Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2022 20:03 Þingnefndin að störfum. Alex Wong/Pool Photo via AP Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. Afar sjaldgæft er, en þó ekki óheyrt, að þingnefndir stefni fyrrverandi eða sitjandi forsetum Bandaríkjanna, svo hlýða megi á vitnisburð þeirra í tilteknum málum. Ekki er talið líklegt að Trump verði við stefnunni. Raunar er fastlega gert ráð fyrir því að hann muni berjast gegn henni fyrir dómstólum. Þá er ekki talið víst að þingnefndin sjálf hafi mikinn tíma til að takast á við Trump um stefnuna fyrir dómstólum. Nefndin hefur á undanförnum misserum fjallað ítarlega um viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Á fundinum í dag var farið yfir starf nefndarinnar undanfarin misseri og þau sönnunargögn og vitnisburð sem hún hefur aflað um þessa viðleitni Trump. Nefndin telur hins vegar mikilvægt að Trump mæti fyrir nefndina svo hann geti gefið vitnisburð um atburðina sem áttu sér stað í janúar á síðasta ári og aðdraganda þeirra. „Þökk sé þrotlausri vinni nefndarmanna og rannsakenda okkar erum við ekki lengur í neinum vafa, ekki neinum, um að Donald Trump hafi leitt tilraun til þess að kollvarpa bandarísku lýðræði, sem var beinn orsakavaldur ofbeldisins þann 6. janúar,“ sagði Bennie Thompson, formaður nefndarinnar. „Hann er maðurinn í hringamiðju alls þess sem gerðist 6. janúar. Þannig að við viljum heyra frá honum,“ sagði Thompson enn fremur. Talked with Bennie Thompson about the subpoena for Trump. He wouldn’t say if they would go to court to fight this. Asked if he really thought Trump would testify, he said: “Ask Donald Trump.” He says “no” subpoena for Pence pic.twitter.com/HxvhWUCfhv— Manu Raju (@mkraju) October 13, 2022 Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. 13. október 2022 16:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Afar sjaldgæft er, en þó ekki óheyrt, að þingnefndir stefni fyrrverandi eða sitjandi forsetum Bandaríkjanna, svo hlýða megi á vitnisburð þeirra í tilteknum málum. Ekki er talið líklegt að Trump verði við stefnunni. Raunar er fastlega gert ráð fyrir því að hann muni berjast gegn henni fyrir dómstólum. Þá er ekki talið víst að þingnefndin sjálf hafi mikinn tíma til að takast á við Trump um stefnuna fyrir dómstólum. Nefndin hefur á undanförnum misserum fjallað ítarlega um viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Á fundinum í dag var farið yfir starf nefndarinnar undanfarin misseri og þau sönnunargögn og vitnisburð sem hún hefur aflað um þessa viðleitni Trump. Nefndin telur hins vegar mikilvægt að Trump mæti fyrir nefndina svo hann geti gefið vitnisburð um atburðina sem áttu sér stað í janúar á síðasta ári og aðdraganda þeirra. „Þökk sé þrotlausri vinni nefndarmanna og rannsakenda okkar erum við ekki lengur í neinum vafa, ekki neinum, um að Donald Trump hafi leitt tilraun til þess að kollvarpa bandarísku lýðræði, sem var beinn orsakavaldur ofbeldisins þann 6. janúar,“ sagði Bennie Thompson, formaður nefndarinnar. „Hann er maðurinn í hringamiðju alls þess sem gerðist 6. janúar. Þannig að við viljum heyra frá honum,“ sagði Thompson enn fremur. Talked with Bennie Thompson about the subpoena for Trump. He wouldn’t say if they would go to court to fight this. Asked if he really thought Trump would testify, he said: “Ask Donald Trump.” He says “no” subpoena for Pence pic.twitter.com/HxvhWUCfhv— Manu Raju (@mkraju) October 13, 2022
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. 13. október 2022 16:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. 13. október 2022 16:00