Lygasögurnar það allra versta Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2022 19:18 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Vísir/Arnar Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. Myndskeið sem tekið var af árás stúlknahóps á hina tólf ára Ísabellu Von í Smáralind í ágúst hefur vakið mikla athygli nú í vikunni eftir að móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir, deildi því á samfélagsmiðlum. Ísabella er í 8. bekk í Hraunavallaskóla og hefur sætt hryllilegu einelti af hálfu jafnaldra sinna síðasta rúma árið. Eineltið birtist ekki aðeins í ofbeldi heldur einnig í skelfilegum skilaboðum á samfélagsmiðlum. Ísabellu hefur ítrekað verið sagt að hún ætti að drepa sig. Og loks bar eineltið hana ofurliði í gær; hún reyndi að taka eigið líf. Við hittum mæðgurnar í dag, nýkomnar heim af spítalanum. „Þetta bara versnar og versnar með hverjum deginum. Ég held alltaf að botninum sé náð en það bara versnar og versnar og versnar,“ segir Sædís, innt eftir því hvernig síðustu mánuðir hafi verið hjá þeim mæðgum. Vísir/Sara Hvernig er það fyrir þig sem móður hennar að sjá þetta? „Þetta er bara ógeðslegt sko. Maður getur ekki einu sinni ímyndað sér eitthvað svona. Þetta er bara skelfilegt.“ Fékk heilahristing eftir barsmíðarnar Ísabella segir skilaboðum frá gerendum hafa rignt inn allan liðlangan daginn frá því hún byrjaði í Hraunavallaskóla í fyrra. Hún þekkir flesta í gerendahópnum, sem þær mæðgur telja skipaðan um 35 manns. „Svo eru fleiri sem senda nafnlaus skilaboð og fleiri í því sem ég kalla klappliðið. Aðrir sem dreifa, pískra og hvísla á göngunum í skólanum,“ segir Sædís. Hvað er búið að vera erfiðast við þetta? „Eiginlega bara allar lygasögurnar,“ segir Ísabella. Hún segir það hafa verið hryllilegt þegar gerendur gengu í skrokk á henni, líkt og sést á myndböndunum sem farið hafa í dreifingu. Hún segist hafa meitt sig lítillega við barsmíðarnar en móðir hennar tekur dýpra í árinni. „Heilahristing, og marbletti og skrámur og eitthvað. Sem betur fer ekki meira. En hefði getað endað bara hryllilega,“ segir Sædís. Mæðgurnar hafa upplifað sig máttlausa gagnvart eineltinu, sem meira að segja er komið inn á borð lögreglu, en þær vona að nú horfi til betri vegar. Stuðningsyfirlýsingum hefur í það minnsta rignt yfir Ísabellu frá því í morgun. „Fyrirgefningar. Og að ég eigi þetta ekki skilið og eitthvað.“ Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Myndskeið sem tekið var af árás stúlknahóps á hina tólf ára Ísabellu Von í Smáralind í ágúst hefur vakið mikla athygli nú í vikunni eftir að móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir, deildi því á samfélagsmiðlum. Ísabella er í 8. bekk í Hraunavallaskóla og hefur sætt hryllilegu einelti af hálfu jafnaldra sinna síðasta rúma árið. Eineltið birtist ekki aðeins í ofbeldi heldur einnig í skelfilegum skilaboðum á samfélagsmiðlum. Ísabellu hefur ítrekað verið sagt að hún ætti að drepa sig. Og loks bar eineltið hana ofurliði í gær; hún reyndi að taka eigið líf. Við hittum mæðgurnar í dag, nýkomnar heim af spítalanum. „Þetta bara versnar og versnar með hverjum deginum. Ég held alltaf að botninum sé náð en það bara versnar og versnar og versnar,“ segir Sædís, innt eftir því hvernig síðustu mánuðir hafi verið hjá þeim mæðgum. Vísir/Sara Hvernig er það fyrir þig sem móður hennar að sjá þetta? „Þetta er bara ógeðslegt sko. Maður getur ekki einu sinni ímyndað sér eitthvað svona. Þetta er bara skelfilegt.“ Fékk heilahristing eftir barsmíðarnar Ísabella segir skilaboðum frá gerendum hafa rignt inn allan liðlangan daginn frá því hún byrjaði í Hraunavallaskóla í fyrra. Hún þekkir flesta í gerendahópnum, sem þær mæðgur telja skipaðan um 35 manns. „Svo eru fleiri sem senda nafnlaus skilaboð og fleiri í því sem ég kalla klappliðið. Aðrir sem dreifa, pískra og hvísla á göngunum í skólanum,“ segir Sædís. Hvað er búið að vera erfiðast við þetta? „Eiginlega bara allar lygasögurnar,“ segir Ísabella. Hún segir það hafa verið hryllilegt þegar gerendur gengu í skrokk á henni, líkt og sést á myndböndunum sem farið hafa í dreifingu. Hún segist hafa meitt sig lítillega við barsmíðarnar en móðir hennar tekur dýpra í árinni. „Heilahristing, og marbletti og skrámur og eitthvað. Sem betur fer ekki meira. En hefði getað endað bara hryllilega,“ segir Sædís. Mæðgurnar hafa upplifað sig máttlausa gagnvart eineltinu, sem meira að segja er komið inn á borð lögreglu, en þær vona að nú horfi til betri vegar. Stuðningsyfirlýsingum hefur í það minnsta rignt yfir Ísabellu frá því í morgun. „Fyrirgefningar. Og að ég eigi þetta ekki skilið og eitthvað.“
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04
Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31