Betri framtíð fyrir börnin okkar Ingibjörg Isaksen skrifar 27. október 2022 12:00 Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Svo unnt sé að veita alla þá aðstoð sem er í boði með samfelldum hætti um leið og þörf vaknar er mikilvægt að brjóta niður múra milli málaflokka og tryggja þannig samstarf milli allra þeirra sem bera ábyrgð á börnunum okkar. Árið 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna samþykkt á Alþingi. Hér er um að ræða mikilvægar breytingar sem ætlað er að stuðla að farsæld barna. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu án hindrana. Samþætt þjónusta er þjónusta hvort sem hún er veitt á vettvangi ríkis eðs sveitarfélaga og tekur m.a. til þjónustu sem veitt er innan alls skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins, félagsþjónustu auk verkefna lögreglu. Aðrir sem vinna með börnum, til dæmis hjá íþrótta eða æskulýðsfélögum bera líka skyldur til að greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og geta tekið þátt í samþættingu þjónustu. Allir þeir þjónustuveitendur sem veita farsældarþjónustu hafa ríkar skyldur og verða að hafa næmni til að taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og bregðast við öllum slíkum vísbendingum með tilteknum hætti. Stigskipt þjónusta Þjónustuveitendum ber að leiðbeina barni eða foreldrum um samþættingu þjónustu og er hún háð samþykki forsjáraðila. Þá geta forsjáraðilar barns eða barnið sjálft óskað eftir samþættingu. Þjónustan er stigskipt, fyrsta stigið er grunnþjónusta sem er tvíþætt þ.e. sem er aðgengileg öllum börnum og hins vegar samþætt fyrsta stigs þjónusta þar sem tengiliður gegnir ákveðnu hlutverki. Ef þörf er á auknum stuðningi flyst þjónustan upp á annað eða þriðja stig, allt eftir þörfum hvers einstaklings. Tengiliður er starfsmaður í nærþjónustu barns og fjölskyldu, hann styður við samþættingu á fyrsta stigi þjónustu, veitir upplýsingar og þjónustu og fylgir málum eftir á annað eða þriðja stig ef þörf er á. Tengiliðir gegna mikilvægu hlutverki við barn og foreldra og þeim ber ávallt að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi og sjá til þess að allar upplýsingar og þjónusta sé í réttum farvegi. Ef ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og þriðja stigi til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra þjónustu í þágu farsældar barnsins. Málstjóri er starfsmaður sem starfar hjá félagsþjónustu sveitarfélags eða þar sem þarfir barns liggja og er hans verkefni meðal annars að stýra stuðningsteymi. Góðir hlutir gerast hægt Nú er innleiðing þessara laga að hefjast og til þess að markmiðið þeirra nái fram að ganga er mikilvægt að öll sveitarfélög í landinu fari yfir og skrái þá þjónustu sem í boði er í viðkomandi sveitarfélagi fyrir börn og barnafjölskyldur. Þá þarf að skoða hvernig þjónustuveitendur geti unnið saman með því að stíga fyrr inn í vanda og stutt þannig við hlutverk tengiliða og málstjóra við börn og foreldra. Við búum sem betur fer í samfélagi sem ber hagsmuni barna fyrir brjósti. Verkefnið er vissulega stórt og umfangsmikið og það er ekki alltaf auðvelt verk þegar stórar breytingar eru gerðar á kerfum. En það er greinilegt að allir eru sammála um að láta verkið ganga hratt og örugglega fyrir sig. Við innleiðingarvinnuna er í mörg horn að líta og vinna er hafin við að láta alla þætti ganga upp. Það er ánægjulegt að horfa á svona stórt verkefni raungerast en það munu eflaust taka nokkur ár að innleiða þessar breytingar. Gert er ráð fyrir að eftir þrjú til fimm ár verðum við öll farin að vinna í fullu samræmi við breytta nálgun. Verkefnin fram undan eru ærin en ef við göngum saman í takt, öll sem eitt, þá stendur hér eftir kerfi sem veitir þjónustu til framtíðar og skilar sterkari einstaklingum út í lífið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og formaður þingmannanefndar um málefni barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Réttindi barna Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Svo unnt sé að veita alla þá aðstoð sem er í boði með samfelldum hætti um leið og þörf vaknar er mikilvægt að brjóta niður múra milli málaflokka og tryggja þannig samstarf milli allra þeirra sem bera ábyrgð á börnunum okkar. Árið 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna samþykkt á Alþingi. Hér er um að ræða mikilvægar breytingar sem ætlað er að stuðla að farsæld barna. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu án hindrana. Samþætt þjónusta er þjónusta hvort sem hún er veitt á vettvangi ríkis eðs sveitarfélaga og tekur m.a. til þjónustu sem veitt er innan alls skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins, félagsþjónustu auk verkefna lögreglu. Aðrir sem vinna með börnum, til dæmis hjá íþrótta eða æskulýðsfélögum bera líka skyldur til að greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og geta tekið þátt í samþættingu þjónustu. Allir þeir þjónustuveitendur sem veita farsældarþjónustu hafa ríkar skyldur og verða að hafa næmni til að taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og bregðast við öllum slíkum vísbendingum með tilteknum hætti. Stigskipt þjónusta Þjónustuveitendum ber að leiðbeina barni eða foreldrum um samþættingu þjónustu og er hún háð samþykki forsjáraðila. Þá geta forsjáraðilar barns eða barnið sjálft óskað eftir samþættingu. Þjónustan er stigskipt, fyrsta stigið er grunnþjónusta sem er tvíþætt þ.e. sem er aðgengileg öllum börnum og hins vegar samþætt fyrsta stigs þjónusta þar sem tengiliður gegnir ákveðnu hlutverki. Ef þörf er á auknum stuðningi flyst þjónustan upp á annað eða þriðja stig, allt eftir þörfum hvers einstaklings. Tengiliður er starfsmaður í nærþjónustu barns og fjölskyldu, hann styður við samþættingu á fyrsta stigi þjónustu, veitir upplýsingar og þjónustu og fylgir málum eftir á annað eða þriðja stig ef þörf er á. Tengiliðir gegna mikilvægu hlutverki við barn og foreldra og þeim ber ávallt að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi og sjá til þess að allar upplýsingar og þjónusta sé í réttum farvegi. Ef ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og þriðja stigi til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra þjónustu í þágu farsældar barnsins. Málstjóri er starfsmaður sem starfar hjá félagsþjónustu sveitarfélags eða þar sem þarfir barns liggja og er hans verkefni meðal annars að stýra stuðningsteymi. Góðir hlutir gerast hægt Nú er innleiðing þessara laga að hefjast og til þess að markmiðið þeirra nái fram að ganga er mikilvægt að öll sveitarfélög í landinu fari yfir og skrái þá þjónustu sem í boði er í viðkomandi sveitarfélagi fyrir börn og barnafjölskyldur. Þá þarf að skoða hvernig þjónustuveitendur geti unnið saman með því að stíga fyrr inn í vanda og stutt þannig við hlutverk tengiliða og málstjóra við börn og foreldra. Við búum sem betur fer í samfélagi sem ber hagsmuni barna fyrir brjósti. Verkefnið er vissulega stórt og umfangsmikið og það er ekki alltaf auðvelt verk þegar stórar breytingar eru gerðar á kerfum. En það er greinilegt að allir eru sammála um að láta verkið ganga hratt og örugglega fyrir sig. Við innleiðingarvinnuna er í mörg horn að líta og vinna er hafin við að láta alla þætti ganga upp. Það er ánægjulegt að horfa á svona stórt verkefni raungerast en það munu eflaust taka nokkur ár að innleiða þessar breytingar. Gert er ráð fyrir að eftir þrjú til fimm ár verðum við öll farin að vinna í fullu samræmi við breytta nálgun. Verkefnin fram undan eru ærin en ef við göngum saman í takt, öll sem eitt, þá stendur hér eftir kerfi sem veitir þjónustu til framtíðar og skilar sterkari einstaklingum út í lífið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og formaður þingmannanefndar um málefni barna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun