„Áfram hef ég trú á þessari þjóð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 20. október 2022 21:45 Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins og Örn Bárður Jónsson, prestur og fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs. Stöð 2 Í dag eru liðin tíu ár frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. Formaður Stjórnarskrárfélagsins efast um að fólki þyki eðlilegt að bíða í tíu ár eftir nýrri stjórnarskrá sem þjóðin hafi samþykkt. Fyrrverandi meðlimur í stjórnlagaráði segir Alþingi ekki hafa virt vilja þjóðarinnar. Afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar var fagnað í dag við Alþingishúsið, boðið var upp á köku og var miðum sem skrifaðir voru á þjóðfundi um nýja stjórnarskrá varpað á Alþingishúsið nú í kvöld. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins segist ekki hafa búist við því að bíða í tíu ár eftir að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu séu virtar. Nauðsynlegt sé að niðurstöður lýðræðislegra kosninga séu virtar, flestir séu á þeirri skoðun að Íslendingar þurfi nýja stjórnarskrá. „Hérna erum við tíu árum seinna, mætt á Austurvöll og við verðum hérna tuttugu árum seinna ef þess þarf, við munum ekki gefast upp en þetta er orðið ansi langt það verður að segjast,“ segir Katrín. Örn Bárður Jónsson, prestur og fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs segir þjóðina ekki hafa brugðist, hún hafi lýst yfir stuðningi við tillögur ráðsins. Það sé Alþingi sem hafi ekki virt vilja þjóðarinnar, það sé alvarlegt. „Áfram hef ég trú á þessari þjóð, að hún muni ekki láta hér við sitja og muni gera það sem að í hennar valdi stendur til þess að þessi draumur okkar um réttlátara Ísland og betra Ísland nái fram að ganga,“ segir Örn. Viðtalið við Katrínu og Örn Bárð má sjá í spilaranum hér að ofan. Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. 18. október 2022 19:42 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar var fagnað í dag við Alþingishúsið, boðið var upp á köku og var miðum sem skrifaðir voru á þjóðfundi um nýja stjórnarskrá varpað á Alþingishúsið nú í kvöld. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins segist ekki hafa búist við því að bíða í tíu ár eftir að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu séu virtar. Nauðsynlegt sé að niðurstöður lýðræðislegra kosninga séu virtar, flestir séu á þeirri skoðun að Íslendingar þurfi nýja stjórnarskrá. „Hérna erum við tíu árum seinna, mætt á Austurvöll og við verðum hérna tuttugu árum seinna ef þess þarf, við munum ekki gefast upp en þetta er orðið ansi langt það verður að segjast,“ segir Katrín. Örn Bárður Jónsson, prestur og fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs segir þjóðina ekki hafa brugðist, hún hafi lýst yfir stuðningi við tillögur ráðsins. Það sé Alþingi sem hafi ekki virt vilja þjóðarinnar, það sé alvarlegt. „Áfram hef ég trú á þessari þjóð, að hún muni ekki láta hér við sitja og muni gera það sem að í hennar valdi stendur til þess að þessi draumur okkar um réttlátara Ísland og betra Ísland nái fram að ganga,“ segir Örn. Viðtalið við Katrínu og Örn Bárð má sjá í spilaranum hér að ofan.
Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. 18. október 2022 19:42 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. 18. október 2022 19:42