Lögreglan í Ósló fékk tilkynningu upp úr klukkan 9 í kvöld að staðartíma, Aftenposten greinir frá. Þar segir að fjöldi fólks hafi verið í miðbæjarkjarna Tøyen en samkvæmt frétt Aftenposten er lögreglan í Ósló meðvituð um erjur glæpahópa á þeim slóðum.
Haft er eftir heimildarmanni blaðsins að heyrst hafi í háværum rifrildum tveggja manna og í kjölfarið hafi heyrst einn eða tveir skothvellir.
„Maðurinn gæti hafa verið skotinn á Sushi-veitingastað, hvort sem er fyrir utan hann eða fyrir innan,“ er haft eftir Steinar Bjerke, lögreglumanni í Ósló. Hann segir lögregluna vera með mikinn viðbúnað á staðnum.
Hinn særði er ungur maður sem er sagður hafa verið skotinn í efri hluta líkamans með skammbyssu.
#Oslo #Tøyen Vi er med flere patruljer på Tøyen senter etter at en eller to personer er skadet i forbindelse med en alvorlig hendelse. Det er mange personer på stedet og svært uoversiktlig pr nå. En person skal være skutt, alvorlig skadet.
— OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) October 22, 2022