Fari eins og á horfist sé það ákall um breytingar hjá Samfylkingunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2022 12:32 Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir formennsku hjá Samfylkingunni, segir tíma til kominn á breytingar innan flokksins. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir að verða næsti formaður Samfylkingarinnar, segir tíma kominn á breytingar innan flokksins og einblína þurfi á kjarnamál flokksins. Það stangist ekki á við umbótahugmyndir að eini frambjóðandinn til varaformanns sé með áratuga reynslu í stjórnmálum. Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tilkynnti í gær framboð til varaformanns Samfylkingarinnar, stuttu eftir að Heiða Björg Hilmidóttir, sem hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár, tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en hún var nýlega kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég virði það bara við hana að hún hafi ákveðið að einbeita sér að því. Guðmundur Árni hefur svolítið sýnt að hann taki undir þau áhersluatriði sem ég hef talað fyrir, sem er vissulega mjög jákvætt,“ segir Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi til formanns flokksins. Stjórnarkjör hjá Samfylkinguni fer fram 28. og 29. október og því enn möguleiki á að fleiri bjóði fram. Guðmundur hefur lengi starfað innan flokksins og áður Alþýðuflokksins en frá miðjum níunda áratugi hefur hann starfað í pólitík. Fyrst sem bæjarstjóri í Hafnarfirði, svo sem þingmaður og ráðherra og svo sem sendiherra. Guðmundur var þá oddviti flokksins í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði í vor en flokkurinn vann þar stórsigur og fulltrúum fjölgaði úr tveimur í fjóra. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að Samfylkingin vill auðvitað bara breidd í sinni stjórn og þeim einstaklingum sem stíga fram. Það getur oft verið ágætt að vera með jafnvægi, hvað reynslu, aldur og búsetu varðar. Ég útiloka alls ekki að það geti komið fram í öðrum frambjóðanda sem kemur í varaformann. Mér finnst þetta alls ekki í andstöðu við endurnýjun ef fólk er bara með rétta hugarfarið,“ segir Kristrún. Flokksmenn séu áhugasamir um breyttar áherslur. „Miðað við þann hljómgrunn sem ég hef fundið meðal fólks að fólk er áhugasamt um nýjan fókus, fara aftur í kjarnann og einbeita sér að kjarnamálum jafnaðarmanna,“ segir Kristrún. „Ef þetta fer á þessa vegu eins og bendir til þá er þetta já, ákall um ákveðnar breytingar og við sem verðum þarna í fremstu línu tökum það verkefni mjög alvarlega.“ Samfylkingin Tengdar fréttir Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46 Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. 16. október 2022 13:40 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tilkynnti í gær framboð til varaformanns Samfylkingarinnar, stuttu eftir að Heiða Björg Hilmidóttir, sem hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár, tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en hún var nýlega kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég virði það bara við hana að hún hafi ákveðið að einbeita sér að því. Guðmundur Árni hefur svolítið sýnt að hann taki undir þau áhersluatriði sem ég hef talað fyrir, sem er vissulega mjög jákvætt,“ segir Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi til formanns flokksins. Stjórnarkjör hjá Samfylkinguni fer fram 28. og 29. október og því enn möguleiki á að fleiri bjóði fram. Guðmundur hefur lengi starfað innan flokksins og áður Alþýðuflokksins en frá miðjum níunda áratugi hefur hann starfað í pólitík. Fyrst sem bæjarstjóri í Hafnarfirði, svo sem þingmaður og ráðherra og svo sem sendiherra. Guðmundur var þá oddviti flokksins í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði í vor en flokkurinn vann þar stórsigur og fulltrúum fjölgaði úr tveimur í fjóra. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að Samfylkingin vill auðvitað bara breidd í sinni stjórn og þeim einstaklingum sem stíga fram. Það getur oft verið ágætt að vera með jafnvægi, hvað reynslu, aldur og búsetu varðar. Ég útiloka alls ekki að það geti komið fram í öðrum frambjóðanda sem kemur í varaformann. Mér finnst þetta alls ekki í andstöðu við endurnýjun ef fólk er bara með rétta hugarfarið,“ segir Kristrún. Flokksmenn séu áhugasamir um breyttar áherslur. „Miðað við þann hljómgrunn sem ég hef fundið meðal fólks að fólk er áhugasamt um nýjan fókus, fara aftur í kjarnann og einbeita sér að kjarnamálum jafnaðarmanna,“ segir Kristrún. „Ef þetta fer á þessa vegu eins og bendir til þá er þetta já, ákall um ákveðnar breytingar og við sem verðum þarna í fremstu línu tökum það verkefni mjög alvarlega.“
Samfylkingin Tengdar fréttir Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46 Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. 16. október 2022 13:40 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46
Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. 16. október 2022 13:40