Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2022 16:43 Skipið Onni HU-36. Vigfús Markússon Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. Ákvörðun Fiskistofu var birt útgerðinni í síðustu viku. Þar er málavöxtum lýst þannig að veiðieftirlitsmenn, sem voru við eftirlit á Sauðárkróki og Reykjaströnd, hafi myndað brottkast áhafnar með flygildi í október og nóvember á síðasta ári. Í fyrra tilfellinu, þann 12. október 2021, hafi þeir tekið samtals þrjú myndskeið þar sem sést til skipverja leysa frá poka veiðarfæris þannig að fiskur, sem eftirlitsmenn telja að hafi vegið allt að tveimur tonnum, rann í sjóinn. Var þar aðallega um að ræða þorsk, ýsu og kola. Skipverjar eru sagðir hafa gert enga tilraun til að haka fisknum um borð í skipið. Þegar skipstjóri Onna HU-36 var spurður af eftirlitsmönnum hvers vegna fisknum hefði verið varpað út í sjó gaf hann þær skýringar að ofurtogið hefði slitnað frá pokanum og vír sem fer í blökkina hafi farið í gegn. Eftirlitsmenn gerðu einnig athugasemdir við að aflaupplýsingar hefðu ekki verið skráðar með réttum hætti. Í síðara tilfelli, 11. nóvember 2021, hafi eftirlitsmenn einnig náð myndbandi af skipverja kasta samtals tólf kolum fyrir borð og skolaði þeim í raun burt, eins og því er lýst í ákvörðun Fiskistofu. Fram kemur að engar athugasemdir eða andmæli hafi borist frá áhöfn eða útgerðinni Stakkfell. Alvarleg brot og sérstaklega ámælisverð Fyrirliggjandi myndbönd eru sögð sýna með skýrum hætti að brotin hafi verið framin. Ekki var fallist á skýringar skipstjóra. Þvert á móti segir Fiskistofa að skipverjum hafi staðið til boða möguleg úrræði í því skyni að landa aflanum. Skipstjóri var þá fundinn sekur um að hafa ekki staðið, með fullnægjandi hætti, skil á upplýsingum um afla í afladagbók. Í niðurstöðu Fiskistofu er vísað til þess að brotin hafi verið framin í hagnaðarskyni, með því að áhöfnin hafi sparað sér útgjalda við að grípa til réttmætra ráðstafana. Þó hafi brotin fyrst og fremst beinst gegn öðrum hagsmunum en fjárverðmætum: góðri umgengni um nytjastofna sjávar. Þá ógni brotin hagsmunum sem tengjast aflaskráningu. Brotin voru því talin alvarleg og sérstaklega ámælisverð var skiptið Onni HU-36 því svipt veiðileyfi í átta vikur, eða 56 daga. Sjávarútvegur Skagafjörður Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Ákvörðun Fiskistofu var birt útgerðinni í síðustu viku. Þar er málavöxtum lýst þannig að veiðieftirlitsmenn, sem voru við eftirlit á Sauðárkróki og Reykjaströnd, hafi myndað brottkast áhafnar með flygildi í október og nóvember á síðasta ári. Í fyrra tilfellinu, þann 12. október 2021, hafi þeir tekið samtals þrjú myndskeið þar sem sést til skipverja leysa frá poka veiðarfæris þannig að fiskur, sem eftirlitsmenn telja að hafi vegið allt að tveimur tonnum, rann í sjóinn. Var þar aðallega um að ræða þorsk, ýsu og kola. Skipverjar eru sagðir hafa gert enga tilraun til að haka fisknum um borð í skipið. Þegar skipstjóri Onna HU-36 var spurður af eftirlitsmönnum hvers vegna fisknum hefði verið varpað út í sjó gaf hann þær skýringar að ofurtogið hefði slitnað frá pokanum og vír sem fer í blökkina hafi farið í gegn. Eftirlitsmenn gerðu einnig athugasemdir við að aflaupplýsingar hefðu ekki verið skráðar með réttum hætti. Í síðara tilfelli, 11. nóvember 2021, hafi eftirlitsmenn einnig náð myndbandi af skipverja kasta samtals tólf kolum fyrir borð og skolaði þeim í raun burt, eins og því er lýst í ákvörðun Fiskistofu. Fram kemur að engar athugasemdir eða andmæli hafi borist frá áhöfn eða útgerðinni Stakkfell. Alvarleg brot og sérstaklega ámælisverð Fyrirliggjandi myndbönd eru sögð sýna með skýrum hætti að brotin hafi verið framin. Ekki var fallist á skýringar skipstjóra. Þvert á móti segir Fiskistofa að skipverjum hafi staðið til boða möguleg úrræði í því skyni að landa aflanum. Skipstjóri var þá fundinn sekur um að hafa ekki staðið, með fullnægjandi hætti, skil á upplýsingum um afla í afladagbók. Í niðurstöðu Fiskistofu er vísað til þess að brotin hafi verið framin í hagnaðarskyni, með því að áhöfnin hafi sparað sér útgjalda við að grípa til réttmætra ráðstafana. Þó hafi brotin fyrst og fremst beinst gegn öðrum hagsmunum en fjárverðmætum: góðri umgengni um nytjastofna sjávar. Þá ógni brotin hagsmunum sem tengjast aflaskráningu. Brotin voru því talin alvarleg og sérstaklega ámælisverð var skiptið Onni HU-36 því svipt veiðileyfi í átta vikur, eða 56 daga.
Sjávarútvegur Skagafjörður Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?