hjálmtýsdóttur, kennara sem fer í Góða hirðinn nær daglega til að kanna hvort hún finni eitthvað að viti. Um leið og hún gengur tekur hún oft myndir sem rata í gífurlega vinsælan hóp hennar: „Hver hendir svona?“ Hver hendir ónotaða gallabuxnafótaskriffærabakkanum sínum? Hver hendir uppstoppaða fuglstrjágreinalampanum sínum? Hver hendir „Guðmundur í Byrginu“-hattinum sínum? Í innslaginu hér að ofan má sjá undrin öll af hlutum til sölu í Góða hirðinum, sem eru meira að segja flokkaðir samviskusamlega inni á Facebook-hóp Maríu, „Hver hendir svona?“ Umfjöllun hefst á fimmtándu mínútu. Í Íslandi í dag kynntumst við Maríu Hjálmtýsdóttur, kennara sem fer í Góða hirðinn nær daglega til að kanna hvort hún finni eitthvað að viti. Um leið og hún gengur tekur hún oft myndir sem rata í gífurlega vinsælan hóp hennar: „Hver hendir svona?“Vísir María Hjálmtýsdóttir er stofnandi og aðalsprauta hópsins, hún safnar sjálf barnabókum, leikföngum og sparibaukum svo fátt eitt sé nefnt - og í þessu skyni mætir hún í Góða hirðinn eins oft og hún getur. „Ég hef vandræðalega mikla þekkingu á því hvað er hérna,“ segir María um leið og tekinn er hinn venjubundni hringur í Góða hirðinum. Hún segir að hópurinn sem rætt er um sé orðinn svo fjölmennur að hann sé að verða nokkuð sjálfbær, af því að félagar eru sjálfir farnir að birta myndir af furðulegustu hlutum þegar það rennir við í Góða hirðinum. María segir að í stað þess að hún sé endilega með þráhyggju fyrir því að safna hlutum, sé hún öllu fremur bara eins konar „söfnunardúlla.“ Þar fyrir utan réttlæti hún tíðar ferðir í Góða hirðinn með því að hún þurfi að gefa fylgjendum hópsins það sem þeir vilja. Eins og hún segir kímin: „Ég er náttúrulega bara áhrifavaldur.“ Verslun Neytendur Sorpa Tengdar fréttir Netverjar hneykslast yfir háu verðlagi í „Gróða hirðinum“ Mikil umræða hefur skapast um verðlag í Góða hirðinum á samfélagsmiðlum en verslunin hefur undanfarið hækkað verð á nokkrum vöruflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá Góða hirðinum hefur verðbólgan leikið þau grátt og var útlitið svart í sumar. Þau hafi farið eins hóflega í verðhækkanir og hægt var. 7. október 2022 21:08 Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi Það er greinilegt að þjóðin notaði tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum. Þá má greina á framboði húsgagna hjá Góða hirðinum að margar íbúðir hafi dottið úr skammtímaleigu og húsmunir verið hreinsaðir út úr þeim. 14. júní 2020 20:13 Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Sjá meira
Hver hendir ónotaða gallabuxnafótaskriffærabakkanum sínum? Hver hendir uppstoppaða fuglstrjágreinalampanum sínum? Hver hendir „Guðmundur í Byrginu“-hattinum sínum? Í innslaginu hér að ofan má sjá undrin öll af hlutum til sölu í Góða hirðinum, sem eru meira að segja flokkaðir samviskusamlega inni á Facebook-hóp Maríu, „Hver hendir svona?“ Umfjöllun hefst á fimmtándu mínútu. Í Íslandi í dag kynntumst við Maríu Hjálmtýsdóttur, kennara sem fer í Góða hirðinn nær daglega til að kanna hvort hún finni eitthvað að viti. Um leið og hún gengur tekur hún oft myndir sem rata í gífurlega vinsælan hóp hennar: „Hver hendir svona?“Vísir María Hjálmtýsdóttir er stofnandi og aðalsprauta hópsins, hún safnar sjálf barnabókum, leikföngum og sparibaukum svo fátt eitt sé nefnt - og í þessu skyni mætir hún í Góða hirðinn eins oft og hún getur. „Ég hef vandræðalega mikla þekkingu á því hvað er hérna,“ segir María um leið og tekinn er hinn venjubundni hringur í Góða hirðinum. Hún segir að hópurinn sem rætt er um sé orðinn svo fjölmennur að hann sé að verða nokkuð sjálfbær, af því að félagar eru sjálfir farnir að birta myndir af furðulegustu hlutum þegar það rennir við í Góða hirðinum. María segir að í stað þess að hún sé endilega með þráhyggju fyrir því að safna hlutum, sé hún öllu fremur bara eins konar „söfnunardúlla.“ Þar fyrir utan réttlæti hún tíðar ferðir í Góða hirðinn með því að hún þurfi að gefa fylgjendum hópsins það sem þeir vilja. Eins og hún segir kímin: „Ég er náttúrulega bara áhrifavaldur.“
Verslun Neytendur Sorpa Tengdar fréttir Netverjar hneykslast yfir háu verðlagi í „Gróða hirðinum“ Mikil umræða hefur skapast um verðlag í Góða hirðinum á samfélagsmiðlum en verslunin hefur undanfarið hækkað verð á nokkrum vöruflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá Góða hirðinum hefur verðbólgan leikið þau grátt og var útlitið svart í sumar. Þau hafi farið eins hóflega í verðhækkanir og hægt var. 7. október 2022 21:08 Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi Það er greinilegt að þjóðin notaði tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum. Þá má greina á framboði húsgagna hjá Góða hirðinum að margar íbúðir hafi dottið úr skammtímaleigu og húsmunir verið hreinsaðir út úr þeim. 14. júní 2020 20:13 Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Sjá meira
Netverjar hneykslast yfir háu verðlagi í „Gróða hirðinum“ Mikil umræða hefur skapast um verðlag í Góða hirðinum á samfélagsmiðlum en verslunin hefur undanfarið hækkað verð á nokkrum vöruflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá Góða hirðinum hefur verðbólgan leikið þau grátt og var útlitið svart í sumar. Þau hafi farið eins hóflega í verðhækkanir og hægt var. 7. október 2022 21:08
Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi Það er greinilegt að þjóðin notaði tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum. Þá má greina á framboði húsgagna hjá Góða hirðinum að margar íbúðir hafi dottið úr skammtímaleigu og húsmunir verið hreinsaðir út úr þeim. 14. júní 2020 20:13