Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 07:35 Boris Johnson var forsætisráðherra Bretlands frá árinu 2019 þangað til í sumar. AP Photo/Alberto Pezzali Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Kjörið mun skera úr um hver tekur við að Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún tók einmitt við af Johnson í sumar þegar hann ákvað að honum væri ekki stætt að sitja áfram forsætisráðherra eftir þriggja ára valdatíð. Johnson, sem enn er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur undanfarnar vikur verið í fríi í Karabíska hafinu. Hann er sagður hafa nýtt tímann frá því að Truss tilkynnti um afsögn hennar til að kanna landið hvað varðar mögulegt leiðtogaframboð hans. Og nú er hann á heimleið. Breskir fjölmiðlar hafa birt myndir af Johnson í flugvélinni á leið úr fríinu. Stjórnmálaskýrendur ytra telja næsta víst að Johnson hyggist bjóða sig fram í leiðtogakjörinu. Úrslit þess munu liggja fyrir næsta föstudag. First picture of Boris Johnson as he flies back to the UK https://t.co/FVC6eawtdA— Sky News (@SkyNews) October 21, 2022 Frambjóðendur hafa til klukkan eitt á mánudaginn til að bjóða sig fram. Þeir þurfa að tryggja sér stuðning minnst hundrað þingmanna flokksins til að geta sett nafn sitt í pottinn. 357 þingmenn sitja á þingi fyrir flokkinn sem þýðir að hámark þrír frambjóðendur muni geta boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, hefur ákveðið að bjóða sig fram. Þá er einnig talið öruggt að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson muni bjóða sig fram. bretLjóst er að Johnson muni njóta einhvers stuðnings úr röðum þingmanna Íhaldsflokksins. Þó er óvíst hvort að sá stuðningur nægi til að fleyta honum í leiðtogasætið á ný. Hann yfirgaf það í skugga hneykslismála tengdum veisluhöldum í Covid-19 faraldrinum Bretland Tengdar fréttir Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Mordaunt býður sig fram og Wallace „hallast að Johnson“ Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu. 21. október 2022 14:50 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Kjörið mun skera úr um hver tekur við að Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún tók einmitt við af Johnson í sumar þegar hann ákvað að honum væri ekki stætt að sitja áfram forsætisráðherra eftir þriggja ára valdatíð. Johnson, sem enn er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur undanfarnar vikur verið í fríi í Karabíska hafinu. Hann er sagður hafa nýtt tímann frá því að Truss tilkynnti um afsögn hennar til að kanna landið hvað varðar mögulegt leiðtogaframboð hans. Og nú er hann á heimleið. Breskir fjölmiðlar hafa birt myndir af Johnson í flugvélinni á leið úr fríinu. Stjórnmálaskýrendur ytra telja næsta víst að Johnson hyggist bjóða sig fram í leiðtogakjörinu. Úrslit þess munu liggja fyrir næsta föstudag. First picture of Boris Johnson as he flies back to the UK https://t.co/FVC6eawtdA— Sky News (@SkyNews) October 21, 2022 Frambjóðendur hafa til klukkan eitt á mánudaginn til að bjóða sig fram. Þeir þurfa að tryggja sér stuðning minnst hundrað þingmanna flokksins til að geta sett nafn sitt í pottinn. 357 þingmenn sitja á þingi fyrir flokkinn sem þýðir að hámark þrír frambjóðendur muni geta boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, hefur ákveðið að bjóða sig fram. Þá er einnig talið öruggt að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson muni bjóða sig fram. bretLjóst er að Johnson muni njóta einhvers stuðnings úr röðum þingmanna Íhaldsflokksins. Þó er óvíst hvort að sá stuðningur nægi til að fleyta honum í leiðtogasætið á ný. Hann yfirgaf það í skugga hneykslismála tengdum veisluhöldum í Covid-19 faraldrinum
Bretland Tengdar fréttir Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Mordaunt býður sig fram og Wallace „hallast að Johnson“ Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu. 21. október 2022 14:50 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53
Mordaunt býður sig fram og Wallace „hallast að Johnson“ Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu. 21. október 2022 14:50
Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10