„Nú bara fengum við einn á kjaftinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. október 2022 23:01 Jónatan Magnússon var eðlilega ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var eðlilega ósáttur eftir tíu marka tap sinna manna gegn Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að leikurinn hafi í raun verið farinn í hálfleik og að sínir menn hafi einfaldlega átt vondan dag á Selfossi. „Það er svo sem margt hægt að segja eftir svona leik og maður er allavega búinn að hafa góðan tíma til að hugsa hvað maður ætlar að segja því það var nú ekki til að auðvelda okkur erfiðan dag á skrifstofunni þetta stopp sem kom þarna í lokin,“ sagði Jónatan eftir leikinn og átti þá við það þegar leikklukkan á Selfossi gaf sig og gera þurfti um 15 mínútna langt hlé á leiknum. „En ég er sammála því að leikurinn var búinn í hálfleik, eða við vorum allavega komnir í mjög þrönga stöðu. Þannig okkar móment var þá að byrja seinni hálfleikinn af krafti og ná einhverju áhlaupi, en það tókst ekki þannig þetta var því miður bara stutt barátta í dag. KA-menn byrjuðu leikinn á einu gullfallegu sirkusmarki og héldu þá margir að gestirnir væru að setja tóninn fyrir það sem koma skildi. Svo var hins vegar alls ekki og þetta var eina mark liðsins fyrstu átta mínútur leiksins. „Við hefðum kannski átt að fara í sirkus í sókn númer tvö líka,“ sagði Jónatan léttur þrátt fyrir skellinn sem liðið hans fékk í kvöld. „Nei nei, ég er bara sammála því að við byrjuðum mjög illa og við náðum ekki takti, fengum ekki nein stopp í vörn og fengum enga markvörslu til að byrja með. Vörnin stóð ágætlega og Nicholas [Satchwell] var í boltunum en varði þá ekki. Hinumegin er [Vilius] Rasimas að verja vel og það er kannski byrjunin sem býr til eitthvað forskot.“ „En svo er það þannig að við bara brotnum. Það er bara þannig að við brotnuðum í dag og ég held að það sé kannski bara auðveldasta skýringin. En það er viðbúið því við erum með þannig hóp að liðið okkar er samsett þannig núna að við erum með unga stráka í stórum hlutverkum og það er viðbúið að það verði brotlending inn á milli og hún kom snemma núna í þessum leik.“ „Leikurinn var erfiður og ég held að það sé einfaldasta svarið. Við reyndum að fara í sjö á sex og ýmislegt sem við höfum hingað til verið að gera ágætlega. Þannig ég held að ég geti farið bara nokkuð hratt yfir þetta og þetta var bara ekki gott. Ég vildi að ég gæti sagt að við höfum virkilega berjast en seinni hálfleikurinn var þó allavega betri, enda fengum við markvörslu þá.“ „En nú er bara spurning hvernig við komum úr þessu. Það er hálfur mánuður síðan við spiluðum seinast og það er greinilega taktleysi. Nú erum við að fara út í Evrópu og fáum tvo hörkuleiki þar og verðum vonandi betur samstilltir hópurinn í heild sinni til að takast á við þá næsta leik í deildinni því við höfum verið að tapa illa á útivöllum og þurfum að svara því á heimavelli næst.“ Þá var Jónatan spurður út í það hvort hann hafi séð eitthvað jákvætt í leik sinna manna í kvöld. „Sást þú eitthvað jákvætt? Þetta var vondur dagur og tilfinningin er ekki góð. Það er vont að tapa svona og vera rassskelltir. En það er karakter í hópnum mínum. Hópurinn er þannig samstilltur og nú bara fengum við einn á kjaftinn. En þá þurfum við bara að svara því og við vinnum í því núna. Ég er sannfærður um það að við þolum þetta og við þurfum að koma betur samstilltir í næsta leik og það þurfa allir að líta aðeins í eign barm,“ sagði Jónatan að lokum. Handbolti Olís-deild karla KA UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - KA 34-24 | Heimamenn kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Selfyssingar unnu afar öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti KA í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 34-24. Heimamenn höfðu níu marka forskot í hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu eftir það. 21. október 2022 22:06 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
„Það er svo sem margt hægt að segja eftir svona leik og maður er allavega búinn að hafa góðan tíma til að hugsa hvað maður ætlar að segja því það var nú ekki til að auðvelda okkur erfiðan dag á skrifstofunni þetta stopp sem kom þarna í lokin,“ sagði Jónatan eftir leikinn og átti þá við það þegar leikklukkan á Selfossi gaf sig og gera þurfti um 15 mínútna langt hlé á leiknum. „En ég er sammála því að leikurinn var búinn í hálfleik, eða við vorum allavega komnir í mjög þrönga stöðu. Þannig okkar móment var þá að byrja seinni hálfleikinn af krafti og ná einhverju áhlaupi, en það tókst ekki þannig þetta var því miður bara stutt barátta í dag. KA-menn byrjuðu leikinn á einu gullfallegu sirkusmarki og héldu þá margir að gestirnir væru að setja tóninn fyrir það sem koma skildi. Svo var hins vegar alls ekki og þetta var eina mark liðsins fyrstu átta mínútur leiksins. „Við hefðum kannski átt að fara í sirkus í sókn númer tvö líka,“ sagði Jónatan léttur þrátt fyrir skellinn sem liðið hans fékk í kvöld. „Nei nei, ég er bara sammála því að við byrjuðum mjög illa og við náðum ekki takti, fengum ekki nein stopp í vörn og fengum enga markvörslu til að byrja með. Vörnin stóð ágætlega og Nicholas [Satchwell] var í boltunum en varði þá ekki. Hinumegin er [Vilius] Rasimas að verja vel og það er kannski byrjunin sem býr til eitthvað forskot.“ „En svo er það þannig að við bara brotnum. Það er bara þannig að við brotnuðum í dag og ég held að það sé kannski bara auðveldasta skýringin. En það er viðbúið því við erum með þannig hóp að liðið okkar er samsett þannig núna að við erum með unga stráka í stórum hlutverkum og það er viðbúið að það verði brotlending inn á milli og hún kom snemma núna í þessum leik.“ „Leikurinn var erfiður og ég held að það sé einfaldasta svarið. Við reyndum að fara í sjö á sex og ýmislegt sem við höfum hingað til verið að gera ágætlega. Þannig ég held að ég geti farið bara nokkuð hratt yfir þetta og þetta var bara ekki gott. Ég vildi að ég gæti sagt að við höfum virkilega berjast en seinni hálfleikurinn var þó allavega betri, enda fengum við markvörslu þá.“ „En nú er bara spurning hvernig við komum úr þessu. Það er hálfur mánuður síðan við spiluðum seinast og það er greinilega taktleysi. Nú erum við að fara út í Evrópu og fáum tvo hörkuleiki þar og verðum vonandi betur samstilltir hópurinn í heild sinni til að takast á við þá næsta leik í deildinni því við höfum verið að tapa illa á útivöllum og þurfum að svara því á heimavelli næst.“ Þá var Jónatan spurður út í það hvort hann hafi séð eitthvað jákvætt í leik sinna manna í kvöld. „Sást þú eitthvað jákvætt? Þetta var vondur dagur og tilfinningin er ekki góð. Það er vont að tapa svona og vera rassskelltir. En það er karakter í hópnum mínum. Hópurinn er þannig samstilltur og nú bara fengum við einn á kjaftinn. En þá þurfum við bara að svara því og við vinnum í því núna. Ég er sannfærður um það að við þolum þetta og við þurfum að koma betur samstilltir í næsta leik og það þurfa allir að líta aðeins í eign barm,“ sagði Jónatan að lokum.
Handbolti Olís-deild karla KA UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - KA 34-24 | Heimamenn kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Selfyssingar unnu afar öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti KA í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 34-24. Heimamenn höfðu níu marka forskot í hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu eftir það. 21. október 2022 22:06 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - KA 34-24 | Heimamenn kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Selfyssingar unnu afar öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti KA í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 34-24. Heimamenn höfðu níu marka forskot í hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu eftir það. 21. október 2022 22:06
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða