Bolsonaro sakaður um að kaupa sér atkvæði með fjárútlátum Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 11:46 Jair Bolsonaro á kosningafundi fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu um síðustu helgi. Vísir/EPA Skoðanakannanir benda til þess að umdeildar fjárveitingar ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro til velferðarmála fátækustu íbúa Brasilíu á lokametrum kosningabaráttu skili honum auknum stuðningi. Ásakanir eru um að fjárútlátin stangist á við kosningalög. Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, etja kappi um forsetastólinn í annarri umferð forsetakosninganna í Brasilíu um helgina. Lula hefur notið um fimm prósentustiga forskots á Bolsonaro í skoðanakönnunum en nú virðist sem að munurinn hafi mjókkað, sérstaklega á meðal fátækra sem hafa til þessa verið kjarnafylgi Lula. Útgjöld til velferðargreiðslna fyrir fátækustu íbúanna hafa aukist um helming. Um hálf milljón manna til viðbótar fær nú mánaðarlegar greiðslur frá alríkisstjórninni, umsóknarfrestur um þær hefur verið lengdur og í sumum tilfellum hefur greiðslunum verið flýtt. Alls ætlar ríkisstjórnin að auka útgjöldin um 52 milljarða dollara, jafnvirði um 7.500 milljarða íslenskra króna á þessu ári og því næsta. Fylgi Bolsonaro á meðal þeirra sem þiggja velferðargreiðslurnar jókst úr 33% í 40% á milli vikna í síðustu viku. Í september þegar forsetaframbjóðendurnir voru fleiri mældist Bolsonaro með 26% fylgi í þessum hópi kjósenda. Eloisa Machado, lögfræðiprófessor við hugveituna FGV í Sao Paulo segir Reuters-fréttastofunni að útgjaldaaukningin til velferðarmála í kosningabaráttunni sé fordæmalaust brot á kosningalögum. „Það eru fjölmörg merki um að forsetinn víki frá tilgangi félagslegrar og efnahagslegrar stefnu til þess að bæta eigin líkur á kjöri,“ segir hún. Saksóknarar sem framfylgja kosningalögum hafa ekki brugðist við áskorunum um að rannsaka hvort að fjárútlátin samræmist lögum. Luka hefur heldur ekki reynt að fá yfirkjörstjórn landsins til þess að skarast í leikinn. Ráðgjafar hans segja að hann bíði með það til þess að gefa Bolsonaro ekki skotfæri á sér gagnvart fátækum kjósendum. Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi. 3. október 2022 10:26 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, etja kappi um forsetastólinn í annarri umferð forsetakosninganna í Brasilíu um helgina. Lula hefur notið um fimm prósentustiga forskots á Bolsonaro í skoðanakönnunum en nú virðist sem að munurinn hafi mjókkað, sérstaklega á meðal fátækra sem hafa til þessa verið kjarnafylgi Lula. Útgjöld til velferðargreiðslna fyrir fátækustu íbúanna hafa aukist um helming. Um hálf milljón manna til viðbótar fær nú mánaðarlegar greiðslur frá alríkisstjórninni, umsóknarfrestur um þær hefur verið lengdur og í sumum tilfellum hefur greiðslunum verið flýtt. Alls ætlar ríkisstjórnin að auka útgjöldin um 52 milljarða dollara, jafnvirði um 7.500 milljarða íslenskra króna á þessu ári og því næsta. Fylgi Bolsonaro á meðal þeirra sem þiggja velferðargreiðslurnar jókst úr 33% í 40% á milli vikna í síðustu viku. Í september þegar forsetaframbjóðendurnir voru fleiri mældist Bolsonaro með 26% fylgi í þessum hópi kjósenda. Eloisa Machado, lögfræðiprófessor við hugveituna FGV í Sao Paulo segir Reuters-fréttastofunni að útgjaldaaukningin til velferðarmála í kosningabaráttunni sé fordæmalaust brot á kosningalögum. „Það eru fjölmörg merki um að forsetinn víki frá tilgangi félagslegrar og efnahagslegrar stefnu til þess að bæta eigin líkur á kjöri,“ segir hún. Saksóknarar sem framfylgja kosningalögum hafa ekki brugðist við áskorunum um að rannsaka hvort að fjárútlátin samræmist lögum. Luka hefur heldur ekki reynt að fá yfirkjörstjórn landsins til þess að skarast í leikinn. Ráðgjafar hans segja að hann bíði með það til þess að gefa Bolsonaro ekki skotfæri á sér gagnvart fátækum kjósendum.
Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi. 3. október 2022 10:26 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi. 3. október 2022 10:26
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00