Eins umhverfisvænn bílabruni og hægt er Bjarki Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. október 2022 18:43 Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir bílabrunann sem varð á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes í dag vera eins umhverfisvænan og hægt er. Stillt veður hefur komið í veg fyrir að reykur leggist yfir bæinn. Í dag varð mikill bruni á gámasvæði Terra rétt norðan við Akranes. Kviknað hafði í einu bílhræi og ekki tókst að slökkva eldinn í því í tæka tíð. Eldurinn breiddist því út í nærliggjandi bílhræ og úr varð mikill bruni. Í samtali við fréttastofu segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness- og Hvalfjarðarsveitar að slökkvistarf hafi gengið vel. Búið er að slökkva eldinn. Aðspurður segir hann það ekki vera gott að fá mengun frá bílabrunanum í andrúmsloftið. „Þessir bílar voru tilbúnir til flutnings. Það var búið að taka alla hjólbarða, allt eldsneyti, olíu og rafgeyma úr bílunum. Þeir voru eins umhverfisvænir og þeir geta verið,“ segir Jens. Slökkviliðið, í samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið og lögregluna, vaktar nú hvernig reykurinn hagar sér og hvort hann muni leggjast yfir bæinn. „Ég veit að bærinn er búinn að senda út tilkynningu um að fólk hugi að sér. Eins og er þá er frekar stillt veður þannig það virðist ekki hafa farið mikill reykur yfir bæinn,“ segir Jens. Ekki myndaðist nein hætta við brunann en gámasvæði Terra er lokað svæði. Því var enginn þar nema þeir sem vinna þar eða voru að koma með efni til endurvinnslu. Svæðinu var lokað um leið og eldurinn kom upp. Slökkviliðsmenn verða á svæðinu eitthvað fram eftir kvöldi að ganga frá vettvanginum. Þá segir Jens að líklega verði einhverjir að vakta svæðið í nótt. Akranes Slökkvilið Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. 27. október 2022 14:36 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Í dag varð mikill bruni á gámasvæði Terra rétt norðan við Akranes. Kviknað hafði í einu bílhræi og ekki tókst að slökkva eldinn í því í tæka tíð. Eldurinn breiddist því út í nærliggjandi bílhræ og úr varð mikill bruni. Í samtali við fréttastofu segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness- og Hvalfjarðarsveitar að slökkvistarf hafi gengið vel. Búið er að slökkva eldinn. Aðspurður segir hann það ekki vera gott að fá mengun frá bílabrunanum í andrúmsloftið. „Þessir bílar voru tilbúnir til flutnings. Það var búið að taka alla hjólbarða, allt eldsneyti, olíu og rafgeyma úr bílunum. Þeir voru eins umhverfisvænir og þeir geta verið,“ segir Jens. Slökkviliðið, í samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið og lögregluna, vaktar nú hvernig reykurinn hagar sér og hvort hann muni leggjast yfir bæinn. „Ég veit að bærinn er búinn að senda út tilkynningu um að fólk hugi að sér. Eins og er þá er frekar stillt veður þannig það virðist ekki hafa farið mikill reykur yfir bæinn,“ segir Jens. Ekki myndaðist nein hætta við brunann en gámasvæði Terra er lokað svæði. Því var enginn þar nema þeir sem vinna þar eða voru að koma með efni til endurvinnslu. Svæðinu var lokað um leið og eldurinn kom upp. Slökkviliðsmenn verða á svæðinu eitthvað fram eftir kvöldi að ganga frá vettvanginum. Þá segir Jens að líklega verði einhverjir að vakta svæðið í nótt.
Akranes Slökkvilið Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. 27. október 2022 14:36 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. 27. október 2022 14:36