Vildu fá fjögur þúsund krónur en þurfa að greiða 372 þúsund Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2022 12:56 Veitingastaður Fresco í Faxafeni. Fresco Kona þarf ekki að greiða 4.580 krónur líkt og fyrirtækið Fresco 48 ehf. sem rekur veitingastaðinn Fresco hafði krafið hana um. Þess í stað þarf fyrirtækið að greiða málskostnað konunnar sem var 372 þúsund krónur. Málið var tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Fresco 48 krafðist þess að kona skildi greiða 4.580 króna fyrir matarúttekt á veitingastað þeirra. Samkvæmt Fresco 48 mun matarúttektin hafa átt sér stað þegar veitingareksturinn tilheyrði félaginu HNB ehf.. Krafan hafi verið meðal eigna sem Bestun birtingarhús ehf. keypti af HNB og síðar þrotabúi HNB í samræmi við yfirlýsingu skiptastjóra. Kröfurnar voru svo framseldar Fresco 48 í mars á þessu ári. Konan tók út eitt stykki salat og eitt stykki af svokölluðum mána, samtals að fjárhæð 4.580 króna. Reikningur var gefinn út á hendur stefndu þann 14. mars á þessu ári, innheimtuviðvörun póstlögð níu dögum síðar og ítrekun send þann 6. apríl. Stefnda byggði á því að umrædd krafa hafi ekki verið fyrir hendi enda hafi þrotabú HNB ekki átt nokkra kröfu á hendur sér. Stefnandi reisi kröfu sína á matarúttektarseðli og sé það skjal ekki reikningur sem útgefinn var af HNB. Á umræddum matarúttektarseðli er ekki hægt að sjá upplýsingar um dagsetningu ætlaðrar úttektar. HNB var stofnað árið 2006 og því gæti úttektin náð allt til þess árs. Héraðsdómur mat það sem svo að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun þess að stefndi hafi tekið á sig umrædda skuldbindingu með matarúttekt, hvenær sú úttekt hafi átt sér stað né hvort greitt hafi verið fyrir úttektina hafi hún átt sér stað. Því var konan sýknuð af kröfum Fresco 48 ehf.. Fresco 48 er gert að greiða málskostnað konunnar sem hljóðar upp á 372 þúsund krónur. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Málið var tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Fresco 48 krafðist þess að kona skildi greiða 4.580 króna fyrir matarúttekt á veitingastað þeirra. Samkvæmt Fresco 48 mun matarúttektin hafa átt sér stað þegar veitingareksturinn tilheyrði félaginu HNB ehf.. Krafan hafi verið meðal eigna sem Bestun birtingarhús ehf. keypti af HNB og síðar þrotabúi HNB í samræmi við yfirlýsingu skiptastjóra. Kröfurnar voru svo framseldar Fresco 48 í mars á þessu ári. Konan tók út eitt stykki salat og eitt stykki af svokölluðum mána, samtals að fjárhæð 4.580 króna. Reikningur var gefinn út á hendur stefndu þann 14. mars á þessu ári, innheimtuviðvörun póstlögð níu dögum síðar og ítrekun send þann 6. apríl. Stefnda byggði á því að umrædd krafa hafi ekki verið fyrir hendi enda hafi þrotabú HNB ekki átt nokkra kröfu á hendur sér. Stefnandi reisi kröfu sína á matarúttektarseðli og sé það skjal ekki reikningur sem útgefinn var af HNB. Á umræddum matarúttektarseðli er ekki hægt að sjá upplýsingar um dagsetningu ætlaðrar úttektar. HNB var stofnað árið 2006 og því gæti úttektin náð allt til þess árs. Héraðsdómur mat það sem svo að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun þess að stefndi hafi tekið á sig umrædda skuldbindingu með matarúttekt, hvenær sú úttekt hafi átt sér stað né hvort greitt hafi verið fyrir úttektina hafi hún átt sér stað. Því var konan sýknuð af kröfum Fresco 48 ehf.. Fresco 48 er gert að greiða málskostnað konunnar sem hljóðar upp á 372 þúsund krónur. Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira