Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. október 2022 23:45 Steinunn hafði áhyggjur afþví að hrossin gætu ekki lifað af veturinn vegna ástands. Steinunn Árnadóttir Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. Steinunn Árnadóttir, sú sem greindi fyrst frá þeirri meðferð sem hrossin höfðu verið beitt, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið á staðnum þegar hrossin voru færð í sláturbíl. Hún segir Matvælastofnun hafa sinnt aðgerðunum. „Við sáum tólf hesta setta á sláturbíl og við vitum að það var folald fellt þarna á staðnum,“ segir Steinunn. Niðurstaðan sé mjög sorgleg en fyrr í haust lýsti Steinunn yfir áhyggjum sínum vegna ástands hrossanna; feldur þeirra væri þannig að þau myndu ekki geta lifað af í vetrarkuldanum. Aðspurð hvort hægt hefði verið að bjarga hrossunum í því ástandi sem þau voru segir Steinunn svo ekki vera. „Að horfa á þessa vesalinga sem voru búnir að vera lokaðir inni í heilt ár koma út grindhoruð, og holdafarið og hárgerðin var þannig að það var útilokað að þau gætu lifað af úti, það var útilokað. Þau voru búin að líða miklar hörmungar í þessum veðrum sem voru búin að skella á okkur,“ segir Steinunn. Hún segist agndofa yfir aðgerðarleysi MAST og yfirlýsinga stofnunarinnar, málið sé hörmulegt. Mikið magn kvartana vegna hrossanna hafi verið sent á borð þeirra en þau hafi brugðist. „Þeir brugðust í hvert skipti sem fólk lét vita af því að ástandið var ekki gott og þetta var niðurstaðan,“ segir Steinunn. Steinunn segir þessa niðurstöðu vera sorglega, hún sé mjög hrygg yfir þessu. Hún segist einnig ósátt við það að fyrri eigendur hrossa sem hafi verið í hópnum hafi ekki getað fengið þau til baka þegar þeir vissu að um sín dýr væri að ræða. „Ég er afar ósátt að þeir fyrrum eigendur sem vildu að fá skepnurnar til baka, gátu það ekki. Þarna er verið að fella skepnur sem aðrir vildu fá til baka og þær eru bara drepnar með köldu blóði. Ég er mjög ósátt við það,“ segir Steinunn. Hún segir búfjárvörslusviptingu hafa átt að fara fram, fyrri eigendur hafi viljað láta kaup nýrra eigenda ganga til baka. Steinunn segir að það að hrossunum hafi verið slátrað sé aðeins niðurstaða í hluta málsins; sömu aðilar eigi kýr og kindur annars staðar. Einnig hafi verið kvartað yfir slæmri meðferð á þeim dýrum. „Kýr hafa ekki farið út í þrjú ár, kindur ekki út í þrjú ár og þetta eru sömu aðilar og sömu eftirlitsaðilar. Vita fullkomlega um þessar aðstæður og stanslaust verið að láta vita,“ segir Steinunn. Að endingu segir Steinunn nauðsynlegt að breyta þessu; fólk verði að geta treyst á að eftirlitið virki þegar þurfi á að halda. Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýr Borgarbyggð Dýraheilbrigði Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Steinunn Árnadóttir, sú sem greindi fyrst frá þeirri meðferð sem hrossin höfðu verið beitt, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið á staðnum þegar hrossin voru færð í sláturbíl. Hún segir Matvælastofnun hafa sinnt aðgerðunum. „Við sáum tólf hesta setta á sláturbíl og við vitum að það var folald fellt þarna á staðnum,“ segir Steinunn. Niðurstaðan sé mjög sorgleg en fyrr í haust lýsti Steinunn yfir áhyggjum sínum vegna ástands hrossanna; feldur þeirra væri þannig að þau myndu ekki geta lifað af í vetrarkuldanum. Aðspurð hvort hægt hefði verið að bjarga hrossunum í því ástandi sem þau voru segir Steinunn svo ekki vera. „Að horfa á þessa vesalinga sem voru búnir að vera lokaðir inni í heilt ár koma út grindhoruð, og holdafarið og hárgerðin var þannig að það var útilokað að þau gætu lifað af úti, það var útilokað. Þau voru búin að líða miklar hörmungar í þessum veðrum sem voru búin að skella á okkur,“ segir Steinunn. Hún segist agndofa yfir aðgerðarleysi MAST og yfirlýsinga stofnunarinnar, málið sé hörmulegt. Mikið magn kvartana vegna hrossanna hafi verið sent á borð þeirra en þau hafi brugðist. „Þeir brugðust í hvert skipti sem fólk lét vita af því að ástandið var ekki gott og þetta var niðurstaðan,“ segir Steinunn. Steinunn segir þessa niðurstöðu vera sorglega, hún sé mjög hrygg yfir þessu. Hún segist einnig ósátt við það að fyrri eigendur hrossa sem hafi verið í hópnum hafi ekki getað fengið þau til baka þegar þeir vissu að um sín dýr væri að ræða. „Ég er afar ósátt að þeir fyrrum eigendur sem vildu að fá skepnurnar til baka, gátu það ekki. Þarna er verið að fella skepnur sem aðrir vildu fá til baka og þær eru bara drepnar með köldu blóði. Ég er mjög ósátt við það,“ segir Steinunn. Hún segir búfjárvörslusviptingu hafa átt að fara fram, fyrri eigendur hafi viljað láta kaup nýrra eigenda ganga til baka. Steinunn segir að það að hrossunum hafi verið slátrað sé aðeins niðurstaða í hluta málsins; sömu aðilar eigi kýr og kindur annars staðar. Einnig hafi verið kvartað yfir slæmri meðferð á þeim dýrum. „Kýr hafa ekki farið út í þrjú ár, kindur ekki út í þrjú ár og þetta eru sömu aðilar og sömu eftirlitsaðilar. Vita fullkomlega um þessar aðstæður og stanslaust verið að láta vita,“ segir Steinunn. Að endingu segir Steinunn nauðsynlegt að breyta þessu; fólk verði að geta treyst á að eftirlitið virki þegar þurfi á að halda.
Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýr Borgarbyggð Dýraheilbrigði Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira