Þjónusta án skilyrða við ungt fólk, hversu mikils virði er það? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 17. október 2022 15:31 Mikið er fjallað um geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi í dag. Aukinn kvíði, vansæld, einmanaleiki, vanlíðan vegna samskipta, ofbeldi. Nýjustu fréttir er að kulnun sé algengust meðal 18-24 ára. Fólk þarf annað fólk og upplifa að tilheyra samfélagi. Við þurfum stundum bara að fá einhvern sem sér mann, hlustar, skilur og getur hjálpað að greina hvað er hvað. Það er hægt að auka aðgengi að stuðningi, auka aðgengi að einfaldri ráðgjöf. Ekki allt þarf flóknar greiningar og klínískar aðferðir til lausna. Það módel er að verða gjaldþrota eins og endalausir biðlistar sýna okkur. Við upplifum öll á einhverjum tímapunkti vanlíðan og erfiðar tilfinningar, sérstaklega þegar við erum á unglingsaldri. Það er líka svo margt sem veldur vanlíðan og vanda sem ekki fellur innan þröngra skilgreininga geðgreininga. Heimurinn er flókinn, það er flókið að vera ung manneskja á þröskuldi þess að verða fullorðin. Þarna verða samskipti oft erfið, við foreldra, vini og kunningja. Svo erum við að hefja ástarsambönd við annað fólk sem getur verið flókið. Það kemur líka margt fyrir á þessum aldri sem þarf að vera hægt að ræða á öruggum stað. Rannsóknir sýna okkur að ef stuðningur fæst ekki á réttum tíma geta slík mál leitt til geð-, fíkni- og heilsufarsvanda seinna á lífsleiðinni. Í Berginu hittum við 60-70 ungmenni í hverri einustu viku, þau eru metin með tilteknum hætti til að greina alvarleika vanda. Engum er neitað, allir fá eyra og rannsóknir okkar sýna að mjög margir fá bót með því að koma í Bergið. Það er þeim líður betur, upplifa minni kvíða og meiri virkni í daglegu lífi. Fyrir marga sem vanir eru að vinna í greiningarumhverfi geðheilbrigðisþjónustu er þetta mjög framandi hugmyndafræði. Allir mega koma, fá tíma og fá áheyrn. Þau mega koma eins oft og þau vilja og þau mega nota þjónustuna nákvæmlega eins og þau vilja. Þau geta komið einu sinni og svo aftur eftir ár, eða í hverri viku í einhvern tíma meðan verið er að vinna að málum. Stundum eru þau aðstoðuð við að fá meiri þjónustu en þeim er ekki úthýst úr Berginu á meðan. Að meðaltali kemur unga fólkið í fjóra tíma í Berginu, þó margir koma sjaldnar og einhverjir oftar. Við byggjum á áströlsku módeli um snemmtæka íhlutun fyrir ungt fólk sem hefur verið í prófun síðustu 15 ár, þar er headspace þjónusta í boði fyrri stóran hluta ungmenna í Ástralíu í þeirra heimaumhverfi. Þessi þjónusta er einnig um alla Danmörku og nú eru Norðmenn að opna 6 slíkar stöðvar á næstu mánuðum. Bergið er aðeins á einum stað í Reykjavík, við sinnum einnig þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði og hefur það reynst mjög vel. Okkur langar að bjóða öllum ungmennum á landinu möguleika á að hafa slíka þjónustu í nærumhverfi, það væri hægt með ýmis konar útfærslum. Til þess þarf ríkið og sveitafélög að koma að borðinu með okkur og tryggja að Bergið geti framkvæmt þjónstuna Við erum þess fullviss að framtíðarvandi og þjónustuþörf má minnka með því að veita slíka þjónustu á þessum tímapunkti í lífi fólks. Danska heasdspace þjónustan hefur metið það sem svo að hver króna sem fer í slíka lágþröskuldaþjónustu skili sér í 7 króna sparnaði í framtíðinni. Með því að veita Berginu headspace aðeins 10% af þeim fjárveitingum sem SÁÁ fær til að sinni þjónustu sinni væri hægt að bjóða upp á þessa þjónustu um allt land fyrir öll ungmenni á aldrinum 12-25 ára án takmarkana. Það væri held ég þess virði, við erum til, við eigum módelið, við eigum fagfólkið og við finnum að ungmennin vilja koma til okkar. Það eina sem þarf er trygging á fjármagni og það ekki svo mikið miðað við hvað það kostar okkur að gera það ekki. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Mikið er fjallað um geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi í dag. Aukinn kvíði, vansæld, einmanaleiki, vanlíðan vegna samskipta, ofbeldi. Nýjustu fréttir er að kulnun sé algengust meðal 18-24 ára. Fólk þarf annað fólk og upplifa að tilheyra samfélagi. Við þurfum stundum bara að fá einhvern sem sér mann, hlustar, skilur og getur hjálpað að greina hvað er hvað. Það er hægt að auka aðgengi að stuðningi, auka aðgengi að einfaldri ráðgjöf. Ekki allt þarf flóknar greiningar og klínískar aðferðir til lausna. Það módel er að verða gjaldþrota eins og endalausir biðlistar sýna okkur. Við upplifum öll á einhverjum tímapunkti vanlíðan og erfiðar tilfinningar, sérstaklega þegar við erum á unglingsaldri. Það er líka svo margt sem veldur vanlíðan og vanda sem ekki fellur innan þröngra skilgreininga geðgreininga. Heimurinn er flókinn, það er flókið að vera ung manneskja á þröskuldi þess að verða fullorðin. Þarna verða samskipti oft erfið, við foreldra, vini og kunningja. Svo erum við að hefja ástarsambönd við annað fólk sem getur verið flókið. Það kemur líka margt fyrir á þessum aldri sem þarf að vera hægt að ræða á öruggum stað. Rannsóknir sýna okkur að ef stuðningur fæst ekki á réttum tíma geta slík mál leitt til geð-, fíkni- og heilsufarsvanda seinna á lífsleiðinni. Í Berginu hittum við 60-70 ungmenni í hverri einustu viku, þau eru metin með tilteknum hætti til að greina alvarleika vanda. Engum er neitað, allir fá eyra og rannsóknir okkar sýna að mjög margir fá bót með því að koma í Bergið. Það er þeim líður betur, upplifa minni kvíða og meiri virkni í daglegu lífi. Fyrir marga sem vanir eru að vinna í greiningarumhverfi geðheilbrigðisþjónustu er þetta mjög framandi hugmyndafræði. Allir mega koma, fá tíma og fá áheyrn. Þau mega koma eins oft og þau vilja og þau mega nota þjónustuna nákvæmlega eins og þau vilja. Þau geta komið einu sinni og svo aftur eftir ár, eða í hverri viku í einhvern tíma meðan verið er að vinna að málum. Stundum eru þau aðstoðuð við að fá meiri þjónustu en þeim er ekki úthýst úr Berginu á meðan. Að meðaltali kemur unga fólkið í fjóra tíma í Berginu, þó margir koma sjaldnar og einhverjir oftar. Við byggjum á áströlsku módeli um snemmtæka íhlutun fyrir ungt fólk sem hefur verið í prófun síðustu 15 ár, þar er headspace þjónusta í boði fyrri stóran hluta ungmenna í Ástralíu í þeirra heimaumhverfi. Þessi þjónusta er einnig um alla Danmörku og nú eru Norðmenn að opna 6 slíkar stöðvar á næstu mánuðum. Bergið er aðeins á einum stað í Reykjavík, við sinnum einnig þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði og hefur það reynst mjög vel. Okkur langar að bjóða öllum ungmennum á landinu möguleika á að hafa slíka þjónustu í nærumhverfi, það væri hægt með ýmis konar útfærslum. Til þess þarf ríkið og sveitafélög að koma að borðinu með okkur og tryggja að Bergið geti framkvæmt þjónstuna Við erum þess fullviss að framtíðarvandi og þjónustuþörf má minnka með því að veita slíka þjónustu á þessum tímapunkti í lífi fólks. Danska heasdspace þjónustan hefur metið það sem svo að hver króna sem fer í slíka lágþröskuldaþjónustu skili sér í 7 króna sparnaði í framtíðinni. Með því að veita Berginu headspace aðeins 10% af þeim fjárveitingum sem SÁÁ fær til að sinni þjónustu sinni væri hægt að bjóða upp á þessa þjónustu um allt land fyrir öll ungmenni á aldrinum 12-25 ára án takmarkana. Það væri held ég þess virði, við erum til, við eigum módelið, við eigum fagfólkið og við finnum að ungmennin vilja koma til okkar. Það eina sem þarf er trygging á fjármagni og það ekki svo mikið miðað við hvað það kostar okkur að gera það ekki. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun