Hvað er dauðakvíði? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 17. október 2022 16:31 Það er eðlilegur hluti af mannlegri tilvist að hræðast dauðann upp að vissu marki enda hefur sá ótti stuðlað að afkomu mannsins. Hjá sumum verður þessi ótti hins vegar svo mikill og þrálátur að fólk fær ekki notið lífsins. Óttinn getur birst með mismunandi hætti; sumir velta því stöðugt fyrir sér hvað gerist eftir dauðann og hvernig það verði að vera ekki til, aðrir eru uppteknari af dauðaferlinu og enn aðrir óttast að missa sína nánustu eða hafa áhyggjur af afdrifum þeirra. Hjá sumum líkist dauðakvíðinn fælni þar sem fólk fer í mikið uppnám, og forðast eftir fremsta megni, allt sem minnir á dauðann. Dauðakvíði telst ekki til geðraskana en kemur við sögu í ýmsum kvíðavandamálum, meðal annars hjá sumum þeirra sem hræðast flug, slys og alvarlega sjúkdóma. Fólk verður minna hrætt við dauðann með auknum aldri, þótt það sé ekki einhlítt, enda hefur það þá oftar komist í tæri við dauðann í kringum sig. Almenn gætir feimni við dauðann á Vesturlöndum, þeir sem deyja eru huldir sjónum manna og lítið um dauðann rætt. Þetta hjálpar ekki til við það að venjast tilhugsuninni um dauðann. Hvernig má vinna á dauðakvíða? Þeir sem glíma við dauðakvíða reyna, eins og aðrir, að draga úr vanlíðan sinni. Oft er reynt að draga úr óvissunni með því að velta dauðanum mikið fyrir sér eða lesa sér til um málefnið sem tekur tíma og orku og eykur aðeins á kvíðann, þegar ekki er komist til botns í málinu. Aðrir vilja ekki heyra á dauðann minnst og forðast slíkar hugrenningar, sem tefur líka fyrir bata. Svo leita margir hughreystinga annarra sem slær aðeins á kvíðann til skamms tíma. Menn gera eitt og annað til að koma á í veg fyrir það versta, eins og að hugsa jákvætt og varast að storka örlögunum. Því miður skila þessar aðfarir aðeins tímabundnum létti og er því í meðferð við dauðakvíða hvatt til þess gagnstæða, að óhlýðnast „kvíðapúkanum.“ Æfa sig í því að þola við í óvissunni í stað þess að leita svara eða hughreystinga annarra, leyfa óþægilegum hugsunum að koma og gera þær jafnvel verri, sem og að sækja í aðstæður sem vekja upp kvíðann. Breski geðlæknirinn David Veale er einn þeirra sem fjallað hefur um fyrirbærið og er annar höfundur að sjálfshjálparbók á ensku um vandann. Eru þar tillögur að æfingum fyrir þá sem hræðast og forðast mjög dauðatengd málefni. Er meðal annars mælt með lestri minningargreina og bóka um dauðann, áhorfi á bíómyndir um málefnið og að hlustað á viðtöl við fólk sem mætir dauðanum af æðruleysi. Eins að hafa hluti hjá sér sem minna á dauða, svo sem hauskúpur, skrifa um eigin dauðdaga, skipuleggja útför sína, semja minningargrein, heimsækja kirkjugarða, og fyrir hina allra hörðustu, smíða sína eigin líkkistu. Þó fer það auðvitað eftir því hvernig landið liggur hjá hverjum og einum hvers konar æfingar „hitta í mark.“ Síðast en ekki síst er mikilvægt að vinna að innihaldsríku lífi í stað þess að eyða orkunni í það að reyna að fyrirbyggja hið óumflýjanlega. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er eðlilegur hluti af mannlegri tilvist að hræðast dauðann upp að vissu marki enda hefur sá ótti stuðlað að afkomu mannsins. Hjá sumum verður þessi ótti hins vegar svo mikill og þrálátur að fólk fær ekki notið lífsins. Óttinn getur birst með mismunandi hætti; sumir velta því stöðugt fyrir sér hvað gerist eftir dauðann og hvernig það verði að vera ekki til, aðrir eru uppteknari af dauðaferlinu og enn aðrir óttast að missa sína nánustu eða hafa áhyggjur af afdrifum þeirra. Hjá sumum líkist dauðakvíðinn fælni þar sem fólk fer í mikið uppnám, og forðast eftir fremsta megni, allt sem minnir á dauðann. Dauðakvíði telst ekki til geðraskana en kemur við sögu í ýmsum kvíðavandamálum, meðal annars hjá sumum þeirra sem hræðast flug, slys og alvarlega sjúkdóma. Fólk verður minna hrætt við dauðann með auknum aldri, þótt það sé ekki einhlítt, enda hefur það þá oftar komist í tæri við dauðann í kringum sig. Almenn gætir feimni við dauðann á Vesturlöndum, þeir sem deyja eru huldir sjónum manna og lítið um dauðann rætt. Þetta hjálpar ekki til við það að venjast tilhugsuninni um dauðann. Hvernig má vinna á dauðakvíða? Þeir sem glíma við dauðakvíða reyna, eins og aðrir, að draga úr vanlíðan sinni. Oft er reynt að draga úr óvissunni með því að velta dauðanum mikið fyrir sér eða lesa sér til um málefnið sem tekur tíma og orku og eykur aðeins á kvíðann, þegar ekki er komist til botns í málinu. Aðrir vilja ekki heyra á dauðann minnst og forðast slíkar hugrenningar, sem tefur líka fyrir bata. Svo leita margir hughreystinga annarra sem slær aðeins á kvíðann til skamms tíma. Menn gera eitt og annað til að koma á í veg fyrir það versta, eins og að hugsa jákvætt og varast að storka örlögunum. Því miður skila þessar aðfarir aðeins tímabundnum létti og er því í meðferð við dauðakvíða hvatt til þess gagnstæða, að óhlýðnast „kvíðapúkanum.“ Æfa sig í því að þola við í óvissunni í stað þess að leita svara eða hughreystinga annarra, leyfa óþægilegum hugsunum að koma og gera þær jafnvel verri, sem og að sækja í aðstæður sem vekja upp kvíðann. Breski geðlæknirinn David Veale er einn þeirra sem fjallað hefur um fyrirbærið og er annar höfundur að sjálfshjálparbók á ensku um vandann. Eru þar tillögur að æfingum fyrir þá sem hræðast og forðast mjög dauðatengd málefni. Er meðal annars mælt með lestri minningargreina og bóka um dauðann, áhorfi á bíómyndir um málefnið og að hlustað á viðtöl við fólk sem mætir dauðanum af æðruleysi. Eins að hafa hluti hjá sér sem minna á dauða, svo sem hauskúpur, skrifa um eigin dauðdaga, skipuleggja útför sína, semja minningargrein, heimsækja kirkjugarða, og fyrir hina allra hörðustu, smíða sína eigin líkkistu. Þó fer það auðvitað eftir því hvernig landið liggur hjá hverjum og einum hvers konar æfingar „hitta í mark.“ Síðast en ekki síst er mikilvægt að vinna að innihaldsríku lífi í stað þess að eyða orkunni í það að reyna að fyrirbyggja hið óumflýjanlega. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun