Kjarnorkuárás Rússa yrði svarað af „bandalagi viljugra“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2022 08:57 Tobias Ellwood segir menn nú standa frammi fyrir því að þurfa að gera upp við sig hvernig þeir ætla að bregðast við ef Rússar nota kjarnorkuvopn. Getty/Leon Neal Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir aðildarríki Nató munu bregðast við ef Rússar beita Svíþjóð eða Finnland einhvers konar þrýstingi eða ógnum áður en ríkin verða fullgild aðildarríki að bandalaginu. Ummælin lét Stoltenberg falla á blaðamannafundi með nýjum forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson. Sagði hann algjörlega óhugsandi að bandalagið myndi ekki grípa inn í ef Rússar ógnuðu Svíum eða Finnum. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði í morgun að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði augljóslega gripið til þess ráðs að nota orkuskort og hungur sem vopn en honum hefði ekki tekist að splundra einingu Vesturlanda og myndi ekki ná hernaðartakmörkum sínum með því að skilja eftir sig sviðna jörð. Í ræðu á þýska þinginu sagði kanslarinn að Þjóðverjum hefði tekist að gera sig óháða orku frá Rússlandi en unnið væri að því að ná orkuverði niður með því að tryggja gas frá öðrum ríkjum. Tobias Ellwood, formaður varnarmálanefndar neðri deildar breska þingsins, sagði í viðtali við Sky News í morgun að menn stæðu nú frammi fyrir því að þurfa að gera það upp við sig hvernig þeir ætluðu að bregðast við ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn. Það væri varla hægt að reiða sig á sameinuð viðbrögð Nató-ríkjanna, þar sem Tyrkir og Ungverjar myndu mótmæla en Rússum yrði svarað af „bandalagi viljugra“ ríkja. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Bretland NATO Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Ummælin lét Stoltenberg falla á blaðamannafundi með nýjum forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson. Sagði hann algjörlega óhugsandi að bandalagið myndi ekki grípa inn í ef Rússar ógnuðu Svíum eða Finnum. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði í morgun að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði augljóslega gripið til þess ráðs að nota orkuskort og hungur sem vopn en honum hefði ekki tekist að splundra einingu Vesturlanda og myndi ekki ná hernaðartakmörkum sínum með því að skilja eftir sig sviðna jörð. Í ræðu á þýska þinginu sagði kanslarinn að Þjóðverjum hefði tekist að gera sig óháða orku frá Rússlandi en unnið væri að því að ná orkuverði niður með því að tryggja gas frá öðrum ríkjum. Tobias Ellwood, formaður varnarmálanefndar neðri deildar breska þingsins, sagði í viðtali við Sky News í morgun að menn stæðu nú frammi fyrir því að þurfa að gera það upp við sig hvernig þeir ætluðu að bregðast við ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn. Það væri varla hægt að reiða sig á sameinuð viðbrögð Nató-ríkjanna, þar sem Tyrkir og Ungverjar myndu mótmæla en Rússum yrði svarað af „bandalagi viljugra“ ríkja.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Bretland NATO Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira