Fulltrúar Íslands komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um griðasvæði hvala Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 10:58 Stuðningsfólk griðasvæðis fyrir hvali í Suður-Atlantshafi fyrir utan ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Brasilíu árið 2018. Vísir/EPA Sendinefnd Íslands hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu gekk út af fundi ásamt hópi annarra ríkja til þess að koma í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um griðasvæði hvala í Suður-Atlantshafi gæti farið fram. Íslensk stjórnvöld segjast telja að ólýðræðislegt hefði verið að halda atkvæðagreiðsluna. Tillaga um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi hefur velkst um innan Alþjóðahvalveiðiráðsins um árabil. Einfaldur meirihluti aðildarríkjanna styður tillöguna og hefur greitt henni atkvæði sitt áður en aukinn meirihluta þarf til þess að samþykkja hana. Til stóð að taka hana til atkvæðagreiðslu á ársfundi ráðsins í Portoroz í Slóveníu í gær en þá bar svo til að sendinefndir Íslands og fjórtán annarra ríkja gengu út. Fyrir vikið var ekki ákvörðunarbær meirihluti á fundinum til þess að atkvæðagreiðslan gæti farið fram. Íslenska nefndin er skipuð fjórum fulltrúum. Þrír koma frá matvælaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Hafrannsóknastofnun en sá fjórði er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Dagurinn í gær á ársfundinum er sagður hafa verið „snúinn“ í samantekt á vef Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þar er talað um „fjarveru sumra ríkisstjórna“ við umræðu um tillöguna um griðasvæðið sem hafi komið í veg fyrir atkvæðagreiðslu. Matt Collis, varaforseti náttúruverndarsamtakanna IFAW, tísti um að ríkin sem gengu út hafi óttast að tapa atkvæðagreiðslunni um griðasvæðið. Hann segir að auk Íslands hafi fulltrúar Antígva og Barbúda, Beníns, Kambódíu, Fílabeinsstrandarinnar, Gana, Kíríbatí, Laos, Líberíu, Máritaníu, Marokkó, Nárú, Palá, St Lúsíu og Salomoneyja verið fjarstaddir. breaking news: pro-whaling nations at #IWC68 refuse to join sessions, breaking quorum required for any decision-making. This is all because they fear losing a vote on establishing a South Atlantic Whale Sanctuary (where none of them hunt or want to hunt whales)— Matt Collis (@MattCollisIFAW) October 20, 2022 Óeðlilegt að greiða atkvæði um tillöguna Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins, staðfestir við Vísi að íslenska sendinefndin hafi yfirgefið fundinn þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis og fleiri fjölmiðla kemur fram að innan við tvö af hverjum þremur aðildarríkjum ráðsins hafi verið með fulltrúa á fundinum í ár af ýmsum ástæðum. Fulltrúar þróunarríkja í Afríku og eyríkja í Karíbahafi hafi bent á að óeðlilegt væri að taka mikilvægar ákvarðanir á fundinum í því ljósi. Hópur ríkja hafi reynt að þvinga fram atkvæðagreiðslu um tillöguna um griðasvæðið þrátt fyrir þetta. Íslensk stjórnvöld telji hana ekki fullnægja skilyrðum í stofnsamningi Alþjóðahvalveiðiráðsins. „Þar af leiðandi telur Ísland óeðlilegt að gengið sé til atkvæða um slíka tillögu þegar skilyrðum stofnsamningsins er ekki fullnægt og fjöldi aðildarríkja hefur ekki tök á því að tjá sig efnislega um viðkomandi tillögu með þátttöku og umræðum á ársfundinum,“ segir í svari ráðuneytisins. Engu að síður hélt ársfundurinn áfram eftir að tillagan var tekin af dagskrá í gær og samþykkti ráðið ályktun um plastmengun í hafi. Á vefsíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins kemur fram að eftir umræður um ályktunarhæfni funda og ákvörðunarbæran meirihluta hafi verið ákveðið að reglur um það verði fyrsta mál á dagskrá áður en nokkrar aðrar ákvarðanir verða teknar á næsta ársfundi ráðsins. Hvalveiðar Hvalir Utanríkismál Sjávarútvegur Umhverfismál Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Tillaga um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi hefur velkst um innan Alþjóðahvalveiðiráðsins um árabil. Einfaldur meirihluti aðildarríkjanna styður tillöguna og hefur greitt henni atkvæði sitt áður en aukinn meirihluta þarf til þess að samþykkja hana. Til stóð að taka hana til atkvæðagreiðslu á ársfundi ráðsins í Portoroz í Slóveníu í gær en þá bar svo til að sendinefndir Íslands og fjórtán annarra ríkja gengu út. Fyrir vikið var ekki ákvörðunarbær meirihluti á fundinum til þess að atkvæðagreiðslan gæti farið fram. Íslenska nefndin er skipuð fjórum fulltrúum. Þrír koma frá matvælaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Hafrannsóknastofnun en sá fjórði er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Dagurinn í gær á ársfundinum er sagður hafa verið „snúinn“ í samantekt á vef Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þar er talað um „fjarveru sumra ríkisstjórna“ við umræðu um tillöguna um griðasvæðið sem hafi komið í veg fyrir atkvæðagreiðslu. Matt Collis, varaforseti náttúruverndarsamtakanna IFAW, tísti um að ríkin sem gengu út hafi óttast að tapa atkvæðagreiðslunni um griðasvæðið. Hann segir að auk Íslands hafi fulltrúar Antígva og Barbúda, Beníns, Kambódíu, Fílabeinsstrandarinnar, Gana, Kíríbatí, Laos, Líberíu, Máritaníu, Marokkó, Nárú, Palá, St Lúsíu og Salomoneyja verið fjarstaddir. breaking news: pro-whaling nations at #IWC68 refuse to join sessions, breaking quorum required for any decision-making. This is all because they fear losing a vote on establishing a South Atlantic Whale Sanctuary (where none of them hunt or want to hunt whales)— Matt Collis (@MattCollisIFAW) October 20, 2022 Óeðlilegt að greiða atkvæði um tillöguna Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins, staðfestir við Vísi að íslenska sendinefndin hafi yfirgefið fundinn þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis og fleiri fjölmiðla kemur fram að innan við tvö af hverjum þremur aðildarríkjum ráðsins hafi verið með fulltrúa á fundinum í ár af ýmsum ástæðum. Fulltrúar þróunarríkja í Afríku og eyríkja í Karíbahafi hafi bent á að óeðlilegt væri að taka mikilvægar ákvarðanir á fundinum í því ljósi. Hópur ríkja hafi reynt að þvinga fram atkvæðagreiðslu um tillöguna um griðasvæðið þrátt fyrir þetta. Íslensk stjórnvöld telji hana ekki fullnægja skilyrðum í stofnsamningi Alþjóðahvalveiðiráðsins. „Þar af leiðandi telur Ísland óeðlilegt að gengið sé til atkvæða um slíka tillögu þegar skilyrðum stofnsamningsins er ekki fullnægt og fjöldi aðildarríkja hefur ekki tök á því að tjá sig efnislega um viðkomandi tillögu með þátttöku og umræðum á ársfundinum,“ segir í svari ráðuneytisins. Engu að síður hélt ársfundurinn áfram eftir að tillagan var tekin af dagskrá í gær og samþykkti ráðið ályktun um plastmengun í hafi. Á vefsíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins kemur fram að eftir umræður um ályktunarhæfni funda og ákvörðunarbæran meirihluta hafi verið ákveðið að reglur um það verði fyrsta mál á dagskrá áður en nokkrar aðrar ákvarðanir verða teknar á næsta ársfundi ráðsins.
Hvalveiðar Hvalir Utanríkismál Sjávarútvegur Umhverfismál Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira