„Ég er ráðinn til að þjálfa lið og ætla ekki að vorkenna mér þrátt fyrir að lykilleikmenn séu farnir“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. nóvember 2022 20:10 Yngvi Gunnlaugsson var jákvæður eftir tap kvöldsins Vísir/Diego Breiðablik fékk skell gegn Val á heimavelli. Valur vann sannfærandi tuttugu og sjö stiga sigur 63-90. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, sá margt jákvætt í leik Breiðabliks. „Valur er með marga góða leikmenn þrátt fyrir að það vantaði Söru Boama þá varð Valur ekki fyrir sömu skakkaföllum og við síðustu vikur. Við erum aðeins að ná áttum á meðan Valur hélt sínu striki.“ „Við fengum á okkur fullt af stigum eftir tapaða bolta og sóknarfráköst. Það breytir engu máli í hvaða flokki það er þá gengur það ekki ef þú ætlar að vinna leik. Það er er margt jákvætt í þessum leik. Þær fengu allar að spila, þær stóðu sig allar vel og þetta fer í reynslubankann,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, eftir 27 stiga tap. Breiðablik tapaði 22 boltum og fékk á sig 16 sóknarfráköst sem Yngva fannst allt of mikið. „Við erum án okkar besta leikstjórnanda og vorum því að dreifa boltanum öðruvísi í kvöld. Ég gat alveg sætt mig við ellefu tapaða bolta í hvorum hálfleik miðað við allt og mér fannst við skjóta ágætlega og mér fannst frammistaðan ekki slæm í kvöld.“ Sabrina Haines og Ísabella Ósk Sigurðardóttir eru farnar úr Breiðabliki. Þrátt fyrir að þetta séu tveir lykilleikmenn ætlar Yngvi ekki að vorkenna sér. „Ég er ráðinn til að þjálfa liðið og reyna að gera það besta úr því sem ég hef. Við eigum eftir að fá Birgit til baka hún er leikmaður sem hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Ég er að þjálfa liðið sem er á gólfinu og reyni að gera mitt besta. Ég ætla að vera síðasti maður til að vorkenna mér þar sem ég elska svona áskoranir og mér fannst stelpurnar sýna kraft í kvöld,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Breiðablik Subway-deild kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
„Valur er með marga góða leikmenn þrátt fyrir að það vantaði Söru Boama þá varð Valur ekki fyrir sömu skakkaföllum og við síðustu vikur. Við erum aðeins að ná áttum á meðan Valur hélt sínu striki.“ „Við fengum á okkur fullt af stigum eftir tapaða bolta og sóknarfráköst. Það breytir engu máli í hvaða flokki það er þá gengur það ekki ef þú ætlar að vinna leik. Það er er margt jákvætt í þessum leik. Þær fengu allar að spila, þær stóðu sig allar vel og þetta fer í reynslubankann,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, eftir 27 stiga tap. Breiðablik tapaði 22 boltum og fékk á sig 16 sóknarfráköst sem Yngva fannst allt of mikið. „Við erum án okkar besta leikstjórnanda og vorum því að dreifa boltanum öðruvísi í kvöld. Ég gat alveg sætt mig við ellefu tapaða bolta í hvorum hálfleik miðað við allt og mér fannst við skjóta ágætlega og mér fannst frammistaðan ekki slæm í kvöld.“ Sabrina Haines og Ísabella Ósk Sigurðardóttir eru farnar úr Breiðabliki. Þrátt fyrir að þetta séu tveir lykilleikmenn ætlar Yngvi ekki að vorkenna sér. „Ég er ráðinn til að þjálfa liðið og reyna að gera það besta úr því sem ég hef. Við eigum eftir að fá Birgit til baka hún er leikmaður sem hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Ég er að þjálfa liðið sem er á gólfinu og reyni að gera mitt besta. Ég ætla að vera síðasti maður til að vorkenna mér þar sem ég elska svona áskoranir og mér fannst stelpurnar sýna kraft í kvöld,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Breiðablik Subway-deild kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira