Dráttarvélamótmæli gegn ropskatti á búfénað Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2022 09:16 Bóndi ekur dráttarvél sinni í gegnum miðborg Auckland á mótmælum gegn loftslagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. AP/Dean Purcell/New Zealand Herald Nýsjálenskir bændur óku fylktu liði á dráttarvélum sínum um götur borga og bæja víðsvegar um landið til þess að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja skatt á losun búfjár á gróðurhúsalofttegundum. Mótmælin eru þó sögð hafa verið minni í sniðum en búist var við. Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra lagði nýlega fram tillögu um að leggja sérstakan skatt á losun vegna búfjárræktar. Landbúnaður er helsta útflutningsgrein Nýja-Sjálands og um helmingur allrar losunar Nýja-Sjálands kemur frá bóndabýlum. Ropandi kýr losa sérstaklega mikið metan út í andrúmsloftið. Hagsmunasamtök bænda skipulögðu mótmæli í fleiri en fimmtíu borgum og bæjum um landið allt í dag. AP-fréttastofan segir að tugir dráttarvéla hafi tekið þátt í stærstu viðburðunum. Bændurnir halda því meðal annars fram að skatturinn yki í raun losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum því landbúnaðarframleiðslan færðist þá til annarra landa þar sem losunin væri meiri. Dave McCurdy, bóndi sem mótmælti í Wellington, gagnrýnir að skógrækt stéttarinnar sé ekki tekin með í reikningin en hún bindur kolefni og vegur upp á móti losun búfjárins. Skatturinn hrekti fjölda bænda úr stéttinni. „Ég er hættur. Tímasóun,“ sagði hann við AP. Nýsjálensk stjórnvöld stefna á að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Liður í því er að draga úr metanlosun búfjárræktunar um tíu prósent fyrir 2030 og allt að 47 prósent fyrir miðja öldina. Nýja-Sjáland Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Íhuga að skattleggja beljurop Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. 11. október 2022 13:59 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra lagði nýlega fram tillögu um að leggja sérstakan skatt á losun vegna búfjárræktar. Landbúnaður er helsta útflutningsgrein Nýja-Sjálands og um helmingur allrar losunar Nýja-Sjálands kemur frá bóndabýlum. Ropandi kýr losa sérstaklega mikið metan út í andrúmsloftið. Hagsmunasamtök bænda skipulögðu mótmæli í fleiri en fimmtíu borgum og bæjum um landið allt í dag. AP-fréttastofan segir að tugir dráttarvéla hafi tekið þátt í stærstu viðburðunum. Bændurnir halda því meðal annars fram að skatturinn yki í raun losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum því landbúnaðarframleiðslan færðist þá til annarra landa þar sem losunin væri meiri. Dave McCurdy, bóndi sem mótmælti í Wellington, gagnrýnir að skógrækt stéttarinnar sé ekki tekin með í reikningin en hún bindur kolefni og vegur upp á móti losun búfjárins. Skatturinn hrekti fjölda bænda úr stéttinni. „Ég er hættur. Tímasóun,“ sagði hann við AP. Nýsjálensk stjórnvöld stefna á að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Liður í því er að draga úr metanlosun búfjárræktunar um tíu prósent fyrir 2030 og allt að 47 prósent fyrir miðja öldina.
Nýja-Sjáland Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Íhuga að skattleggja beljurop Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. 11. október 2022 13:59 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Íhuga að skattleggja beljurop Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. 11. október 2022 13:59