Hefur enn ekki viðurkennt ósigur beint út Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 1. nóvember 2022 23:23 Bolsonaro tjáði sig í fyrsta sinn í dag eftir kosningarnar. AP/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti Brasilíu, tjáði sig í dag í fyrsta skipti síðan hann tapaði fyrir Luiz Inacio „Lula“ da Silva í forsetakosningum þar í landi 30. október síðastliðinn. Bolsonaro virtist ekki mótmæla niðurstöðunni en hann hefur ekki enn beint viðurkennt ósigur. CNN vitnar í starfsmannastjóra Bolsonaro, Nogueira þar sem hann segir forsetann fráfarandi hafa veitt sér heimild til þess að hefja valdatilfærsluna til Lula þegar sá tími kemur. Í stuttu ávarpi sínu þakkaði Bolsonaro þeim sem kusu hann fyrir stuðninginn og sagðist alltaf hafa starfað innan heimilda stjórnarskrárnar þó sumir kölluðu hann ólýðræðislegan. Hvað varðar óánægjuna sem hefur ríkt meðal stuðningsfólks hans síðan sigur Lula var kynntur segir hann hana byggða á ósætti varðandi það hvernig kosningarnar fóru fram. Lula sigraði Bolsonaro með 50,9 prósent atkvæða en sá fyrrnefndi er sagður hafa hlotið flest atkvæði í sögu Brasilíu eða nánar til tekið meira en sextíu milljónir atkvæða. Mikið hefur verið rætt um meint áhrif Bolsonaro innan Brasilísku alríkisumferðarlögreglunar frá því á kjördag en þá var lögreglan sökuð um að bæla niður kjörsókn í hverfum þar sem Lula var talinn eiga fleira stuðningsfólk. Nú virðist trygglyndi lögreglunnar gagnvart Bolsonaro enn sýna sig en CNN greinir frá því að hún hafi sagt mótmælendum og stuðningsfólki Bolsonaro að hún myndi ekki trufla mótmælin. Stuðningsfólk Bolsonaro sé núna að koma í veg fyrir að umferð um hraðbrautir Brasilíu geti gengið sinn vana gang en mótmælt sé á 267 stöðum víðs vegar um hraðbrautir landsins. Yfirmaður umferðarlögreglunnar hafi varið aðgerðir starfsfólks síns og sagt þær flóknar þar sem „hópar 500 mótmælenda með börn á kjöltum sér ásamt öldruðum eru að taka þátt svo lögreglan hefur þurft að fara varlega.“ Brasilía Tengdar fréttir Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32 „Bolsonaro var hræðilegur á alla vegu“ Brasilíumaður búsettur á Íslandi segir stærsta verkefni nýkjörins forseta að draga úr fátækt, sem hafi aukist á valdatíð Jairs Bolsonaro. Valdatíð fráfarandi forseta hafi verið stórslys á öllum sviðum. 31. október 2022 23:02 Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32 Heyrist ekki bofs í Bolsonaro Enn hefur ekkert heyrst í fráfarandi forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem tapaði forsetakosningunum sem fram fóru á sunnudaginn var. 1. nóvember 2022 06:57 Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
CNN vitnar í starfsmannastjóra Bolsonaro, Nogueira þar sem hann segir forsetann fráfarandi hafa veitt sér heimild til þess að hefja valdatilfærsluna til Lula þegar sá tími kemur. Í stuttu ávarpi sínu þakkaði Bolsonaro þeim sem kusu hann fyrir stuðninginn og sagðist alltaf hafa starfað innan heimilda stjórnarskrárnar þó sumir kölluðu hann ólýðræðislegan. Hvað varðar óánægjuna sem hefur ríkt meðal stuðningsfólks hans síðan sigur Lula var kynntur segir hann hana byggða á ósætti varðandi það hvernig kosningarnar fóru fram. Lula sigraði Bolsonaro með 50,9 prósent atkvæða en sá fyrrnefndi er sagður hafa hlotið flest atkvæði í sögu Brasilíu eða nánar til tekið meira en sextíu milljónir atkvæða. Mikið hefur verið rætt um meint áhrif Bolsonaro innan Brasilísku alríkisumferðarlögreglunar frá því á kjördag en þá var lögreglan sökuð um að bæla niður kjörsókn í hverfum þar sem Lula var talinn eiga fleira stuðningsfólk. Nú virðist trygglyndi lögreglunnar gagnvart Bolsonaro enn sýna sig en CNN greinir frá því að hún hafi sagt mótmælendum og stuðningsfólki Bolsonaro að hún myndi ekki trufla mótmælin. Stuðningsfólk Bolsonaro sé núna að koma í veg fyrir að umferð um hraðbrautir Brasilíu geti gengið sinn vana gang en mótmælt sé á 267 stöðum víðs vegar um hraðbrautir landsins. Yfirmaður umferðarlögreglunnar hafi varið aðgerðir starfsfólks síns og sagt þær flóknar þar sem „hópar 500 mótmælenda með börn á kjöltum sér ásamt öldruðum eru að taka þátt svo lögreglan hefur þurft að fara varlega.“
Brasilía Tengdar fréttir Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32 „Bolsonaro var hræðilegur á alla vegu“ Brasilíumaður búsettur á Íslandi segir stærsta verkefni nýkjörins forseta að draga úr fátækt, sem hafi aukist á valdatíð Jairs Bolsonaro. Valdatíð fráfarandi forseta hafi verið stórslys á öllum sviðum. 31. október 2022 23:02 Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32 Heyrist ekki bofs í Bolsonaro Enn hefur ekkert heyrst í fráfarandi forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem tapaði forsetakosningunum sem fram fóru á sunnudaginn var. 1. nóvember 2022 06:57 Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32
„Bolsonaro var hræðilegur á alla vegu“ Brasilíumaður búsettur á Íslandi segir stærsta verkefni nýkjörins forseta að draga úr fátækt, sem hafi aukist á valdatíð Jairs Bolsonaro. Valdatíð fráfarandi forseta hafi verið stórslys á öllum sviðum. 31. október 2022 23:02
Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32
Heyrist ekki bofs í Bolsonaro Enn hefur ekkert heyrst í fráfarandi forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem tapaði forsetakosningunum sem fram fóru á sunnudaginn var. 1. nóvember 2022 06:57
Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43