Mætt aftur fílefld eftir „skrautleg þrjú ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 13:17 Ísleifur Þórhallsson hátíðarstjóri Iceland airwaves setur hátíðina á Grund í morgun. Vísir/Vilhelm Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett við hátíðlega athöfn á hjúkrunarheimilinu Grund í morgun, í fyrsta sinn síðan 2019. Hátíðarstjóri er fullur tilhlökkunar fyrir helginni en uppselt er á hátíðina, sem hefur ekki gerst í áratug. Hljómsveitin Sycamore Tree og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant fluttu ljúfa tóna fyrir fullum sal heimilismanna Grundar í Vesturbænnum í morgun. Yngsta kynslóðin lét sig heldur ekki vanta, í fremstu röð sátu leikskólabörn sem hlýddu átekta á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands þegar hann setti hátíðina. Opnunarathöfnina má horfa á í heild hér. Morguninn markar ákveðin tímamót en Iceland Airwaves, ein rótgrónasta tónlistarhátíð landsins, hefur ekki verið haldin síðan 2019 sökum kórónuveirufaraldursins. Og tónlistarunnendur eru greinilega spenntir - í morgun var tilkynnt að uppselt væri á hátíðina. Ísleifur Þórhallsson er hátíðarstjóri. „Það er alveg ótrúlega mikið fagnaðarefni. Þetta eru náttúrulega búin að vera skrautleg þrjú ár eins og allir vita en við héldum velli og erum með frábæra hátíð. Við vissum svosem ekkert hvað væri að fara að gerast því ástandið á þessum tónleikamarkaði er skrýtið og miðasala er mjög ófyrirsjáanleg og undarleg. Þannig að þetta eru ótrúlegar gleðifréttir að það sé uppselt á Iceland airwaves í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Ég held það séu tíu ár síðan það hefur gerst,“ segir Ísleifur. Alls er reiknað með um átta þúsund gestum á hátíðina um helgina en hún klárast á sunnudag. Um helmingur gesta er erlendis frá, að sögn Ísleifs. „Sumir vilja sjá útlendinga, sumir Íslendinga, sumir stóru böndin og sumir litlu böndin. En þarna er Arlo Parks, Metronomy, DJ-sett frá Röyksopp, Laufey er í Fríkirkjunni. Þannig að þetta er endalaus listi. Fólk þarf að kíkja á dagskrána og búa til sína eigin dagskrá, og örugglega flestir búnir að gera það,“ segir Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves. Airwaves Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36 Bein útsending: Opnunarhátíð Iceland Airwaves á Grund Iceland Airwaves fer formlega af stað í dag, þó að Önnu Jónu son hafi verið með opnunartónleika í gær. Formlegur opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar er í uppáhaldi hjá mörgum. 3. nóvember 2022 09:01 Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Hljómsveitin Sycamore Tree og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant fluttu ljúfa tóna fyrir fullum sal heimilismanna Grundar í Vesturbænnum í morgun. Yngsta kynslóðin lét sig heldur ekki vanta, í fremstu röð sátu leikskólabörn sem hlýddu átekta á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands þegar hann setti hátíðina. Opnunarathöfnina má horfa á í heild hér. Morguninn markar ákveðin tímamót en Iceland Airwaves, ein rótgrónasta tónlistarhátíð landsins, hefur ekki verið haldin síðan 2019 sökum kórónuveirufaraldursins. Og tónlistarunnendur eru greinilega spenntir - í morgun var tilkynnt að uppselt væri á hátíðina. Ísleifur Þórhallsson er hátíðarstjóri. „Það er alveg ótrúlega mikið fagnaðarefni. Þetta eru náttúrulega búin að vera skrautleg þrjú ár eins og allir vita en við héldum velli og erum með frábæra hátíð. Við vissum svosem ekkert hvað væri að fara að gerast því ástandið á þessum tónleikamarkaði er skrýtið og miðasala er mjög ófyrirsjáanleg og undarleg. Þannig að þetta eru ótrúlegar gleðifréttir að það sé uppselt á Iceland airwaves í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Ég held það séu tíu ár síðan það hefur gerst,“ segir Ísleifur. Alls er reiknað með um átta þúsund gestum á hátíðina um helgina en hún klárast á sunnudag. Um helmingur gesta er erlendis frá, að sögn Ísleifs. „Sumir vilja sjá útlendinga, sumir Íslendinga, sumir stóru böndin og sumir litlu böndin. En þarna er Arlo Parks, Metronomy, DJ-sett frá Röyksopp, Laufey er í Fríkirkjunni. Þannig að þetta er endalaus listi. Fólk þarf að kíkja á dagskrána og búa til sína eigin dagskrá, og örugglega flestir búnir að gera það,“ segir Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves.
Airwaves Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36 Bein útsending: Opnunarhátíð Iceland Airwaves á Grund Iceland Airwaves fer formlega af stað í dag, þó að Önnu Jónu son hafi verið með opnunartónleika í gær. Formlegur opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar er í uppáhaldi hjá mörgum. 3. nóvember 2022 09:01 Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36
Bein útsending: Opnunarhátíð Iceland Airwaves á Grund Iceland Airwaves fer formlega af stað í dag, þó að Önnu Jónu son hafi verið með opnunartónleika í gær. Formlegur opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar er í uppáhaldi hjá mörgum. 3. nóvember 2022 09:01
Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31