Vill ekki leyfa sveitarfélögum að rukka ökumenn á nagladekkjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2022 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra segir ekki standa til að veita sveitarfélögum heimild til að hefja gjaldtöku á þá sem nota nagladekk líkt og Umhverfisstofnun vill. Skiptar skoðanir eru á hugmyndum um gjaldtöku og segir ráðherra að gæta þurfi hófs í viðbrögðum. Umhverfisstofnun vinnur nú að uppfærðri áætlun um loftgæði þar sem lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja til að sporna gegn svifryksmengun. Skiptar skoðanir eru á hugmyndinni. Formaður skipulags- og samgönuráðs Reykjavíkurborgar vill sjá hana komast til framkvæmda. „Mér líst mjög vel á hana. Við vitum að við þurfum að fara í aðgerðir til þess að draga úr svifryksmengun í borginni. Það er ljóst að svifryk er að búa til töluvert lýðheilsuvandamál,“ sagði Alexandra Briem. „Ég held að þetta hljóti að leggjast mjög illa í alla sem búa við þær aðstæður að þeim getur hreinlega stafað hætta á því að ver ekki með réttan útbúnað. Nagladekk eru öryggistæki okkar sem þurfum að fara yfir fjallvegi við erfiðar aðstæður þannig að ætla að skattleggja það, þetta er fráleit hugmynd,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Til þess að hugmyndir Umhverfisstofnunar um gjaldtöku nái fram að ganga þarf lagabreytingu. Samgönguráðherra segist ekki spenntur. Svipaðar hugmyndir hafi verið í samráðsgáttinni við síðustu breytingu á umferðalögum en þær hafi fengið neikvæðar umsagnir, t.d. frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleirum. „Frá einstaklingi sem sagðist aka í gegnum sjö sveitarfélög á leið sinni í vinnu og ef hann þyrfti að greiða gjald í hverju þeirra yrði það býsna flókið. Öryrkjabandalagið sem benti á að þeir væru með tvöfalt naglasett í sínum bílum til þess að auka öryggi og fleirum þannig við féllum frá þessum hugmyndum þar sem þær voru einfaldlega taldar of flóknar og ekki nægilega vel ígrundaðar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Í staðinn var sett heimild til sveitarfélaga að takmarka umferð ef mengun fer fram úr mörkum. Ráðherra segir því ekki standa til að heimila gjaldtöku á nagladekk enda séu þau mikilvægt öryggisatriði fyrir þá sem fara akandi yfir heiðar á leið í vinnu í öllum veðrum. „Við skulum ekki gera lítið úr þessari svifryksmengun sem veldur loftmengun og áhrifum á fólk en við þurfum líka kannski að gæta hófs í viðbrögðunum.“ Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Ölfus Loftgæði Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Umhverfisstofnun vinnur nú að uppfærðri áætlun um loftgæði þar sem lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja til að sporna gegn svifryksmengun. Skiptar skoðanir eru á hugmyndinni. Formaður skipulags- og samgönuráðs Reykjavíkurborgar vill sjá hana komast til framkvæmda. „Mér líst mjög vel á hana. Við vitum að við þurfum að fara í aðgerðir til þess að draga úr svifryksmengun í borginni. Það er ljóst að svifryk er að búa til töluvert lýðheilsuvandamál,“ sagði Alexandra Briem. „Ég held að þetta hljóti að leggjast mjög illa í alla sem búa við þær aðstæður að þeim getur hreinlega stafað hætta á því að ver ekki með réttan útbúnað. Nagladekk eru öryggistæki okkar sem þurfum að fara yfir fjallvegi við erfiðar aðstæður þannig að ætla að skattleggja það, þetta er fráleit hugmynd,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Til þess að hugmyndir Umhverfisstofnunar um gjaldtöku nái fram að ganga þarf lagabreytingu. Samgönguráðherra segist ekki spenntur. Svipaðar hugmyndir hafi verið í samráðsgáttinni við síðustu breytingu á umferðalögum en þær hafi fengið neikvæðar umsagnir, t.d. frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleirum. „Frá einstaklingi sem sagðist aka í gegnum sjö sveitarfélög á leið sinni í vinnu og ef hann þyrfti að greiða gjald í hverju þeirra yrði það býsna flókið. Öryrkjabandalagið sem benti á að þeir væru með tvöfalt naglasett í sínum bílum til þess að auka öryggi og fleirum þannig við féllum frá þessum hugmyndum þar sem þær voru einfaldlega taldar of flóknar og ekki nægilega vel ígrundaðar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Í staðinn var sett heimild til sveitarfélaga að takmarka umferð ef mengun fer fram úr mörkum. Ráðherra segir því ekki standa til að heimila gjaldtöku á nagladekk enda séu þau mikilvægt öryggisatriði fyrir þá sem fara akandi yfir heiðar á leið í vinnu í öllum veðrum. „Við skulum ekki gera lítið úr þessari svifryksmengun sem veldur loftmengun og áhrifum á fólk en við þurfum líka kannski að gæta hófs í viðbrögðunum.“
Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Ölfus Loftgæði Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira