Jón Skaftason nýr stjórnarformaður Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2022 12:24 Jón og Rannveig fara fyrir nýrri stjórn Sýnar. Jón Skaftason, forsvarsmaður Gavia Invest, er nýr stjórnarformaður Sýnar. Þrír af fimm stjórnarmönnum eru hluti af hópi einkafjárfesta sem hafa eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Hluthafafundur fór fram í morgun. Stjórnina skipa nú auk Jóns þau Hákon Stefánsson, Páll Gíslason, Rannveig Eir Einarsdóttir og Sesselía Birgisdóttir. Í varastjórn voru kjörin þau Daði Kristjánsson og Salóme Guðmundsdóttir. Jón er sem fyrr segir nýr stjórnarformaður og Rannveig var kjörin varaformaður. Gavia Invest, sem Jón fer fyrir, á næststærsta hlutinn í Sýn eða 10,92 prósent. Hópurinn keypti stóran hlut Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra, í fyrirtækinu. Aðeins Gildi lífeyrissjóður á stærri hlut eða 14,03 prósent. Töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafalistann Rannveig Eir og Hilmar Þór Kristinsson, eiginmaður hennar, fjárfestu nýlega fyrir 1,3 milljarð króna í Sýn. Rannveig er forstjóri Reirs Verk í byggingargeiranum sem er sem stendur með yfir 800 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í byggingu eða á teikniborðinu. Boðað var til hluthafafundar hjá Sýn í lok ágúst þar sem Jón, Hilmar Þór og Reynir Grétarsson, stofnandi CreditInfo og stærsti eigandi Gavia Invest, buðu fram krafta sína. Jón var sá eini af þremenningunum sem náði kjöri. Jóhann Hjartarson náði ekki kjöri í stjórn Sýnar í dag. Jóhann er yfirlögfræðingur Íslenskrar erfðagreiningar. Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var kjörin stjórnarformaður og aðrir í stjórn voru auk Jóns þau Jóhann Hjartarson, Páll Gíslason og Sesselía Birgisdóttir. Öll nema Jóhann voru endurkjörin í stjórn. Hluthafarnir voru ekki sáttir við niðurstöðuna og töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafahóp Sýnar. „Einkafjárfestar eru orðnir fyrirferðamiklir á hluthafalistanum og bæði eðlilegt og sjálfsagt að þeir komi að stjórn félagsins með virkari hætti en nú er,“ sagði Hilmar Þór við Vísi. Dró framboð sitt til baka Hluthafarnir gerðu kröfu um annan hluthafafund sem fór fram í morgun. Í aðdraganda hans dró Petrea Ingileif framboð sitt til stjórnar til baka vegna afarkosta sem hún sagði Orkuveitu Reykjavíkur setja eiginmanni hennar. Ný stjórn var svo kjörin í morgun. Jón, Rannveig og Hákon koma úr fyrrnefndum hópi einkafjárfesta sem hafa nýlega eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Hákon er fyrrverandi framkvæmdastjóri Credit Info. Páll Gíslason á ekki hlut í Sýn en er forstjóri World Financial Desk LLC og hefur fimmtán ára reynslu af hátíðniviðskiptum á kauphöllum víða um heim. Sesselía er forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum. Fréttin hefur verið uppfærð. Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. 27. september 2022 16:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Stjórnina skipa nú auk Jóns þau Hákon Stefánsson, Páll Gíslason, Rannveig Eir Einarsdóttir og Sesselía Birgisdóttir. Í varastjórn voru kjörin þau Daði Kristjánsson og Salóme Guðmundsdóttir. Jón er sem fyrr segir nýr stjórnarformaður og Rannveig var kjörin varaformaður. Gavia Invest, sem Jón fer fyrir, á næststærsta hlutinn í Sýn eða 10,92 prósent. Hópurinn keypti stóran hlut Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra, í fyrirtækinu. Aðeins Gildi lífeyrissjóður á stærri hlut eða 14,03 prósent. Töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafalistann Rannveig Eir og Hilmar Þór Kristinsson, eiginmaður hennar, fjárfestu nýlega fyrir 1,3 milljarð króna í Sýn. Rannveig er forstjóri Reirs Verk í byggingargeiranum sem er sem stendur með yfir 800 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í byggingu eða á teikniborðinu. Boðað var til hluthafafundar hjá Sýn í lok ágúst þar sem Jón, Hilmar Þór og Reynir Grétarsson, stofnandi CreditInfo og stærsti eigandi Gavia Invest, buðu fram krafta sína. Jón var sá eini af þremenningunum sem náði kjöri. Jóhann Hjartarson náði ekki kjöri í stjórn Sýnar í dag. Jóhann er yfirlögfræðingur Íslenskrar erfðagreiningar. Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var kjörin stjórnarformaður og aðrir í stjórn voru auk Jóns þau Jóhann Hjartarson, Páll Gíslason og Sesselía Birgisdóttir. Öll nema Jóhann voru endurkjörin í stjórn. Hluthafarnir voru ekki sáttir við niðurstöðuna og töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafahóp Sýnar. „Einkafjárfestar eru orðnir fyrirferðamiklir á hluthafalistanum og bæði eðlilegt og sjálfsagt að þeir komi að stjórn félagsins með virkari hætti en nú er,“ sagði Hilmar Þór við Vísi. Dró framboð sitt til baka Hluthafarnir gerðu kröfu um annan hluthafafund sem fór fram í morgun. Í aðdraganda hans dró Petrea Ingileif framboð sitt til stjórnar til baka vegna afarkosta sem hún sagði Orkuveitu Reykjavíkur setja eiginmanni hennar. Ný stjórn var svo kjörin í morgun. Jón, Rannveig og Hákon koma úr fyrrnefndum hópi einkafjárfesta sem hafa nýlega eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Hákon er fyrrverandi framkvæmdastjóri Credit Info. Páll Gíslason á ekki hlut í Sýn en er forstjóri World Financial Desk LLC og hefur fimmtán ára reynslu af hátíðniviðskiptum á kauphöllum víða um heim. Sesselía er forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. 27. september 2022 16:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26
Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. 27. september 2022 16:00