„Það væri náttúrulega bara stórslys“ Snorri Másson skrifar 27. október 2022 08:56 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar skrifaði grein á Vísi nýverið þar sem hann varaði við því að fullveldi landsins stafaði ógn af því ef þrengt væri stöðugt að íslenskunni. Katrín kveðst sammála bróður sínum um að ekki sé rætt nægilega mikið hvað felist í því að vera fullvalda þjóð. „Við eigum sögu þess að hugsa um fullveldi út frá hugtökunum land, þjóð og tunga. Ég hef sjálf ekkert verið feimin við að tala um fullveldi til dæmis þegar við erum að tala um sölu á landi; að það sé mikilvægt að reisa skorður við að land þjappist ekki á of fárra hendur, jafnvel erlendra aðila,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir enskuna taka yfir sífellt fleiri svið samfélagsins.Vísir „Ég held að tungan sé einmitt hluti af þessu fullveldi. Þegar við erum stödd þar sem við erum núna, að enskan er alltaf að færast yfir á fleiri svið samfélagsins, þá held ég að það sé full ástæða til að staldra við.“ Katrín segir að flétta þurfi íslenskukennslu inn á vinnustaði þar sem erlent starfsfólk getur sótt námið. Ekki sé hægt að ætlast til að fólk klári langan vinnudag og fari þá að læra íslensku. Veita þurfi málaflokknum frekara fjármagn. Menningarlegt stórslys Þeir eru til sem segja að lítill skaði hlytist af því að enskan tæki hér yfir sem tungumál og íslenskan myndi þá víkja. Það myndi þannig einfalda málin. Katrín er á annarri skoðun. „Það væri náttúrulega bara stórslys. Við værum í raun og veru bara að henda menningarverðmætunum sem felast í því að eiga tungumál sem hefur verið talað hér frá landnámi. Við værum bara að henda því fyrir borð. Það væri bara menningarlegt stórslys, alveg eins og þegar tegundir hverfa, höfum við séð tegundir hverfa. Ég myndi telja það ekki bara stórslys fyrir okkur, heldur heiminn,“ segir Katrín. Íslensk fræði Íslensk tunga Tækni Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Tengdar fréttir „Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. 19. október 2022 09:58 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar skrifaði grein á Vísi nýverið þar sem hann varaði við því að fullveldi landsins stafaði ógn af því ef þrengt væri stöðugt að íslenskunni. Katrín kveðst sammála bróður sínum um að ekki sé rætt nægilega mikið hvað felist í því að vera fullvalda þjóð. „Við eigum sögu þess að hugsa um fullveldi út frá hugtökunum land, þjóð og tunga. Ég hef sjálf ekkert verið feimin við að tala um fullveldi til dæmis þegar við erum að tala um sölu á landi; að það sé mikilvægt að reisa skorður við að land þjappist ekki á of fárra hendur, jafnvel erlendra aðila,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir enskuna taka yfir sífellt fleiri svið samfélagsins.Vísir „Ég held að tungan sé einmitt hluti af þessu fullveldi. Þegar við erum stödd þar sem við erum núna, að enskan er alltaf að færast yfir á fleiri svið samfélagsins, þá held ég að það sé full ástæða til að staldra við.“ Katrín segir að flétta þurfi íslenskukennslu inn á vinnustaði þar sem erlent starfsfólk getur sótt námið. Ekki sé hægt að ætlast til að fólk klári langan vinnudag og fari þá að læra íslensku. Veita þurfi málaflokknum frekara fjármagn. Menningarlegt stórslys Þeir eru til sem segja að lítill skaði hlytist af því að enskan tæki hér yfir sem tungumál og íslenskan myndi þá víkja. Það myndi þannig einfalda málin. Katrín er á annarri skoðun. „Það væri náttúrulega bara stórslys. Við værum í raun og veru bara að henda menningarverðmætunum sem felast í því að eiga tungumál sem hefur verið talað hér frá landnámi. Við værum bara að henda því fyrir borð. Það væri bara menningarlegt stórslys, alveg eins og þegar tegundir hverfa, höfum við séð tegundir hverfa. Ég myndi telja það ekki bara stórslys fyrir okkur, heldur heiminn,“ segir Katrín.
Íslensk fræði Íslensk tunga Tækni Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Tengdar fréttir „Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. 19. október 2022 09:58 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. 19. október 2022 09:58