Skoða hvað gerðist ef allir sæstrengirnir til Íslands rofnuðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2022 12:46 Guðmundur segir það hafa verið til skoðunar á vormánuðum til hvaða ráða sé hægt að grípa ef allir strengirnir detta út á sama tíma. Vísir/Sigurjón Áhættumat hefur verið unnið vegna mögulegs tjóns á sæstrengjunum sem liggja frá Íslandi. Að sögn Guðmundar Arnars Sigmundssonar, sviðsstjóra hjá Fjarskiptastofu og forstöðumanns netöryggissveitar CERT-IS, er fjarskiptasamband Íslands við umheimin ekki í hættu eins og er. Frá þessu greinir RÚV. Tveir sæstrengir eru í notkun eins og er en sá þriðji verður tekinn í notkun á næsta ári. Menn hafa verið uggandi vegna mögulegra skemmdarverka á sæstrengjunum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, ekki síst vegna aukinnar kafbátaumferðar og skemmda á gasleiðslum í Eystrasalti. Guðmundur segir kerfið hannað þannig að ef einn sæstrengur dettur út beinist netumferðin um hina. Einn strengur ráði raunar við netálagið á Íslandi en strengirnir séu fleiri öryggisins vegna. „Við erum með tvo virka nútímalega strengi, Farice og Danice. Annar fer frá Íslandi til Danmerkur og hinn fer frá Íslandi til Skotlands. Netumferð Íslands til útlanda fer fyrst og fremst í gegnum þessa strengi. Síðan er búið að leggja nýjan streng, Irice. Hann er ekki kominn í gagnið en við reiknum með að hann komist í gagnið snemma á vormánuðum á næsta ári og verður gífurleg búbót fyrir Ísland, bæði hvað flutningsgetu varðar og hvað okkar margumtalaða öryggi okkar varðar,“ segir Guðmundur. Hann segir vitað að skemmdarverk hafi verið unnin á sæstrengjum á síðustu misserum en um það bil 500 slíkir liggi heimsálfa á milli. Hér á landi sé eftirlit með sæstrengjunum á borði Landhelgisgæslunnar, sem fái ráðgjöf erlendis frá um það hvernig hægt er að vernda strengina. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV. Tveir sæstrengir eru í notkun eins og er en sá þriðji verður tekinn í notkun á næsta ári. Menn hafa verið uggandi vegna mögulegra skemmdarverka á sæstrengjunum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, ekki síst vegna aukinnar kafbátaumferðar og skemmda á gasleiðslum í Eystrasalti. Guðmundur segir kerfið hannað þannig að ef einn sæstrengur dettur út beinist netumferðin um hina. Einn strengur ráði raunar við netálagið á Íslandi en strengirnir séu fleiri öryggisins vegna. „Við erum með tvo virka nútímalega strengi, Farice og Danice. Annar fer frá Íslandi til Danmerkur og hinn fer frá Íslandi til Skotlands. Netumferð Íslands til útlanda fer fyrst og fremst í gegnum þessa strengi. Síðan er búið að leggja nýjan streng, Irice. Hann er ekki kominn í gagnið en við reiknum með að hann komist í gagnið snemma á vormánuðum á næsta ári og verður gífurleg búbót fyrir Ísland, bæði hvað flutningsgetu varðar og hvað okkar margumtalaða öryggi okkar varðar,“ segir Guðmundur. Hann segir vitað að skemmdarverk hafi verið unnin á sæstrengjum á síðustu misserum en um það bil 500 slíkir liggi heimsálfa á milli. Hér á landi sé eftirlit með sæstrengjunum á borði Landhelgisgæslunnar, sem fái ráðgjöf erlendis frá um það hvernig hægt er að vernda strengina.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira