Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2022 11:53 Björn Gíslason, borgarfulltrúi, segir íbúa í Árbæ krefjast þess að lónið verði fyllt að nýju. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. „Ég held að allir sem búa hér í Árbænum sjái það að þetta er falleinkunn fyrir Reykjavíkurborg og Orkuveituna. Þessi úrskurður er ótvíræður að þau höfðu ekki leyfi til að gera þetta,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Málið má rekja aftur til haustsins 2020 þegar Árbæjarlón var tæmt að frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðaám fyrir um hundrað árum. Krafa íbúa að fyllt verði í lónið Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í síðustu viku, eftir að kæra barst henni frá íbúa í Árbæ, að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma. Tæmingin teljist til framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess og slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Nefndin gat hins vegar ekki úrskurðað hvort borginni beri að fylla aftur upp í lónið. „En ég held að það sé alveg augljóst mál að það verður krafa íbúa. Hvort íbúar þurfi að fara aftur að standa í að kæra það, það getur vel verið,“ segir Björn, sem er bæði íbúi í Árbæ og fulltrúi í íbúaráði hverfisins. „Ef þetta er ólögleg framkvæmd verður bara að fylla aftur í lónið. Það er ekkert annað í stöðunni að mínu mati og íbúa hér. Þetta hefur valdið mikilli úlfúð hér meðal íbúa í Árbæ og Breiðholti og raunar íbúa úr fleiri hverfum Reykjavíkur, enda fara þúsundir um Elliðaárdalinn.“ Segir vinnubrögðin til skammar Málið hafi ollið gríðarlegri gremju, enda hafi það ekki verið borið undir íbúa. „Þetta olli gríðarlegri gremju þegar lónið var tæmt. Hvað þá að gera þetta eins og Orkuveitan. Í skjóli nætur og það var ekki samráð við einn eða neinn.“ Björn sat haustið 2020 í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkurborgar en segir engan þar hafa vitað af framkvæmdinni. „Þetta eru skammarleg vinnubrögð af hálfu Orkuveitunnar og hvað þá að borgin skuli síðan ekki taka af skarið og stöðva svona framkvæmd. Það er til háborinnar skammar.“ Hann segist ætla að taka málið upp á fundi borgarstjórnar. „Það er mjög stór hópur sem vill að þetta verði fyllt.“ Úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála má finna hér að neðan. Tengd skjöl Úrskurður_ÚUA_í_máli_nrPDF656KBSækja skjal Reykjavík Skipulag Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
„Ég held að allir sem búa hér í Árbænum sjái það að þetta er falleinkunn fyrir Reykjavíkurborg og Orkuveituna. Þessi úrskurður er ótvíræður að þau höfðu ekki leyfi til að gera þetta,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Málið má rekja aftur til haustsins 2020 þegar Árbæjarlón var tæmt að frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðaám fyrir um hundrað árum. Krafa íbúa að fyllt verði í lónið Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í síðustu viku, eftir að kæra barst henni frá íbúa í Árbæ, að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma. Tæmingin teljist til framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess og slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Nefndin gat hins vegar ekki úrskurðað hvort borginni beri að fylla aftur upp í lónið. „En ég held að það sé alveg augljóst mál að það verður krafa íbúa. Hvort íbúar þurfi að fara aftur að standa í að kæra það, það getur vel verið,“ segir Björn, sem er bæði íbúi í Árbæ og fulltrúi í íbúaráði hverfisins. „Ef þetta er ólögleg framkvæmd verður bara að fylla aftur í lónið. Það er ekkert annað í stöðunni að mínu mati og íbúa hér. Þetta hefur valdið mikilli úlfúð hér meðal íbúa í Árbæ og Breiðholti og raunar íbúa úr fleiri hverfum Reykjavíkur, enda fara þúsundir um Elliðaárdalinn.“ Segir vinnubrögðin til skammar Málið hafi ollið gríðarlegri gremju, enda hafi það ekki verið borið undir íbúa. „Þetta olli gríðarlegri gremju þegar lónið var tæmt. Hvað þá að gera þetta eins og Orkuveitan. Í skjóli nætur og það var ekki samráð við einn eða neinn.“ Björn sat haustið 2020 í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkurborgar en segir engan þar hafa vitað af framkvæmdinni. „Þetta eru skammarleg vinnubrögð af hálfu Orkuveitunnar og hvað þá að borgin skuli síðan ekki taka af skarið og stöðva svona framkvæmd. Það er til háborinnar skammar.“ Hann segist ætla að taka málið upp á fundi borgarstjórnar. „Það er mjög stór hópur sem vill að þetta verði fyllt.“ Úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála má finna hér að neðan. Tengd skjöl Úrskurður_ÚUA_í_máli_nrPDF656KBSækja skjal
Reykjavík Skipulag Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45
Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent