„Leikurinn tók á taugarnar en ánægjulegt að hafa lokað þessu“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. október 2022 20:40 Stjarnan KR Subway deild karla vetur 2022 körfubolti KKÍ Helgi Már Magnússon Vísir/Bára Dröfn KR vann sinn fyrsta leik í Subway deildinni í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var í skýjunum eftir leik og var afar ánægður með sína menn sem höfðu tapað fyrstu þremur leikjunum. „Þessi leikur tók á taugarnar en ánægjulegt að ná að loka þessu þar sem mér fannst við vera með leikinn allan tímann en við stífnuðum undir lokin sem var mögulega afleiðing á því að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum,“ sagði Helgi Már Magnússon og hélt áfram að tala um hversu mikill léttir það væri að komast á blað í deildinni. „Það var ótrúlega góð orka í okkur í fyrsta leikhluta þar sem flæðið var frábært og skotin duttu. Síðan hægðist á okkur þar sem Þór Þorlákshöfn er með gott lið og ég hef engar áhyggjur af þeim. Vonandi náum við að byggja ofan á þennan sigur.“ KR var í bílstjórasætinu allan leikinn en heimamenn komu til baka og jöfnuðu leikinn rétt áður en fjórði leikhluti kláraðist sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. „Davíð Arnar gerði vel í að koma sér fyrir og ná að setja boltann ofan í eftir mikla baráttu. Undir lokin fannst mér við stífna á síðustu mínútunum. Við þurfum að finna betur út úr því hvað við viljum gera í brakinu. Ég man ekki hvenær ég vann leik hérna í Þorlákshöfn síðasta. Það hefur held ég verið í úrslitakeppninni í gamla daga þar sem ég hef ekki unnið hérna í mörg ár.“ Helgi var afar ánægður með hvernig KR spilaði í framlengingunni og hrósaði Degi Kár Jónssyni fyrir sína leiðtogahæfni. „Dagur var stórkostlegur það var risastórt að setja öll þessi víti niður með pressuna á sér. Hann klikkaði á stóru víti á móti Breiðabliki og það sýnir karakterinn sem hann hefur þar sem hann sækist í svona augnablik. Dagur vildi fá boltann undir lokin og hann var frábær í kvöld ásamt öðrum,“ sagði Helgi Már Magnússon að lokum. KR Subway-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira
„Þessi leikur tók á taugarnar en ánægjulegt að ná að loka þessu þar sem mér fannst við vera með leikinn allan tímann en við stífnuðum undir lokin sem var mögulega afleiðing á því að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum,“ sagði Helgi Már Magnússon og hélt áfram að tala um hversu mikill léttir það væri að komast á blað í deildinni. „Það var ótrúlega góð orka í okkur í fyrsta leikhluta þar sem flæðið var frábært og skotin duttu. Síðan hægðist á okkur þar sem Þór Þorlákshöfn er með gott lið og ég hef engar áhyggjur af þeim. Vonandi náum við að byggja ofan á þennan sigur.“ KR var í bílstjórasætinu allan leikinn en heimamenn komu til baka og jöfnuðu leikinn rétt áður en fjórði leikhluti kláraðist sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. „Davíð Arnar gerði vel í að koma sér fyrir og ná að setja boltann ofan í eftir mikla baráttu. Undir lokin fannst mér við stífna á síðustu mínútunum. Við þurfum að finna betur út úr því hvað við viljum gera í brakinu. Ég man ekki hvenær ég vann leik hérna í Þorlákshöfn síðasta. Það hefur held ég verið í úrslitakeppninni í gamla daga þar sem ég hef ekki unnið hérna í mörg ár.“ Helgi var afar ánægður með hvernig KR spilaði í framlengingunni og hrósaði Degi Kár Jónssyni fyrir sína leiðtogahæfni. „Dagur var stórkostlegur það var risastórt að setja öll þessi víti niður með pressuna á sér. Hann klikkaði á stóru víti á móti Breiðabliki og það sýnir karakterinn sem hann hefur þar sem hann sækist í svona augnablik. Dagur vildi fá boltann undir lokin og hann var frábær í kvöld ásamt öðrum,“ sagði Helgi Már Magnússon að lokum.
KR Subway-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira