Umfjöllun og viðtal: ÍA - ÍBV 3-2 | Skagamenn eiga enn tölfræðilegan möguleika á að bjarga sér frá falli Jón Már Ferro skrifar 22. október 2022 17:01 VÍSIR/HULDA MARGRÉT ÍA vann sterkan 3-2 endurkomusigur á ÍBV eftir að hafa lent 0-2 undir snemma í síðari hálfleik. Eyjamenn voru sterkari aðilinn lengst af en misstu leikinn sér úr greipum í blálokinn. Fyrsta mark leiksins kom eftir nokkrar mínútur. Þar var að verki Felix Örn Friðriksson. ÍBV tók stutt horn hægra meginn. Boltinn var sendur út á Felix Örn sem stóð við vítateigshornið. Hann lagði boltann fyrir sig og þrumaði honum í slánna og innmeð vinstri fæti. Árni Snær, markmaður ÍA, vildi eflaust gera betur vegna þess að skotið var tiltölulega beint á hann. Það sem eftir lifði fyrri hálfleik skiptust liðin á að fá fín færi en mislagðir fætur urðu til þess að staðan var enn 0 – 1 í hálfleik. Eftir einungis fimm mínútur í seinni hálfleik bætti Breki Ómarsson við öðrum marki Eyjamanna eftir glæsilega sókn. ÍBV sótti upp vinstri kantinn, Alex Freyr sendi langan bolta á fjærstöngina þar sem Guðjón Ernir vann skallaeinvígi við Skagamann. Skalli Guðjóns rataði á Breka sem skallaði boltann í mark heimamanna af stuttu færi. Allt benti til þess að Eyjamenn myndu vinna flottan útisigur og fjórða leikinn í röð. Það vildu Skagamenn ekki og löguðu stöðuna á 69.mínútu. Þar var að verki Viktor Jónsson. Hlynur Sævar Jónsson fékk boltann rétt fyrir utan vítateigshorn ÍBV. Hann sendi fallhlífarbolta á fjærstöngina þar sem Viktor stóð einn og óvaldaður. Skalli hans fór í boga yfir Árna Snæ í markinu. Nokkrum mínútum síðar jöfnuðu heimamenn leikinn með glæsilegu skoti Ármanns Inga Finnbogasonar.Skot Viktors Jónssonar sem var algjörlega misheppnað endaði sem sending út í teiginn á Ármann sem lagði boltann fyrir vinstri fót sinn og skaut niður í nær hornið. Frábært skot hjá þeim unga. Sigurmarkið kom svo djúpt inn í uppbótartímann. Þá skallaði Hlynur Sævar Jónsson boltann yfir Jón Kristinn í marki ÍBV eftir hornspyrnu. Þrátt fyrir stöðu Skagamanna í deildinni þá fögnuðu þeir markinu vel og innilega. Af hverju vann ÍA? Þeir gáfust ekki upp þrátt fyrir að útlitið hafi ekki verið bjart fyrir þá snemma í seinni hálfleik. Eyjamenn virtust ekki vita hvernig þeir ættu að loka leiknum og gáfu hann frá sér á klaufalegan hátt. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að taka einhverja út þar sem leikurinn var frekar jafn og bar þess merki að völlurinn hafi verið erfiður við að eiga. Báðir markmenn vörðu oft á tíðum vel úr góðum færum. Leikurinn hefði sennilega verið enn meiri markaleikur ef ekki hefði verið fyrir þá. Árni Snær Ólafsson var markmaður ÍA í leiknu og Jón Kristinn Elíasson var í marki ÍBV. Hvað gekk illa? ÍBV gekk illa að loka leiknum. Í stöðunni 0 – 2 fyrir þá hefðu þeir átt að ganga frá honum. Þeir hefðu sennilega selt sig dýrar ef meira hefði verið undir. Þeir skiptu út mörgum leikmönnum einfaldlega til að láta þá spila. Svo lentu þeir í því að missa varnarmann sinn út af fyrir hálfleik, þegar Jón Ingason meiddist á hné. Það er óvíst hve alvarleg meiðslin eru. Hvað gerist næst? Bæði lið spila á laugardaginn 29.október klukkan 13:000 í lokaumferð Bestu deildarinnar. ÍA fer í Kaplakrika og ÍBV fær Leikni í heimsókn. Hermann Hreiðarsson: Þetta var óþarfi Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, alltaf líflegur.Vísir/Hulda Margrét Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var að vonum svekktur eftir tapið. „Þetta var algjör óþarfi. Við vorum með fulla stjórn á þessu frá a-ö eiginlega.“ Eftir að þeir komust í 0 – 2 þá gerði Hermann breytingar á sínu liði. Við það riðlaðist þeirra leikur. „Við gerðum svolítið af breytingum og leyfðum mönnum að spila. Það riðlaðist eitthvað við það. Það er ósköp einfalt. Það voru margar góðar frammistöður hérna hjá þeim sem byrja leikinn. Við getum sjálfum okkur um kennt. Fyrsta markið sem þeir skora kemur nánast upp úr engu. Það er í fyrsta skipti sem þeir ógna. Þetta var óþarfi. Maður vill bara vinna fótboltaleiki, við vorum með allt til staðar til að vinna fótboltaleik hér í dag.“ Hermann er ánægður með breytt fyrirkomulag á Bestu deildinni en vill að mótið sé spilað þéttar. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta gæti verið mjög skemmtiegt. Það þyrfti að spila aðeins þéttar og viðhalda einhverri spennu og stemningu. Það er svolítið langt á milli í þessu og þetta drepst svolítið. Ég held að þetta gæti verið skemmtigt. Sérstaklega ef það væri meiri spenna á báðum enda. Það er engin spenna. Það er augljóst að það verða leikir sem eru aldrei upp á neitt að það er er ekki gaman fyrir neinn. Fyrirkomulagið sem slíkt er skemmtilegt.“ Hermann hefur skoðun á vallarmálum í Vestmannaeyjum. „Ég hef einhverja skoðun á því. Okkur vantar bara, hvort sem það er inni eða úti þá vantar okkur heilsársvöll og vetraraðstöðu. Við erum með hálfa höll en okkur vantar heilan völl. Það er fyrst og fremst það sem vantar.“ Besta deild karla Fótbolti ÍA ÍBV
ÍA vann sterkan 3-2 endurkomusigur á ÍBV eftir að hafa lent 0-2 undir snemma í síðari hálfleik. Eyjamenn voru sterkari aðilinn lengst af en misstu leikinn sér úr greipum í blálokinn. Fyrsta mark leiksins kom eftir nokkrar mínútur. Þar var að verki Felix Örn Friðriksson. ÍBV tók stutt horn hægra meginn. Boltinn var sendur út á Felix Örn sem stóð við vítateigshornið. Hann lagði boltann fyrir sig og þrumaði honum í slánna og innmeð vinstri fæti. Árni Snær, markmaður ÍA, vildi eflaust gera betur vegna þess að skotið var tiltölulega beint á hann. Það sem eftir lifði fyrri hálfleik skiptust liðin á að fá fín færi en mislagðir fætur urðu til þess að staðan var enn 0 – 1 í hálfleik. Eftir einungis fimm mínútur í seinni hálfleik bætti Breki Ómarsson við öðrum marki Eyjamanna eftir glæsilega sókn. ÍBV sótti upp vinstri kantinn, Alex Freyr sendi langan bolta á fjærstöngina þar sem Guðjón Ernir vann skallaeinvígi við Skagamann. Skalli Guðjóns rataði á Breka sem skallaði boltann í mark heimamanna af stuttu færi. Allt benti til þess að Eyjamenn myndu vinna flottan útisigur og fjórða leikinn í röð. Það vildu Skagamenn ekki og löguðu stöðuna á 69.mínútu. Þar var að verki Viktor Jónsson. Hlynur Sævar Jónsson fékk boltann rétt fyrir utan vítateigshorn ÍBV. Hann sendi fallhlífarbolta á fjærstöngina þar sem Viktor stóð einn og óvaldaður. Skalli hans fór í boga yfir Árna Snæ í markinu. Nokkrum mínútum síðar jöfnuðu heimamenn leikinn með glæsilegu skoti Ármanns Inga Finnbogasonar.Skot Viktors Jónssonar sem var algjörlega misheppnað endaði sem sending út í teiginn á Ármann sem lagði boltann fyrir vinstri fót sinn og skaut niður í nær hornið. Frábært skot hjá þeim unga. Sigurmarkið kom svo djúpt inn í uppbótartímann. Þá skallaði Hlynur Sævar Jónsson boltann yfir Jón Kristinn í marki ÍBV eftir hornspyrnu. Þrátt fyrir stöðu Skagamanna í deildinni þá fögnuðu þeir markinu vel og innilega. Af hverju vann ÍA? Þeir gáfust ekki upp þrátt fyrir að útlitið hafi ekki verið bjart fyrir þá snemma í seinni hálfleik. Eyjamenn virtust ekki vita hvernig þeir ættu að loka leiknum og gáfu hann frá sér á klaufalegan hátt. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að taka einhverja út þar sem leikurinn var frekar jafn og bar þess merki að völlurinn hafi verið erfiður við að eiga. Báðir markmenn vörðu oft á tíðum vel úr góðum færum. Leikurinn hefði sennilega verið enn meiri markaleikur ef ekki hefði verið fyrir þá. Árni Snær Ólafsson var markmaður ÍA í leiknu og Jón Kristinn Elíasson var í marki ÍBV. Hvað gekk illa? ÍBV gekk illa að loka leiknum. Í stöðunni 0 – 2 fyrir þá hefðu þeir átt að ganga frá honum. Þeir hefðu sennilega selt sig dýrar ef meira hefði verið undir. Þeir skiptu út mörgum leikmönnum einfaldlega til að láta þá spila. Svo lentu þeir í því að missa varnarmann sinn út af fyrir hálfleik, þegar Jón Ingason meiddist á hné. Það er óvíst hve alvarleg meiðslin eru. Hvað gerist næst? Bæði lið spila á laugardaginn 29.október klukkan 13:000 í lokaumferð Bestu deildarinnar. ÍA fer í Kaplakrika og ÍBV fær Leikni í heimsókn. Hermann Hreiðarsson: Þetta var óþarfi Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, alltaf líflegur.Vísir/Hulda Margrét Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var að vonum svekktur eftir tapið. „Þetta var algjör óþarfi. Við vorum með fulla stjórn á þessu frá a-ö eiginlega.“ Eftir að þeir komust í 0 – 2 þá gerði Hermann breytingar á sínu liði. Við það riðlaðist þeirra leikur. „Við gerðum svolítið af breytingum og leyfðum mönnum að spila. Það riðlaðist eitthvað við það. Það er ósköp einfalt. Það voru margar góðar frammistöður hérna hjá þeim sem byrja leikinn. Við getum sjálfum okkur um kennt. Fyrsta markið sem þeir skora kemur nánast upp úr engu. Það er í fyrsta skipti sem þeir ógna. Þetta var óþarfi. Maður vill bara vinna fótboltaleiki, við vorum með allt til staðar til að vinna fótboltaleik hér í dag.“ Hermann er ánægður með breytt fyrirkomulag á Bestu deildinni en vill að mótið sé spilað þéttar. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta gæti verið mjög skemmtiegt. Það þyrfti að spila aðeins þéttar og viðhalda einhverri spennu og stemningu. Það er svolítið langt á milli í þessu og þetta drepst svolítið. Ég held að þetta gæti verið skemmtigt. Sérstaklega ef það væri meiri spenna á báðum enda. Það er engin spenna. Það er augljóst að það verða leikir sem eru aldrei upp á neitt að það er er ekki gaman fyrir neinn. Fyrirkomulagið sem slíkt er skemmtilegt.“ Hermann hefur skoðun á vallarmálum í Vestmannaeyjum. „Ég hef einhverja skoðun á því. Okkur vantar bara, hvort sem það er inni eða úti þá vantar okkur heilsársvöll og vetraraðstöðu. Við erum með hálfa höll en okkur vantar heilan völl. Það er fyrst og fremst það sem vantar.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti