„Ekki hægt að vera úti í garði því þig langar bara að æla yfir lyktinni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. október 2022 20:18 Jökull Bergmann segir lyktina, þegar hún sé sem verst, þess eðlis að ekki sé hægt að opna glugga í grennd við fiskiþurrkunarstöð Samherja á Dalvík. Vísir/samsett Þegar hún er sem verst er lyktinni frá fiskþurrkun Samherja á Dalvík lýst þannig að ekki sé hægt að opna glugga fyrir fiskifýlu. Ekki sé um hefðbundna peningalykt að ræða heldur lykt þar sem ætla mætti að fiskurinn sé úldinn. Þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir bæjarbúa virðist það ekki í áætlunum Samherja að gera neitt í málinu. „Þú verður að athuga það að ég vann sjálfur við að þrífa beinagrindur af dauðum dýrum, þannig ég er öllu vanur þegar það kemur að vondri lykt,“ segir Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður sem er búsettur á Dalvík. Hann hefur ítrekað kvartað yfir lyktinni. Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður.vísir „Þetta er aðallega bara hvimleitt og lítið sem hefur gerst í því og lítið gengið að eiga við Samherja eða Heilbrigðiseftirlitið,“ segir Jökull í samtali við fréttastofu. Í byrjun októbermánaðar samþykkti Byggðarráð Dalvíkurbyggðar að taka saman drög að svarbréfi við kvörtun sem barst vegna ólyktarinnar. Verður það unnið í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Eins og að geyma fisk undir sófa Þá lá næst við að spyrja hvort um óþarfa væl sé að ræða, er ekki bara um hefðbundna fiskilykt að ræða í sjávarþorpi? „Þetta er ekki svona peningalykt eins og hún er kölluð, þar sem bræðslur eru og annað slíkt,“ svarar Jökull. „Þetta er í rauninni bara úldin fiskifýla, eins og þú myndir drepa fisk og geyma hann undir sófanum heima hjá þér í hálfan mánuð. Þannig getur þú ímyndað þér lyktina.“ Lyktin sé þó misslæm eftir því hversu ferskur fiskurinn er. „En það kemur reglulega upp að það sé algjörlega ólíft. Ekki hægt að hengja föt upp á snúru. Á sumrin er ekki hægt að vera úti í garði og grilla því þig langar bara að æla yfir lyktinni,“ segir Jökull. Samherji ríki í ríkinu Jökull segir fátt um svör hjá Samherja þegar kvartað hefur verið yfir lyktinni. Öllum hans erindum, á ýmsa starfsmenn, hefur ekki verið svarað. „Þú veist hvernig þetta er með Samherja, þetta er ríki í ríkinu.“ Hann segir marga bæjarbúa þó ekki kvarta mikið enda sé um helmingur íbúa sem hafi sitt lífsviðurværi af sjávarútvegsrisanum. Höfðstöðvar Samherja á Dalvík að Ránarbraut. „Manni finnst þetta vera svo mikill óþarfi, það er aðallega það sem fer í taugarnar á manni. Vitandi það að þetta fyrirtæki hefur algjörlega bolmagn til að flytja þessa starfsemi eitthvert þar sem þetta truflar engan. Þó það kosti eitthvað þá er alveg nóg til.“ Slík aðgerð myndi leysa öll þessi vandamál, segir Jökull, en ítrekar að erfitt reynist oft að eiga í samskiptum við stórfyrirtækið. „Maður fær það alveg á tilfinninguna með Samherja að ef það er ekki þeirra hugmynd eða algjörlega á þeirra forsendum, þá sé ekki séns að hluturinn sé gerður. Smá svona bully-stemning, en það getur bara verið ímyndunarveiki. Ætli þetta sé ekki bara svo lítið mál í þeirra huga að þeir séu ekkert að spá í þetta. Þeir hafa eflaust þarfari hnöppum að hneppa.“ Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Sjá meira
„Þú verður að athuga það að ég vann sjálfur við að þrífa beinagrindur af dauðum dýrum, þannig ég er öllu vanur þegar það kemur að vondri lykt,“ segir Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður sem er búsettur á Dalvík. Hann hefur ítrekað kvartað yfir lyktinni. Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður.vísir „Þetta er aðallega bara hvimleitt og lítið sem hefur gerst í því og lítið gengið að eiga við Samherja eða Heilbrigðiseftirlitið,“ segir Jökull í samtali við fréttastofu. Í byrjun októbermánaðar samþykkti Byggðarráð Dalvíkurbyggðar að taka saman drög að svarbréfi við kvörtun sem barst vegna ólyktarinnar. Verður það unnið í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Eins og að geyma fisk undir sófa Þá lá næst við að spyrja hvort um óþarfa væl sé að ræða, er ekki bara um hefðbundna fiskilykt að ræða í sjávarþorpi? „Þetta er ekki svona peningalykt eins og hún er kölluð, þar sem bræðslur eru og annað slíkt,“ svarar Jökull. „Þetta er í rauninni bara úldin fiskifýla, eins og þú myndir drepa fisk og geyma hann undir sófanum heima hjá þér í hálfan mánuð. Þannig getur þú ímyndað þér lyktina.“ Lyktin sé þó misslæm eftir því hversu ferskur fiskurinn er. „En það kemur reglulega upp að það sé algjörlega ólíft. Ekki hægt að hengja föt upp á snúru. Á sumrin er ekki hægt að vera úti í garði og grilla því þig langar bara að æla yfir lyktinni,“ segir Jökull. Samherji ríki í ríkinu Jökull segir fátt um svör hjá Samherja þegar kvartað hefur verið yfir lyktinni. Öllum hans erindum, á ýmsa starfsmenn, hefur ekki verið svarað. „Þú veist hvernig þetta er með Samherja, þetta er ríki í ríkinu.“ Hann segir marga bæjarbúa þó ekki kvarta mikið enda sé um helmingur íbúa sem hafi sitt lífsviðurværi af sjávarútvegsrisanum. Höfðstöðvar Samherja á Dalvík að Ránarbraut. „Manni finnst þetta vera svo mikill óþarfi, það er aðallega það sem fer í taugarnar á manni. Vitandi það að þetta fyrirtæki hefur algjörlega bolmagn til að flytja þessa starfsemi eitthvert þar sem þetta truflar engan. Þó það kosti eitthvað þá er alveg nóg til.“ Slík aðgerð myndi leysa öll þessi vandamál, segir Jökull, en ítrekar að erfitt reynist oft að eiga í samskiptum við stórfyrirtækið. „Maður fær það alveg á tilfinninguna með Samherja að ef það er ekki þeirra hugmynd eða algjörlega á þeirra forsendum, þá sé ekki séns að hluturinn sé gerður. Smá svona bully-stemning, en það getur bara verið ímyndunarveiki. Ætli þetta sé ekki bara svo lítið mál í þeirra huga að þeir séu ekkert að spá í þetta. Þeir hafa eflaust þarfari hnöppum að hneppa.“
Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Sjá meira