Segir að Valur hafi átt að vinna Ferencváros Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2022 14:01 Valur vann Ferencváros, 43-39, á þriðjudaginn. vísir/hulda margrét Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, fannst ekki jafn mikið til sigurs Vals á Ferencváros í Evrópudeildinni koma og öðrum. Að hans sögn áttu Íslandsmeistararnir að vinna leikinn. Stefán Rafn þekkir vel til í Ungverjalandi en hann lék með Pick Szeged á árunum 2017-21. „Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn í Handkastinu. „Ég horfði á leikinn gegn Val. Hann var skemmtilegur, hraður og mjög mikið af mörkum en lítið um markvörslu. Þeir komu aðeins til baka sem gerði þetta aðeins skemmtilegra. En annars var þetta frekar auðvelt fyrir Valsmenn eins og ég hefði búist við fyrir leikinn.“ Stefán Rafn hefði spáð Val sigri fyrir leikinn gegn Ferencváros einfaldlega því honum finnst Valsmenn vera með sterkara lið. Að hans sögn stenst Ferencváros bestu liðum Ungverjalands ekki snúning. Benedikt Gunnar Óskarsson átti mjög góðan leik gegn Ferencváros.vísir/hulda margrét „Pick Szeged og Veszprém eru sterkust. Svo er annað lið sem heitir Tatabánya og það voru alltaf jafnir leikir gegn þeim, sérstaklega á útivelli. Þeir eru með fullt af landsliðsmönnum og virkilega gott lið,“ sagði Stefán Rafn. Hann er bjartsýnn fyrir hönd Valsmanna í leiknum í Búdapest. „Ég held að Valsmenn séu ekkert að fara á það erfiðan útivöll. Þeir eru ekki með einn erfiðu útivöllunum í Ungverjalandi. Það hefur ekki verið neitt sérstaklega góð mæting hjá þeim. Fótboltaliðið er aðalmálið þarna og handboltaliðið stendur í skugga þess. Allar ákvarðanir eru teknar út frá þeim.“ Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en fékk ungversku landsliðsmennina Máté Lékai og Zsolt Balogh í sumar. Lékai var langbesti leikmaður Ferencváros í leiknum gegn Val en Balogh náði sér ekki á strik. „Ég spilaði með Balogh. Hann sýndi lítið í þessum leik og er kannski ekkert betri en þetta núna. En Lékai sýndi gæði sín trekk í trekk. Hann er frábær leikmaður. Svo er markvörðurinn fínn,“ sagði Stefán Rafn. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handkastið Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
„Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn í Handkastinu. „Ég horfði á leikinn gegn Val. Hann var skemmtilegur, hraður og mjög mikið af mörkum en lítið um markvörslu. Þeir komu aðeins til baka sem gerði þetta aðeins skemmtilegra. En annars var þetta frekar auðvelt fyrir Valsmenn eins og ég hefði búist við fyrir leikinn.“ Stefán Rafn hefði spáð Val sigri fyrir leikinn gegn Ferencváros einfaldlega því honum finnst Valsmenn vera með sterkara lið. Að hans sögn stenst Ferencváros bestu liðum Ungverjalands ekki snúning. Benedikt Gunnar Óskarsson átti mjög góðan leik gegn Ferencváros.vísir/hulda margrét „Pick Szeged og Veszprém eru sterkust. Svo er annað lið sem heitir Tatabánya og það voru alltaf jafnir leikir gegn þeim, sérstaklega á útivelli. Þeir eru með fullt af landsliðsmönnum og virkilega gott lið,“ sagði Stefán Rafn. Hann er bjartsýnn fyrir hönd Valsmanna í leiknum í Búdapest. „Ég held að Valsmenn séu ekkert að fara á það erfiðan útivöll. Þeir eru ekki með einn erfiðu útivöllunum í Ungverjalandi. Það hefur ekki verið neitt sérstaklega góð mæting hjá þeim. Fótboltaliðið er aðalmálið þarna og handboltaliðið stendur í skugga þess. Allar ákvarðanir eru teknar út frá þeim.“ Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en fékk ungversku landsliðsmennina Máté Lékai og Zsolt Balogh í sumar. Lékai var langbesti leikmaður Ferencváros í leiknum gegn Val en Balogh náði sér ekki á strik. „Ég spilaði með Balogh. Hann sýndi lítið í þessum leik og er kannski ekkert betri en þetta núna. En Lékai sýndi gæði sín trekk í trekk. Hann er frábær leikmaður. Svo er markvörðurinn fínn,“ sagði Stefán Rafn. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handkastið Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira