Fréttastofa Sky greinir frá þessu. Foreldrar stúlkunnar tilkynntu um hvarf hennar í gær eftir að hún kom ekki heim úr skólanum. Þá fann lögregla vísbendingar um að henni hafi verið rænt úr kjallara heimilis fjölskyldunnar.
Fjölskyldan á heima í fjölbýlishúsi og á öryggismyndavélum sást kona ganga út með töskuna og á brott. Taskan fannst svo skammt frá húsinu og lík stúlkunnar inni í henni.
Búið var að setja límband fyrir andlit stúlkunnar og skera hana á háls. Fjórir hafa verið handteknir vegna málsins, þar á meðal maðurinn sem fann töskuna.