„Ég er ráðinn til að þjálfa lið og ætla ekki að vorkenna mér þrátt fyrir að lykilleikmenn séu farnir“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. nóvember 2022 20:10 Yngvi Gunnlaugsson var jákvæður eftir tap kvöldsins Vísir/Diego Breiðablik fékk skell gegn Val á heimavelli. Valur vann sannfærandi tuttugu og sjö stiga sigur 63-90. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, sá margt jákvætt í leik Breiðabliks. „Valur er með marga góða leikmenn þrátt fyrir að það vantaði Söru Boama þá varð Valur ekki fyrir sömu skakkaföllum og við síðustu vikur. Við erum aðeins að ná áttum á meðan Valur hélt sínu striki.“ „Við fengum á okkur fullt af stigum eftir tapaða bolta og sóknarfráköst. Það breytir engu máli í hvaða flokki það er þá gengur það ekki ef þú ætlar að vinna leik. Það er er margt jákvætt í þessum leik. Þær fengu allar að spila, þær stóðu sig allar vel og þetta fer í reynslubankann,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, eftir 27 stiga tap. Breiðablik tapaði 22 boltum og fékk á sig 16 sóknarfráköst sem Yngva fannst allt of mikið. „Við erum án okkar besta leikstjórnanda og vorum því að dreifa boltanum öðruvísi í kvöld. Ég gat alveg sætt mig við ellefu tapaða bolta í hvorum hálfleik miðað við allt og mér fannst við skjóta ágætlega og mér fannst frammistaðan ekki slæm í kvöld.“ Sabrina Haines og Ísabella Ósk Sigurðardóttir eru farnar úr Breiðabliki. Þrátt fyrir að þetta séu tveir lykilleikmenn ætlar Yngvi ekki að vorkenna sér. „Ég er ráðinn til að þjálfa liðið og reyna að gera það besta úr því sem ég hef. Við eigum eftir að fá Birgit til baka hún er leikmaður sem hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Ég er að þjálfa liðið sem er á gólfinu og reyni að gera mitt besta. Ég ætla að vera síðasti maður til að vorkenna mér þar sem ég elska svona áskoranir og mér fannst stelpurnar sýna kraft í kvöld,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Breiðablik Subway-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
„Valur er með marga góða leikmenn þrátt fyrir að það vantaði Söru Boama þá varð Valur ekki fyrir sömu skakkaföllum og við síðustu vikur. Við erum aðeins að ná áttum á meðan Valur hélt sínu striki.“ „Við fengum á okkur fullt af stigum eftir tapaða bolta og sóknarfráköst. Það breytir engu máli í hvaða flokki það er þá gengur það ekki ef þú ætlar að vinna leik. Það er er margt jákvætt í þessum leik. Þær fengu allar að spila, þær stóðu sig allar vel og þetta fer í reynslubankann,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, eftir 27 stiga tap. Breiðablik tapaði 22 boltum og fékk á sig 16 sóknarfráköst sem Yngva fannst allt of mikið. „Við erum án okkar besta leikstjórnanda og vorum því að dreifa boltanum öðruvísi í kvöld. Ég gat alveg sætt mig við ellefu tapaða bolta í hvorum hálfleik miðað við allt og mér fannst við skjóta ágætlega og mér fannst frammistaðan ekki slæm í kvöld.“ Sabrina Haines og Ísabella Ósk Sigurðardóttir eru farnar úr Breiðabliki. Þrátt fyrir að þetta séu tveir lykilleikmenn ætlar Yngvi ekki að vorkenna sér. „Ég er ráðinn til að þjálfa liðið og reyna að gera það besta úr því sem ég hef. Við eigum eftir að fá Birgit til baka hún er leikmaður sem hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Ég er að þjálfa liðið sem er á gólfinu og reyni að gera mitt besta. Ég ætla að vera síðasti maður til að vorkenna mér þar sem ég elska svona áskoranir og mér fannst stelpurnar sýna kraft í kvöld,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Breiðablik Subway-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira